Google
of gott til að vera satt?
Ég hef notað google töluvert til þess að leita að gögnum. Finnst þetta þægileg síða sem auðvelt er að leita í. En hef ekki fundist þetta vera 100% snilld. Bara notendavænt.
Núna er ég byrjaður að nota gmail, picasa og google earth. Er að spá að fá mér google earth plus.
Öll þessi forrit eru svo þægileg í notkun og hafa rosalega skemmtilega fítusa. Eru algerlega notendavæn. Og eru ein af þeim þægilegustu sem ég hef komist nálægt.
En eins og Gissur sagði um daginn "ekki vera ástfangin af þeim, þeir eru svo stórir að það hlýtur eitthvað að fara gerast". Hann minntist síðan á samning þeirra við Kínverja að þeir mættu ritskoða leitina. Síðan hef ég heyrt að gmail eyðir ekki neinum tölvupósti.. að hann sé geymdur í einhvern rosalegan langan tíma. Hef heyrt líka að allir leitarstrengir hjá google eru geymdir í hellings tíma.
Ég get réttlæt allt sem hefur verið talað um fyrir hönd þeirra.. en maður getur svo sem fundið réttlætingu fyrir öllu.
Þannig að ég hef varan á.. en varnir mínar minka með hverri notkun á þessum forritum. Þau eru einfaldlega best! Hef ekki prófað google talk ennþá.. en ef þeir gera eins og þeir hafa talað um (að maður getur talað við alla sína kontakta sama hvaða forrit þeir eru að nota) þá verður þetta örugglega forritið sem kemur í staðin msn messenger í minni tölvu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli