28 janúar, 2004

Að kíkja!
Hor og hægðir - part 2

Ég lenti í merkilegri reynslu um helgina. Reynslu sem opnaði augun mín betur fyrir því hvað við erum með mismunandi menningu þótt að við köllumst öll menn.

Mig hefur grunað þetta í langan tíma... en ekki fengið staðfestingu á því fyrr en nú.

Klósett menning fólks er mismunandi. Sumt fólk stendur upp áður en það skeinir sér, sumt skeinir sér sitjandi. En í sumarbústaðarferðinni þá fór spjall af stað um hvort fólk kíkti.

já hvort fólk kíkir í klósettið á kúkinn sinn áður en það sturtar niður. Ég auðvitað sagðist kíkja... fannst það bara eðlilegt. En sjá... ég var í minnihluta. Við vorum 4 og allir karlmenn.. enginn annar kíkti. Ég varð fyrir smá sjokki. Að kíkja ekki. Finnst það furðulegt.

En síðan fattaði maður að það er auðvitað mismunandi klósett menning hjá fólki.

En hvað með þig? Kíkir þú?

27 janúar, 2004

Eistland, að sækja um eða sækja ekki um.
Eins og má lesa á vefsíðum Urkí þá er verið að leita eftir hæfum einstaklingin til þess að fara til Eistalands og kenna í leiðtoganámskeiði. Sjá HÉR

Ætti ég að sækja um? Langar soldið að sækja um. Mér þykir mjög vænt um þessa krakka sem er út í Paldiski og vildi hitta þá aftur. Síðan gæti ég örugglega komið með eitthvað gott til þeirra og ef ég yrði sendur út þá myndi það ýta undir hégómagirnd mína.

En ég hef nóg annað að gera. En hvað finnst ykkur?

22 janúar, 2004

Pirrandi þegar þetta gerist.........

My own, My precious.

?g er komin heim. ?g ? heimili, 120 fm, 5 herbergi og ?ar eru 2 eyrnamerkt m?r. St?rt og gott ?vottah?s, fr?b?rt ?ts?ni og h?n er m?n.

Kannski ekki alveg sagt a? h?n s? m?n ?ar sem ?g ? hana ekki. En m?r l??ur eins og ?etta s? mitt heimili. M?r l??ur vel ?arna. Gott andr?msloft, g??ur andi.

?g er meira a? segja b?in a? redda m?r g??u og st?ru r?mi (Takk Bj?ssi) sem ?g f? a? passa og ef m?r l?kar vel ?? m? ?tla ?g a? kaupa d?ti?. ?arf bara a? redda flutningum.

mmmmm...........

19 janúar, 2004

Rafraus um Guð

Minn Guð skapaði himin og jörð. Hann ýtti boltanum af stað. Gerði það að verkum að við erum ekki tilviljun. Við dveljum hér í einhverjum tilgangi.

Þetta er aftur á móti ekki góður guð, eða guð sem er á að biðja til. Hann er ekki illur heldur. Hann er.

Hver, hvað, hvernig hann er vitum við ekki og munum ekki vita.

Stundum held ég að hann er að setja okkur í einhver test. Er að setja ýmis vandræði fyrir fram okkur til þess að prófa hvernig við höndlum þau. Tilgangurinn er eitthvað sem við getum okkur ekki áttað okkur á. Kannski er okkar líf eitt stórt tilraunabúr þar sem það er verið að prófa hluti eins og þanþol manneskjunnar við dauða, ofbeldis, ástar, o.fl.

En stundum held ég að hann sé ekkert að athuga hvernig sköpunarverkinu líður.

"God does not exist and if he did he should not be worshipped. " úr Everything is Illuminated e. Johnathan Safran Foer

14 janúar, 2004

Niðurskurður

Nú þar sem það er alltaf verið að tala um niðurskurð þá ætti maður sjálfur að fara að taka það upp og velta því fyrir sér hvar maður ætti að skera niður.

Það er of mikið að gera hjá mér og ég vil losna við eitthvað af þessum verkefnum sem eru hangandi á bakinu á mér.

Hvar á ég að skera niður?

1. Hlutverkaspili
2. L-12 Búðinni
3. Busli
4. Stjónarstörfum fyrir RKÍ
5. Símanum
6. Minnka við mig vinnu?
7. Svefni

einhverjar tillögur?

13 janúar, 2004

Sakavottorð.

Þeir sem sækja um að vinna með börnum skuli vísa sakarvottorði.

Á ekki að koma næst með vanskilaskrá? Strong prófið? Einhverja hegðunarkvarða?

Hvað segir sakarvottorð þér? Erum við að reyna að stoppa barnaníðinga? Þá sem misnota börn? Er sakavottorð gott tól til þess? Þeir barnaníðingar sem sækja um eru mjög líklega ekki með sakarvottorð og þeir sem eru með sakarvottorð á börnum munu líklega ekki sækja um.

Frekar að hafa innri varnanagla. Ekki láta neinn starfsmann vera inní á klósetti einn með barni í langan tíma. Ef þú sérð starfsmann taka niður nöfn og símanúmer barna. Ef þú heyrir að starfsmaður er að senda börnum sms þá á viðvörunarbjöllur að hringja osfrv.

Hvað kemur síðan upp ef einstaklingurinn er hæfur í starfið en er með dóm vegna mansdráps? Eða fíkniefnanotkun? Eða nauðgun?

Á að stoppa þá aðila í því að vinna með börnum?

12 janúar, 2004

Betri dagar í vændum

Ég labbaði inn, leit í kringum mig. Risastór, en er bara svona einn gangur. Er lítið hægt að nýta almennilega plássið. Lítið eldhús, mörg herbergi. Mun fleiri en ég bjóst við við. Fínt klósett, lítið nett með baði. Með svona penu klósetti sem er inní vegnum og klósettskálin kemur út eins og hilla. Stórir skápar. Ágætlega stórt þvottahús, með þvottavél. Piparsveina innrétting með lélegum ísskáp.

Stórar svalir sem voru fullar af ískrapi, stórir stofu gluggar. Útsýni sem er hægt að deyja fyrir, sást til Reynisvatns og upp á golfvöllinn (er golfvöllur þarna??). Var allt í snjó en sást vel í gróðurinn. Þetta er útsýni sem ég slefaði yfir.

Heimilið mitt.

Better days ahead

I walked inside, looked around me. Huge but it seemed that there was a lot of space but you could use very little. Small kitchen, lots of rooms. Much more rooms than I expected. Nice bathroom, small neat with a bath. With a small toilet that is part of the wall. Large cabinets. Nice laundry room, with a washing machine. Inn the kithchen there was a bachelors decoration with a lousy fridge.

Big balconys that were full of ice and snow. Large living room windows. A view that you could die for, a view of Reynisvatn and on the golf course (what... a golf course here... did not know that). Everything was covered with snow but the trees stood out. A view that I drooled over.

My home.

08 janúar, 2004

ARRGGGHHHHHH!

Heilræði: Forðast Sivar í dag.

Ég gæti lamið einhvern, ef ég myndi fara í aðra vídd og hitta sjálfan mig þá yrði ég tuskaður til og ég látin finna fyrir hvar Davíð keypti ölvið.

Hvernig í andskotanum getur maður verið svona vitlaus? Hvað gerðist í uppeldi mínu sem gerði mig að lötum heimskum dreng?

Stundum gæti ég sparkaði í sjálfan mig.

OG JÁ ÞETTA ER EKKI GÓÐUR DAGUR, ANDSKOTIN HAFI ÞAÐ!

07 janúar, 2004

Pirringur

"Ég þarf að fá upplýsingar hjá þér"
"Ég get ekki gefið þér þær í síma"
"Nú?"
"Það er þá tvennt í stöðunni, þú getur komið hérna við hjá okkur og fengið þær afhentar með því að sýna persónuskilríki eða.."
"Já, NAFLI alheimsins"
"Ha?"
"Reykjavíkin, Nafli alheimsins. Ég bý út á landi."

Hvað meinarðu kallin? Ertu að segja að vegna þess að þú er fastur í þínu dreifbýli þá ertu bitur út í Reykjavík? Og hvað meinarðu að skella þessum biturleika framan í mig? Ekki er það mér að kenna að þú sért að hringja í mig ha? Er það nokkuð? Auðvitað er ég í Reykjavík. Hvar ætti ég að vera? Hliðiná þér, fíflið þitt? Svo hin 90% á landinu mundi hringja og kvarta hvað ég væri langt í burtu? Og ef þú ert svona bitur út í Reykjavík, hvað í andskotanum ertu að gera? Ertu fastur í miðöldum? Borgir er framtíðin, Live in the NOW! Helv. fífl.

"Ég skil... en það er líka hægt að senda... bla bla bla"

Síðan er ég hrikalega pirraður út í Erling Sigtryggson, Jón Finnbjörnson og Eggert Óskarson.

05 janúar, 2004

Hor og Hægðir

Af hverju má ég ekki tala um þetta efni? Hvað er við saur og slím sem fær fólk til að missa matarlyst og segja "ojjj"?

Ég hef lengi velt mér upp úr þessu. Það skíta allir og þá fá allir hor í nös. Hver kannast ekki við tilfinninguna þegar allt nefið er fullt af allskonar viðbjóði og síðan þegar þú snýtir þér þá fer alveg geðveik slumma í tisjúið?

Samt er sagt ojj....

AÐ hafa hægðir, að skíta er eðlilegur gangur í mannslíkamanum. Þetta er jafn eðlilegt og að anda! Auðvitað er saur "skítugt" fyrirbæri og það mundi engin vilja að maður gengi í saurugum fötum eða klíndi saur á næsta mann. En það má ekki tala um það.

Væri nú ekki gaman að geta sagt
"Djöfull voru hægðirnar sérstakar í morgun, fyrst kom geðveikt mikið af lofti og síðan komu margir svona litlir hnoðrar út, allir svona einstakir, ekki klesstir saman. Það var spes"
Eða
"Ég hata þegar þetta gerist, ég fór á klósettið áðan og maginn var enn eina ferðina að stríða mér. Þetta kom eins og sprenging og gusaðist út um allt á setuna og alles. Var svona 5 mín og þrífa drulluna í burtu"

Síðan er horið

Ég hef áhuga á hori. það er nóg af því í nefinu á mér og þegar ég snýti mér þá kíki ég á hvað kom mikið og hvernig það lítur út. Alveg ferlegt að þegar fólk sé mig gera þetta þá fær það svona "þú ert viðbjóðslegur" svip. Sem er ekkert gaman. Þetta er hluti af líkamanum mínum, ekki kannski alveg eðlilegt... en þetta er skárra en taka skeið af saur og skoða hann, er það ekki?

Já það væri nú fallegur heimur ef hann væri fullkominn.

02 janúar, 2004

2003

Í fyrra í fyrsta skiptið á ævi minni...
... fór ég í spilavíti
... sagði ég "ég bíð öllum upp á drykk á barnum!"
... varð ég veikur eftir drykkju og ældi eins og múkki í þynnkunni dagin eftir
... fór ég til Eistlands, Finnlands, Slóveníu og Belgíu
... fór ég til Neskaupstaðar
... kynntist ég smábæjarbrag
... týndi ég villisveppi í Ölpunum
... upplifði ég sjálfan mig sem "stór og sterkan karlmann"
... hitti fallega Breska stúlku
... fékk ég matareitrun
... fékk ég yfir 200.000 í mánaðarlaun
... upplifði ég algert ábyrgðarleysi einstaklings og sá þann ljúga upp í fésið á mér
... fór ég að æfa hnefaleika
... að mig langar í nýtt rúm
... upplifði ég sársaukalausa tanntöku

Í fyrra upplifði ég...
... það að vera ástfangin
... að kynnast 3 frábærum einstaklingum
... dýpri vináttu hjá 2 gömlum vinum
... grynnri vináttu hjá 1 gömlum vini
... mikla öfundsýki sem var á jaðrinum á þvi að vera bilun
... mikla tilfinningu við lestur einnar bókar (Life of PI)
... mikla skömm á sjálfum mér þrisvar sinnum (að minnsta kosti)
... mikil bókakaup

Það besta við árið var: Slóvenía
Upplifun ársins var: Life of pi og ..... (ritskoðað)
Neikvæða móment ársins: þegar ég missti stjórn á skapinu þegar Faror Mordain féll
Leiðindi ársins:Þegar leiðinlegi kallin hringdi útaf konu sinni og jós yfir mann skömmum
Uppgvötun ársins: Ég get verið massaður og pósað fyrir framan spegilinn
Hik ársins: Að klippa eða ekki klippa
Skylda ársins: L-12
Best bók ársins: Life of Pi
Besta mynd ársins: get eiginlega ekki dæmt um það núna.
Besti húmor ársins: Drepið okkur og elskið okkur eftir Hugleik Dagason
Besti matur ársins: Hvítlaukslegnu sniglarnir í Brussel (ég fæ fiðring í tánum þegar ég hugsa um þá)