Kærastan minntist á að við höfðum farið í bíó á myndina Inland Empire. Ég fékk boðsmiða í gegnum kvikmyndaklúbbinn Græna Ljósið og bauð henni á myndina á laugardaginn.
Myndin var alger snilld. Hún var löng (172 mínútur) og var David Lynch mynd í gegn. Súrir karakterar, fáránlegar kringumstæður, tíma- og veruleikaflakk í sinni súrustu mynd.
Allan tímann þá hélt hún manni í spennu og taugatitringi. Hún var ótrúlega "Creepy" og það voru næstum öll atriði myndarinnar voru með einhverri ógn. Notkun hans myndatöku og lýsingunni var ótrúleg.
Mér finnst þetta vera besta mynd David Lynch, fannst hún meika sens á einhvern undarlegan máta. Fyrir mér var þessi mynd spennumynd, jafnvel hryllingsmynd. Hún fjallaði um baráttu við mikla ógn sem sigraðist á endanum.
Endaatriðið þegar stafirnir eru að fara upp er geggjað. Það var einhvern veginn fullnægjandi miðað við það sem hafði gengið á allan tímann, alger °180 beygja.
Þetta var geðveik upplifun og ég mæli hiklaust með henni.
Ritgerðarfréttir. Var að senda kennaranum fyrstu fullkláruðum drögum og er sáttur við það sem ég skilaði. Mjög sáttur. Eflaust á eftir að slípa ýmislegt en held að hún sé bara nokkuð góð.
Þarf að skila tittli strax og er búin að setja niður
"Engin skylda að kenna kynfræðslu"
Kynfræðsla í íslensku skólakerfi.
Hvernig líst ykkur á hann?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli