16 maí, 2007

Dagar víns og rósa

Tveir dagar hafa farið í nokkuð afslappelsi. Gærdagurinn fór í bókalestur og almennt hangs og dagurinn í dag er að fara í það líka. Sofa frameftir, lestur o.s.frv.

Mun reyna spila í kvöld en veit ekki hvernig til tekst með það. Á morgun verður kvöld með kærustu og börnum hennar.

Ég á ekki að byrja vinna fyrr en 29. maí og er ég sáttur við það. Ætla mér að kíkja á meistaranám og kynna mér kennararéttinda nám, spái líka í vinnu í haust og fleira til.

Ætla mér að undirbúa roleplay, dúllast í kærustunni (bæta upp fyrir skapið mitt), og bara halda áfram að hangsa. Ef einhver lesandi hefur ekkert að gera á daginn þá er ég svo laus að það hálfa væri nóg.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli