17 apríl, 2007

Peysa

Ég er ekki peysumaður. Ég er skyrtumaður. En um daginn þá fékk ég leið á skyrtunum og langaði að fara í peysu og komst að því að ég átti enga peysu. Ég sá aftur á móti peysu í Guðsteini Eyjólfssyni á 2000 kall og er nokkuð sáttur við hana þar sem ég sit og skrifa þessi orð.

Það tókst að greina viðtalið í gær og setti það í stóru greininguna. Ég var dreginn í vinnu í morgun (maður getur ekki sagt nei við mömmu sína) en áður en ég mætti þá tókst mér að rita upp skissu af inngangi sem ég þarf að líta betur á.

En kannski má segja það að ég þekki þetta efni mjög vel og á nokkuð auðvelt með að rita niður mínar hugmyndir og mínar pælingar.

Þegar ég er að skrifa þetta niður þá er ég að hlusta á kastljós í kvöld og það er merkilegt hvað það er drullað mikið yfir Framsókn, það er gripið fram í fyrir þeim, það er hrópað að þeim og jafnvel púað (frá öðrum frambjóðendum). Skil svo sem af hverju það er gert en þetta finnst mér nokkuð langt gert? Hann Einar K. er mjög æstur og æsir sig allt of mikið og Grétar Mar er snilldar kall.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli