31 maí, 2007

Vinna

Byrjaður að vinna á fullu. Þessa vikuna mæti ég klukkan 13 og er til 21. Næstu viku þá er mæting klukkan átta og maður vinnur til fjögur.

Ágætur vinnutími og vinnan sjálf er ágæt.

24 maí, 2007

Einkunn

8,5

Framsókn - Fréttaskýring

Hann Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóri er stiginn niður sem formaður Framsóknar. Þetta kemur ekkert á óvart þar sem hann náði ekki inná þing og er fallinn úr ráðherrastól.

Ég held að Framsókn muni láta lítið í sér heyrast á næstunni. Þeir munu stokka upp spilin og velta fyrir sér framtíðinni. Það gerist ekki mikið hjá henni fyrr en að næsta flokksþingi.

Ég held að það hafa tvær fylkingar verið í Framsókn, nýir tímar með Halldór Ásgrímssyni og svo gamla hugmyndafræðin. Miðað við atburðina sem eru að gerast í Framsókn þá virðist gamla hugmyndafræðin algerla ráða núna. Þegar Halldór fór þá lýsti hann yfir algjörum vantrausti á Guðna Ágústsson þar sem hann átti að stíga upp í sætið. Það voru orðrómar um Finn Magnússon og einhverja fleiri kalla en síðan var hann Jón Sigurðsson dreginn upp sem eitthvað óskabarn og gerður að formanni.

Hann tók við rjúkandi rústum, ekki bara fór virtur þingmaður og ráðherra á móti honum í kosningunum (Siv) og fékk góða kosningu, þá leit allt út fyrir að Framsókn myndi tapa stór í næstu þingkosningum. En hann reyndi og því miður þá kom hann fram eins og hrokafullur menningarsnobbari í fjölmiðlum. Guðni var nokkuð sniðugur svona eftir á að hyggja, að fara ekki í formannslaginn, þeir töpuðu kosningunum og þá getur Jón tekið það fall.

Jónína Bjartmarz fór á móti Guðna í varaformanninn og tapaði, núna er hún fallin af þingi.

Ég ætla að spá því að Guðni muni standa sig ágætlega í formanns hlutverkinu, það á eftir að gusta af Valgerði Sverrisdóttur á þinginu og hún mun taka við varaformanninum.

Ég hugsa að það sé spennandi tímar framundan hjá Framsókn.

21 maí, 2007

30 ára

Þá er aldurinn kominn. Ég er kominn á fertugsaldurinn, sem er auðvitað alveg fáranlegt. Ef ég drepst í bílslysi kemur frétt sem segir maður á fertugsaldri lést í ...

En ég er nýorðinn 30 ára gamall.. sjit hvað er að íslenskri málhefð.

En það er lítið sem maður getur sagt við því. Svona er þetta bara.

Annars hef ég lítið að segja.

Jú...

STARCRAFT 2!!!!

ómægod.

19 maí, 2007

Sumarið

Ég hef tekið ákvörðun varðandi sumarið. Ég ætla aðeins að róa mig niður og setjast yfir framtíðarplön. Ekki taka neinar ákvarðanir. Ætla vinna í Þjóðarbókhlöðunni og í FMV. Ég hafði hugmyndir um meistaranám en ákvað að fresta því aðeins. Ætla setjast niður og forgangsraða ýmsum hlutum og skoða ýmsa hluti betur.

Ég á afmæli eftir 1 klukkustund og 4 mínútur þegar þetta er skrifað. Afmælisdagurinn verður harla merkilegur þar sem ég verð að vinna allan daginn. Er með sjónvarpsfréttirnar sem voru í kvöld, morgun- og hádegisfréttirnar á morgun og svo kvöldfréttir stöðvar 2 á morgun. Ætli ég verði ekki búinn að vinna um níu leytið.

Kærastan er búin að plana eitthvað en ég hef ekki hugmynd um hvað það er. Verð bara að láta koma mér á óvart.

16 maí, 2007

Dagar víns og rósa

Tveir dagar hafa farið í nokkuð afslappelsi. Gærdagurinn fór í bókalestur og almennt hangs og dagurinn í dag er að fara í það líka. Sofa frameftir, lestur o.s.frv.

Mun reyna spila í kvöld en veit ekki hvernig til tekst með það. Á morgun verður kvöld með kærustu og börnum hennar.

Ég á ekki að byrja vinna fyrr en 29. maí og er ég sáttur við það. Ætla mér að kíkja á meistaranám og kynna mér kennararéttinda nám, spái líka í vinnu í haust og fleira til.

Ætla mér að undirbúa roleplay, dúllast í kærustunni (bæta upp fyrir skapið mitt), og bara halda áfram að hangsa. Ef einhver lesandi hefur ekkert að gera á daginn þá er ég svo laus að það hálfa væri nóg.

15 maí, 2007

Ritgerðin

Ég er enn að átta mig á að ég er búinn að skila. Var að vinna í kvöld þannig að það gafst ekki mikill tími til að fagna. En fór og keypti bækur (las líka eina) og var hangandi í miðbænum í góða stund.

En vegna mikilla beiðna um að fá ritgerðina þá fann ég aðferð til að fólk geti einfaldlega bara náði í hana á netinu

"Engin skylda að kenna kynfræðslu"

Og þeir sem lesa, ekki segja mér frá málfræði- og stafsetningavillum, alls ekki strax.. kannski eftir 3 daga.

Hrós eða comment um efni hennar er vel þegið.

14 maí, 2007

Ritgerðarskil

BÚINN AÐ SKILA.

2-1, loksins, loksins. Á ekki þetta lengur eftir.

Ritgerðin er að klárast

Var að senda ritgerðina til prentunar. Sendi hana til samskipti í Hverfisgötu, þeir voru ódýrari en háskólafjölritun og sögðust geta klárað að prenta hana út í dag.

en já.. skrifa meira seinna.

11 maí, 2007

3 dagar í skil

Nú er ég steiktur. 6 Tímar í þjóðarbókhlöðunni og ég var hérna til lokunnar.. fyrsta skiptið á ævinni, það er að segja se nemandi.

Var að bæta við heimildum og lesa meira yfir hana með tilliti til athugasemda frá kennara.

Súr, rosa súr.

En þetta þýðir að morgundagurinn verður auðveldari.

10 maí, 2007

Breytt viðmið

var hjá kennaranum áðan og við fórum saman yfir ritgerðina. Það eru nokkrir kaflar sem nauðsynlega þarf að breyta og það mun ekki vera nóg að hafa daginn í dag til þess. Svo að ég mun skila ritgerðinni á mánudag.

Það er hálf fúlt að þurfa skila á mánudag. Helgin er einhvern veginn ónýt vegna þess. En kennarinn sagði að einn kafli sérstaklega þyrfti að vinna við. Kaflinn sem fjallar um íslenskar rannsóknir og þá er ég aðallega að skoða aðrar Ba og Ma ritgerðir. Ekki skemmtilegt efni það.

Búinn að uppfæra niðurtalninguna En einhvern veginn er helgin ónýt.. en ætla samt að taka þátt í kosningum.. verð bara enn að hugsa um ritgerðina.

Síðan á mánudag þá mun ég eyða kvöldinu í að vinna.. pirr..

And now for something completely different

Ætlaði að skrifa um eitthvað allt annað en ritgerðina mína.. en hef ekki hugmynd um hvað það átti að vera.

Eitthvað rosa skemmtilegt.

Jæja það verður víst að bíða betri tíma.

Nú ætla ég að fara í bólið. Orðinn frekar steiktur.

09 maí, 2007

Farin

Það virðast margir hafa verði með þá flugu í kollinum að ég væri búinn að skila ritgerðinni. Svo er ekki. Sú ritgerð sem ég skilaði voru fyrstu drög til kennara.

Nú eru farin af stað síðust drögin til kennarans. 46 síður, 14.228 orð, 75.472 stafir.

Ég ætlaði að skrifa þakkir en þar sem ritgerðin er ekki enn kominn í höfn þá ákvað ég að hætta við það.

Miðvikudagur, Fimmtudagur... Föstudagur. Um klukkan 16:00 verður þessari göngu lokið.

Eftir föstudaginn á ég ekki lengur eftir að gera ritgerðina. Ég get sagt við fólk sem er að tala um Ba ritgerð "þetta er ekkert mál, maður þarf bara að byrja".

Hugsa að ég geti ekki lýst þeirri tilfinningu að þetta sé að verða búið.. hugsa að ég sleppi því þangað til að þetta er búið.

08 maí, 2007

Að nálgast endamörkin

Kristbjörn tók að sér að lesa yfir ritgerðina. Hann er á fullu að fara yfir og það gengur mjög vel. En þetta er mikið verk og aðal verkið er að samþætta stílinn. Ég er víst með stíl sem nefnist "algjör beygla og ringulreið".

Bætti við nokkrum heimildum í ritgerðina og fann eina sem hefði hjálpað mér rosalega.. ef ég hefði fundið hana fyrir 2 vikum.. núna er bara minnst á hana.

Í dag er þriðjudagur, á morgun skila ég lokadrögum til kennarans.. snemma morguns.. mun eflaust fá hana strax aftur um kvöldið eða fyrr part fimmtudags. Þá hef ég einn dag í að leiðrétta helstu agnúana.

Síðan föstudagur... þá eru skil. Þá verður skotist í háskólafjölritun og keypt nokkur stykki af "Engin skylda að kenna kynfræðslu".

Ég hugsa að ég bjóði Kristbirni upp á ís...

05 maí, 2007

Vinna á laugardegi

Ég er búinn að sitja við eldhúsborðið heima hjá mér, fyrir framan tölvuskjá í allan dag, búinn að vera fara yfir ritgerðina með ábendingar kennarans í huga. Frá hádegi til klukkan hálf tíu. Núna er ritgerðin farin til Kristbjörns sem tók að sér það "skemmtilega" verk að lesa yfir hana.

Ég er búinn að taka svona 60 armbeygjur í dag, reyna lyfta mér upp á dótinu hans pabba 6 sinnum (aldrei tekist), tekið þó nokkrar jógastelling, etið (já, etið, ekki borðað, þar sem það myndi ekki lýsa hvernig ég tróð í mig) helling af nammi, drukkið um einn og hálfan lítir af pepsi max og tekið nokkrar box combo.

Þetta er búið að vera erfiður dagur. En ég held að hann sé þess virði.

Jæja best að skella sér í vinnuna.

Spjall við kennarann

Ég fékk ritgerðina í hendurnar í gær aftur frá kennaranum. Ég dvaldi hjá henni í tvo tíma. Hún sagði mér frá hennar áliti á ritgerðinni, sagði að athugunin væri góð og kaflinn sem fjallaði um hana vera nokkuð góðan og það væri lítið við hann að athuga. Einhver texti sem þurfti að laga en ekki mikið annað.

Hitt var annað mál. Bæta við inngang, gera fræðilegri kafla betri þá sérstaklega um námsefnið sem er til og fjalla ítarlega um námskrána. Gera niðurstöðukaflana mun betri og skerpa talsvert á þeim. Það þurfti ekki að laga heimildaskránna.

Hún spurði líka hvort að ég væri lesblindur. Hún sagði að ég flakkaði fram og til baka í tíðum og setningauppsetning hjá mér væri á köflum mjög slæm.

Ég hélt andliti allan tímann meðan ég var ég hjá henni. Eftir að ég rölti út þá var ég alveg tómur, þetta tók rosalega á, mun meira en ég bjóst við.

Ég vissi svo sem að ég væri slæmur í íslensku. En ég veit ekki hvort að ég gerði mér grein fyrir því að ég væri svo slæmur að einhver fékk þörf fyrir að spyrja hvort ég væri lesblindur. Ég gerði mér grein fyrir því að þetta er fötlun ef fólki finnst að ég sé svona slæmur í íslensku. Hvernig get ég skilað skýrslu ef fólk tekur bara eftir málvillum, hvernig get ég kennt í eldri bekkjum grunnskóla ef nemendur fara að leiðrétta mig í stafsetning og málfari?

Ég er tómur, algerlega tómur, fann fyrir því þegar ég gekk út. Finnst ég vera misheppnaður og algerlega týndur. Draumar mínir um að gefa út bók, gerast rithöfundur, mennta mig enn frekar og vera gott fordæmi fyrir aðra til að fylgja eftir.. allir þessir draumar eru einhvern veginn komnir lengra í burtu en þeir voru.

Mig dreymdi illa í nótt og vaknaði um miðja nótt með blóðnasir. Hef stundum fengið blóðnasir upp úr þurru vegna spennu og stress í líkamanum. Ég hef fengið blóðnasir við að lesa spennandi bók svo þetta er kannski ekki óeðlilegt. Eða kannski eru þetta sterkari vísbendingar um geðveiluna í mér?

Ég er kominn með prófarkalesara sem mun fara yfir ritgerðina og er byrjaður að fara yfir ritgerðina með punktunum sem kennarinn lét mig fá. Ég veit að ég mun skila ritgerðinni, en þetta rosa högg á sjálfsvirðinguna og -álitið er eitthvað sem ég verð lengi að jafna mig á.

Ekki svo að skilja að ég viti ekki að ég hef marga góða kosti og ég veit að ég er heppinn vegna þeirra vináttu og fjölskyldu sem ég hef fengið að njóta hingað til. Ég hafði bara meiri trúa á mér.

02 maí, 2007

Ritgerð

Jæja. Búinn að skila fyrstu loka drögum til kennarans. Lét líka úrdrátt og titilsíðu til hans í dag. Ég býst við því að þetta sé lokið nema ef hann segir mér að þetta sé skeinipappír. Sem ég held að gerist ekki.

Spennufallið er ekki komið. Er með smá hnút í maganum yfir því að fá neikvætt svar. En það er ekki stór hnútur.

Á morgun mun ég lesa yfir ritgerðina.. og lesa hana upphátt. Þeir sem vilja hlusta á lesturinn skuli láta mig vita og ég skal senda þeim sama mp3 færslu ;)

Er núna að dúlla mér í roleplay. Hann Leifur er á landinu og er að reyna fullnægja þörfum hans fyrir spileríi. Gengur ekkert sérstaklega vel.