Sturtur
Síðan ég kom hérna til Prag hef ég farið í sturtu á hverjum degi og ég fæ tilfinninguna að ef ég gæti þá myndi ég fara í sturtu tvisvar á dag..
Það er soldið sérstakt þar sem ég hef aldrei gert það. Ég fór oftast í sturtu annan hvort dag. Fór auðvitað í sturtu ef ég svitnaði mikið eða fannst ég vera skítugur.. en fannst oft ekki þörf á að fara í sturtu á hverjum degi. Ég hef aldrei fengið það á tilfinninguna að líkamslykt mín sé slæm eða mikil. Þvert á móti. Ég hef aldrei fengið komment um svitalykt eða eitthvað svoleiðis (fékk oft komment um vonda lykt þegar ég vann í SORPU en ég held ástæðan hafi verið vinnan.. en þá fór ég auðvitað í sturtu á hverjum degi).
En allt í einu þá er ég byrjaður að vilja að fara í sturtu tvisvar á dag. Finn meira að segja svitalykt af sjálfum mér... sem er eitthvað sem ég hef fundið kannski þrisvar á ævinni.
Skrýtið...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli