22 febrúar, 2006

Bloggfrí

Rafrausarleysi

Ég biðst forláts vegna rafrausarleysis. En hann faðir minn dvelur á spítala eftir heiftarleg veikindi og ég kom til Íslands fyrir nokkru.

Ég sé ekki fram á að ég muni geta rafrausast á næstunni og bið ég lesendur mína um skilning á því.

Með fyrirfram þökk.

15 febrúar, 2006

Tengslamyndin

Tengslamynd

Eftir langan aðdraganda.. áratuga rannsóknir.. djúpviðtöl.. eigindlegar rannsóknir..

þá hefur mér tekist að búa til mynd hvernig stóri vinahópurinn sem ég er í varð til..

Auðvitað var kjarninn spunaspil.. en þetta er fólk sem ég kalla vini í dag... þetta fólk er orðið meira heldur en spilafélagar.

14 febrúar, 2006

Valentínusardagur

Í tilefni dagsins


Tekið af þessari síðu, sem er bara snilld. Svona far side humor með karakterum sem ganga lengi. En þessi litla saga lýsir bara ágætlega áliti mínu á þessum degi.. kannski er þetta bara fínn dagur......... Í bandaríkjunum.

13 febrúar, 2006

Google

Google
of gott til að vera satt?

Ég hef notað google töluvert til þess að leita að gögnum. Finnst þetta þægileg síða sem auðvelt er að leita í. En hef ekki fundist þetta vera 100% snilld. Bara notendavænt.

Núna er ég byrjaður að nota gmail, picasa og google earth. Er að spá að fá mér google earth plus.

Öll þessi forrit eru svo þægileg í notkun og hafa rosalega skemmtilega fítusa. Eru algerlega notendavæn. Og eru ein af þeim þægilegustu sem ég hef komist nálægt.

En eins og Gissur sagði um daginn "ekki vera ástfangin af þeim, þeir eru svo stórir að það hlýtur eitthvað að fara gerast". Hann minntist síðan á samning þeirra við Kínverja að þeir mættu ritskoða leitina. Síðan hef ég heyrt að gmail eyðir ekki neinum tölvupósti.. að hann sé geymdur í einhvern rosalegan langan tíma. Hef heyrt líka að allir leitarstrengir hjá google eru geymdir í hellings tíma.

Ég get réttlæt allt sem hefur verið talað um fyrir hönd þeirra.. en maður getur svo sem fundið réttlætingu fyrir öllu.

Þannig að ég hef varan á.. en varnir mínar minka með hverri notkun á þessum forritum. Þau eru einfaldlega best! Hef ekki prófað google talk ennþá.. en ef þeir gera eins og þeir hafa talað um (að maður getur talað við alla sína kontakta sama hvaða forrit þeir eru að nota) þá verður þetta örugglega forritið sem kemur í staðin msn messenger í minni tölvu.

12 febrúar, 2006

Hvar er ég?

Eins og þið sjáið á þessari mynd þá er ég staddur í miðborg Prag. Nánar tiltekið þar sem Leifur býr. Það er rétt hjá Tesco þar sem ég, Óli og GEB dvöldum árið 1999. Ég hef fundið eina íbúð sem ég er soldið skotin í en er ekki búin að negla hana niður.

Í gær þá eyddi ég öllum deginum í labb og búðarráp. Gekk út úr íbúðinni um hádegi og kom heim um sex leytið.

Skemmti mér konunglega.

Ég bið kærlega að heilsa öllum sem lesa og vonandi munu sem flestir mæta í heimsókn. Posted by Picasa

09 febrúar, 2006

Sturta

Sturtur

Síðan ég kom hérna til Prag hef ég farið í sturtu á hverjum degi og ég fæ tilfinninguna að ef ég gæti þá myndi ég fara í sturtu tvisvar á dag..

Það er soldið sérstakt þar sem ég hef aldrei gert það. Ég fór oftast í sturtu annan hvort dag. Fór auðvitað í sturtu ef ég svitnaði mikið eða fannst ég vera skítugur.. en fannst oft ekki þörf á að fara í sturtu á hverjum degi. Ég hef aldrei fengið það á tilfinninguna að líkamslykt mín sé slæm eða mikil. Þvert á móti. Ég hef aldrei fengið komment um svitalykt eða eitthvað svoleiðis (fékk oft komment um vonda lykt þegar ég vann í SORPU en ég held ástæðan hafi verið vinnan.. en þá fór ég auðvitað í sturtu á hverjum degi).

En allt í einu þá er ég byrjaður að vilja að fara í sturtu tvisvar á dag. Finn meira að segja svitalykt af sjálfum mér... sem er eitthvað sem ég hef fundið kannski þrisvar á ævinni.

Skrýtið...

Fegurð

Fegurð

Það er svo margt fallegt sem er sjaldan talað um. Fegurðin í því að ganga um borg sem maður þekkir ekki neitt, sjá gamalt fólk leiðast, að sjá hunda þefa af hvor öðrum, hvernig fólki tekst að búa saman í margmiljóna borg og komast að mestu leyti heilt í gegnum daginn.

Svo margt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut.

Ég er frekar ánægður í dag og er mjög sáttur. Vinnan sem ég er komin í lítur vel út og þetta lítur frekar vel út hérna megin. En maður er auðvitað bara nýbyrjaður svo maður veit ekki hvernig þetta kemur út...

Er með eina íbúð í sigtinu og það er spurning hvernig það á eftir að koma út.

Ég finn samt rosalegan mun á mér.. veit ekki hvort að það sé andrúmsloftinu hérna eða þessum aðstæðum sem ég er í..

Eða eða eins og einn vinur sagði við mig um daginn að andrúmsloftið á Íslandi drægi úr honum allan sköpunarkraft.. sagði að hann hefði aldrei verið í eins góðri þjálfun og í dag en hann væri hættur að skrifa ljóð og skapa eitthvað.. þurfti alltaf að vera gera eitthvað..

Ég er meira segja lítið búin að hugsa um spunaspil. Líka margt búið að vera að gerast hér.

07 febrúar, 2006

Prag

Þynnka.

Var geðveikt þunnur í dag.. en er eiginlega bara orðin hress af kvefinu. Það er allavega hætt að plaga mig. Í gær þá hitti ég samstarfsfólkið mitt og tók þátt í fagnaðarfundum.. voru að fagna samningum sem þau höfðu fengið.

Pantaði mat sem var étin frá mér.. og drakk bjór og var gefin kambavín..

Og varð haugadrukkin og þynnkan var ekki skemmtileg í morgun. En dagurinn hefur verið með ágætum. Byrjaði í vinnunni, hitti Þórir Gunnarsson, konsúlar Íslendinga í Tékklandi og hann virtist vera fínasti kall.

Byrjaði í vinnunni og fékk strax verkefni í hendurnar sem ég hugsa að ég geti gert. En þynnkan gerði það að verkum að ekki var mikið unnið í dag.

Er byrjaður í tungumálanámi, læra Tékknesku á fullu. Gengur ágætlega og finnst þetta mjög skemmtilegt.

06 febrúar, 2006

í Prag

Fyrsti dagurinn í Prag

Kom til Prag í gær. Með rosalegt kvef og mikið slím. Skemmtilegur gestur. Bankaði í yfirmanninn og sagðist ekki mæta í vinnu á mánudaginn.

Það var kalt hérna í gær. Skítakuldi.. það sést auðvitað engin snjór en hann sást á meðan við ferðuðumst frá flugvellinum.

En Leifur sagði að það hefði verið jafn kalt hérna í Prag og hefði verið út í Köben svo þetta gæti verið bara ég sem er veikur.

Í dag svaf ég frameftir. Vaknaði við að síminn var að láta mig vita að mikilvæg manneskja ætti afmæli í dag. En sofnaði aftur og svaf ágætlega, dreymdi lítið sem ekkert og vaknaði endurnærður. Fullur af hori og slími og með þungt höfuð en endurnærður.

Eftir smá rölt um íbúðina hans Leifs þá var tekin stefnuna á að fá sér að borða. Rölti út í tesco (ég þekki nefnilega þetta hverfi sem hann Leifur býr í. Ég, geb og Óli vorum með íbúð hérna nálægt ´99).

Núna er ég búin að komast að því af hverju rafraus verða oft svona leiðinleg þegar fólk er nýbúið að flytja.. það er að tala um aðstæður sem það er búið að komast í sem eru merkilegar en maður nennir ekki að lesa endalaust um. Eins og núna þá langar mig að ræða um þá reynslu mína að kaupa í matin hérna.. mig langar líka ræða um matinn sem ég er að borða og svoleiðis hluti.

en það er allt í lagi að ræða um það stundum. Svo að...

Annars fékk ég lánaðan Ipod hjá leif og þvílíkt snilldar tæki hefur ekki verið fundið.. verð að fá mér svona!

en já.. ég keypti 4 rúnstykki, Barello oliviu olíu smjör (eina vörumerkið sem ég þekkti), 2 banana, 2 appelsínur, kjöt álegg á brauðið, ost, lítir af appelsínusafa og einn og hálfan lítir af vatni. Þetta kostaði mig 108 tékkneskar krónur (sem gera u.þ.b 270 íslenskar krónur). Það dýrasta var smjörið um 70 krónur íslenskar.

Fór og settist í eldhúsið hans Leifs og fékk mér tvö rúnstykki með smjöri, osti og kjöti, drakk 2 glös af appelsínusafa og eitt glas af vatni (með svona vítamínstöflu útí), og núna á meðan ég er að skrifa þennan pistil þá er ég að borða appelsínu. Held að það sé mjög sjaldan sem ég borða svona máltíð.. kemur í ljós hvort að ég held áfram á þessari braut.

Og talandi um það. Steig á vigtina hans Leifs og hún sýndi 94 kg. Þetta var alveg eins vigt og hann Árni fyrv. yfirmaður kom einu sinni með í vinnuna og hún sýndi alltaf svona 3 kg meira en allar hinar sem hann kom með. Er að spá hvort að ég eigi að taka þessa vigt alvarlega.. mér líður nefnilega djöfull vel (fyrir utan slímið, horið og þungan í hausnum). Það kemur bara í ljós...

Annars er leitin að íbúð byrjuð og það verður gaman að sjá hvernig það kemur út. Langar í íbúð með baði.. staði til að hengja myndirnar mínar á og internettenginu. Vil ekki sjá sjónvarp (er búin að lofa sjálfum mér því að ekkert sjónvarp mun koma inná mitt heimili hérna í útlöndum).

Var ég búin að segja hvað Ipod-in er mikil snilld? já.. hmmm..... aldrei er góð vísa of oft kveðin.

Jæja.. ég sakna allra (suma meira en aðra) og bið kærlega að heilsa.

04 febrúar, 2006

Upptalning

Kaupmannahöfn

Jæja þá er að koma að lokum að dvöl minni í Kaupmannahöfn. Kom hérna á mánudaginn og er að fara á morgun. Þetta er búið að vera ágætir dagar hérna. Er búin að drekka talsvert af bjór, í gær var dregið upp tequila flaska og hún var kláruð á engri stundu. En þrátt fyrir þessar tvær staðreyndir þá hefur ekki verið mikil drykkja á manni.

Hann Hallur er búin að vera veikur alla dvöl mína og það endaði með því að hann fór í aðgerð þar sem var tekið hálskirtlarnir úr honum og veitt greftrinum sem hafði verið að plaga hann að komast út. Dvaldi eina nótt á spítala. Er að hressast núna en má bara borða kaldan mat.

Ég, mitt frábæra ónæmiskerfi, tókst að ná mér í þennan vírus og ég bið bara til guðs að hann fari ekki á sömu braut eins og hann gerði með Hall. Sit hérna við tölvuna og vorkenni sjálfum mér.. eins og vanalega þegar ég er veikur.

En við erum þrír vinirnir hérna útí köben, Leifur og Halli D eru staddir hérna líka og þrátt fyrir veikindi og slappleika þá hefur okkur tekist að skemmta okkur vel. Átt í miklum öflugum samræðum um kynþáttahatur, munnmök, kvenmenn og kynlíf almennt o.s.frv.

Núna eru strákarnir líklega á lan setri að spila tölvuleiki og reyna að skjóta hvern annan. Ég ákvað að leggja mig aðeins og ætlaði að síðan að hitta drengina. En þar sem ég svaf í tvo og hálfan tíma þá ákvað ég að vera aðeins lengur heima og bara taka því rólega.. fá mér tebolla og skrifa þessar línur. Er á seinni klínex pakkanum og það gengur hratt á hann.

Ég ætla samt að reyna skella mér í partíið sem herbergisfélagi Halls er búin að setja saman. Þar sem Hallur má ekki drekka þá ætti hann að geta veitt mér félagsskap ef allir verða sauðdrukknir.

Síðan bíst ég við því að næsta rafrausar pistill verði skrifaður í Prag.

02 febrúar, 2006

Útsýni og kuldi

Útsýni og kuldi

Á þessari mynd sést útsýnið mitt sem ég hafði út úm gluggan minn á gömlu íbðuinni minni. Fannst þetta alltaf notaleg og falleg sjón. Þessi kuldi og næðingur er alltaf skemmtilegur og höfðar einhvern vegin til mín.

Ég hef alltaf fílað mig betur í snjó og kulda heldur en í hita og sól. Finnst fallegra á veturna þegar allt er þakið snjó og allt er einhvern vegin bjartara og þar af leiðandi fallegra.

Er þessi pistill einhver saknaðar pistil um Ísland. Nei held ekki.. er bara að sýna mynd sem mér finnst ágæt, ekki fullkominn en ágæt og segja ykkur frá því að ég er vetrarmaður en ekki sumarmaður.

Ekki flóknara en það. Posted by Picasa

Picasa Forritið

Picasa forritið

Ég var að finna frábært forrit. Picasa, sem google býr til eða er að auglýsa.. sjit sjit sjit..

hvað þetta er mikil snilld.

Er að testa tengingu picasa við blogger.

snild... Posted by Picasa

01 febrúar, 2006

Jákvætt blogg

Jákvæðin að leiðarljósi

Ég var að ræða við vinkonu mína á MSN og hún sagði mér að hún hefði stundum áhyggjur af mér. Sagði að ég skrifaði oft mjög neikvæða hluti á rafrausið mitt. Hún sagði að hún fengi á tilfinninguna að ég hugsaði of mikið og það gerði það að verkum að ég væri aldrei ánægður.

ég held að hún hafi hitt naglann á höfuðið. Ég hugsa stundum alltof mikið og flæki fyrir mér málin.

En það er bara ég. Hvar væri Sívar án þess að hugsa of mikið?

En svona til að undirstrika ýmislegt þá er þetta eitt besta ár sem ég hef upplifað, hingað til. Janúar mánuður var yndislegur. Er að ná nýjum hæðum í gleði og hamingju. Lífið mitt er að taka breytingum, mjög miklum breytingum. Og það tekur alltaf smá tíma að "uppfæra" sjálfan sig. Laga sjálfsmyndina að þessum breytingum. Ætli ég veiti ekki þessum árekstrum smá útrás á rafrausinu mínu.

En ég er hamingjusamur og glaður.