Jæja. Búinn að skila fyrstu loka drögum til kennarans. Lét líka úrdrátt og titilsíðu til hans í dag. Ég býst við því að þetta sé lokið nema ef hann segir mér að þetta sé skeinipappír. Sem ég held að gerist ekki.
Spennufallið er ekki komið. Er með smá hnút í maganum yfir því að fá neikvætt svar. En það er ekki stór hnútur.
Á morgun mun ég lesa yfir ritgerðina.. og lesa hana upphátt. Þeir sem vilja hlusta á lesturinn skuli láta mig vita og ég skal senda þeim sama mp3 færslu ;)
Er núna að dúlla mér í roleplay. Hann Leifur er á landinu og er að reyna fullnægja þörfum hans fyrir spileríi. Gengur ekkert sérstaklega vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli