20 apríl, 2007

Sylvía Nótt/Ágústa Eva

Ágústa Eva sem er þekkt betur undir gervi Sylvíu Nætur er algjör snillingur. Það var viðtal við hana í fréttablaðinu í dag þar sem hún sagði að Sylvía Nótt væri andhetja, að hún væri vondi kallinn.

Þegar það voru sagðar fréttir um að Sylvía Nótt hefði ekki mætt á undirritun í bensínstöð fyrir börn, þá fannst mér það einhvern veginn svo fyndið, hugsaði með mér "við hverju bjóst fólk?". Sylvía Nótt var andstyggileg persóna sem ekkert barn átti að dýrka.

Nú er Ágústa komin úr skápnum og búin að lýsa yfir sannleikanum með þessa persónu. Hún er vondi kallinn, hún er svarthöfði, hún er morðinginn í slasher mynd.. hún er vond persóna.

Finnst þetta stórkostlegt. Hvað ætli margir séu að klóra sér í hausnum yfir þessu og eru að velta því fyrir sér hvað þeir eigi að vera hugsa?

Annars er ég búin með 3 af 7 niðurstöðuköflum um rannsóknina. Búin að skrifa upp innganginn og fara yfir ritgerðina, laga formgalla á heimildaskrá og setja inn efnisyfirlit. Stefni á það að vera búin að skrifa alla niðurstöðukaflana næsta þriðjudag og byrja þá á umræðukaflanum. Er búin að senda kennaranum það sem ég er búin að vera skrifa með einfalda spurningu „Er ég á réttri braut?“ Ef ég fæ jákvætt svar frá henni þá er ég á grænni grein.

Ef ég fæ aftur á móti neikvætt svar.. þá er ég í vandræðum en mun auðvitað vinna mig út úr þeim með aðstoð hennar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli