Helgin
Helgin byrjaði ekki vel.
Ég fór til systur minnar og fékk hjá henni ískáp, sem var auðvitað bara gaman. En eftir að hafa borið hann upp í íbúðina með hjálp nýja herbergisfélagans þá settist ég fyrri framan tölvuna mína og kveikti á henni. Ætlaði að sýna LSJinu myndirnar sem ég tók í brúðkaupinu hennar. Hún sýndi þennan dæmigerða start upp glugga og síðan kom "Hard disk failure". Sem samkvæmt mínum heimildum er víst mjög slæmt. Getur varla orðið verra...
En ég hendi tölvunni í viðgerð, enn í ábyrgð og skellti mér í hlutverk Jesus Guerre "el Jeffe", þar sem hann ferðaðist til Rúmeníu til að komast að því hvað varð um Hunter S. Thompson, félaga síns úr mið-Ameríku stríðinu, sem hvarf fyrir nokkrum dögum. Eftir að hafa lent í ýmsum uppákomum þar á meðal að hafa lent í æsilegum bardaga við ræktaða manúlfa þá réðst hann og félagi hans á samkomu villutrúarmanna með handsprengjum og tilheyrandi byssuskotríð. Um 30 mann féll í valin en Hunter var bjargað.. það kom síðan seinna í ljós að flestir þessir menn voru háttsettir einstaklingar innan ríkisstjórn austantjaldslanda og það má kannski segja að með þessum aðferðum þá hafi el Jeffe komið af stað borgarastyrjöld. En þar sem El jeffe er Bandarískur ríkisborgari þá er borgarastyrjöld í útlendu landi ekki beint það sem er efst í huga hans.
Á laugardaginn var lesið og síðan skellt sér í hlutverk Tyrkja í Diplomacy. Eftir miklar samningaviðræður og landamæradeilur við Rússa, sem lauk með falli keisaraveldisins, samninga við Austurríki Ungverjalands og skiptingu Þýskalands þá urðu því miður Tyrkland og Austurríki Ungverjaland að lúta valdi samstöðu Englands, Frakklands og Ítalíu sem voru mjög ósáttir við hegðun Tyrklands og Austurríkis.
Á sunnudaginn skellti maður sér í sund og síðan í hlutverk Hr. T eða Taybard. Stuttlyngs (Halfling) bardagmanns sem aldist upp á götum GráHauks borgar (lásí nafn á íslensku), Hr T var málaliði eða bardagamaður til leigu. Hann var leigður ásamt tveimur félögum sínum til að ferðast til gamallar námu og ná í eina bók sem var þar. Eftir frækna för, bardaga við Trogs, orka, hælsæri (caltrops), gildrur, nöldur í þjófinum sem fann bara gildrurnar þegar hann lendi í þeim sjálfur o.fl. þá tókst þeim að ná bókinni. Hr. T lofaði sjálfum sér að tíund verðlaunaféssins færi í áfengi og hórur.
Sunnudags spileríið endaði snemma og eftir að hafa borðar kvöldmat með herbergisfélögum og spúsu eins þeirra þá horfði ég á myndina "shake hands with the devil". Ég held að með þeirri mynd þá hafi ég lokið hringnum með Rúanda.
..... en var bara ágæt þrátt fyrir það
Engin ummæli:
Skrifa ummæli