01 febrúar, 2006

Jákvætt blogg

Jákvæðin að leiðarljósi

Ég var að ræða við vinkonu mína á MSN og hún sagði mér að hún hefði stundum áhyggjur af mér. Sagði að ég skrifaði oft mjög neikvæða hluti á rafrausið mitt. Hún sagði að hún fengi á tilfinninguna að ég hugsaði of mikið og það gerði það að verkum að ég væri aldrei ánægður.

ég held að hún hafi hitt naglann á höfuðið. Ég hugsa stundum alltof mikið og flæki fyrir mér málin.

En það er bara ég. Hvar væri Sívar án þess að hugsa of mikið?

En svona til að undirstrika ýmislegt þá er þetta eitt besta ár sem ég hef upplifað, hingað til. Janúar mánuður var yndislegur. Er að ná nýjum hæðum í gleði og hamingju. Lífið mitt er að taka breytingum, mjög miklum breytingum. Og það tekur alltaf smá tíma að "uppfæra" sjálfan sig. Laga sjálfsmyndina að þessum breytingum. Ætli ég veiti ekki þessum árekstrum smá útrás á rafrausinu mínu.

En ég er hamingjusamur og glaður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli