30 janúar, 2003

Tanntaka

Ég hef ekki bloggað í frekar langan tíma. Aðalega vegna þess að það er búið að vera mikið að gera í vinnunni og síðan er ég búin að vera hálf veikur síðastliðna daga. Ekki beint veikur heldur var endajaxl að pirra mig. Í vinstri efri góm var endajax að gægjast út í heimin og var komin hálfa leið út í kinn. Það var allt orðið bólgið og leiðinlegt. Síðan var ég byrjaður að vera sjúklega andfúll og fann alltaf hræðilegt óbragð í munninum.

Búin að vera hálf pirraður yfir þessu en svo fór ég til tannsa í gær. Ég ætlaði bara að fara í tjékk vegna þess að síðast þegar ég fór í endajaxlatöku þá þýddi það einn og hálfstíma seta í tannlæknastólnum á meðan "sadó" var að stinga, bora, skera, lemja burt EINN endajaxl. Síðan var ég með þvílíkan sársauka í viku eftir á. Ég var búin að lofa sjálfum mér að ég mundi bara láta sérfræðinga sjá um þessi mál. En síðan kom ég til tannsa og hann skoðaði málið og sagði að hann treysti sér alveg til þess að kippa þessum út... hann væri komin langt út og þar sem það er auðveldara að kippa tönn úr efri gómi í burtu þá ætti það að vera ekkert mál.

Ég var skíthræddur! Þegar ég var lítill þá skildi ég ekki þennan ótta við tannlækna, ég fór til tannlæknis og hann boraði og skrapaði osfrv og það var ekkert mál. Síðan fór ég til "sadó" og þá kynntist ég hræðslu, martröðum og barnslegum ótta við þetta fólk sem menntar sig í því að "gera við" tennurnar í okkur. Oft þá hugsa ég til tannlækna og ég fæ svona óttatilfinningu í magann.

En hann tók tönnina úr. Það tók ekki meira en tvær sekúndur.. MESTA lagi tvær! Deyfinginn var ekkert sársaukafull og á meðan ég var að dofna þá gerði hann við fyllingu sem matarleifar höfðu safnast undir og skapað þessa ógeðslegu lykt (og þegar hann var að bora þá gaus upp þessi viðbjóðslegu lykt sem er ólýsanleg). Síðan sagðist hann ætla að taka tönnina og tók einhverja pinna og setti sig í stellingar...

Ég setti mig í stellingar, lokaði augunum, greip um stólarmana og þrýsti neglunum í þá og hugsaði með mér hvað það væri nú gott að fá mömmu til þess að geta haldið í höndina á henni! Fann fyrir því að hann stakk þessum pinna inn í munnin á mér og síðan heyrði ég brothljóð (sem ég kannaðist við fá reynslunni af "sadó") og síðan færði kallin sig og lét tönnina detta á álbakkan sem var hliðiná mér!

Ég hefði getað faðmað mannin. Engin sársauki, ekkert! Tönnin hvarf, ekkert vesen, ekkert rugl!

Segir einn sem er einni tönn færri!

24 janúar, 2003

Ég var gagnrýndur af góðum vini mínum fyrir skrif mín hérna á þessum stað. Til þess að koma í veg fyrir slíkt ætla ég að reyna að segja afhverju ég er að skrifa hérna á vefinn minn.

Ástæðan er einföld. Mig langar til þess. Afhverju er maður að blogga? Til þess að segja eitthvað merkilegt? Oftast þá hefur maður svo lítið að segja að flest af því er nauðaómerkilegt og hvað þá að halda uppi einhverja dagbók sem allir mega lesa. Þegar ég byrjaði að skrifa hérna ákvað ég að bara láta allt flakka, alveg sama hve misgáfað það er. En það mundi aldrei vera neitt persónuleg árás á einhverja persónu. Sérstaklega ekki vini mína.

Ég hef oft tekið þátt í umræðum um pólítik og oft er ég ekkert viss á því hvaða málstað ég á að taka og oft þá hljómar rökin sem umtalaði vinur mun betur. En stundum er maður pirraður og þreyttur á hinum og þessum hlutum og lætur ýmislegt flakka sem á kannski ekki að fara út. En það verður bara að gerast!

Ótrúlegt að maður skuli falla fyrir svona bullli! En þar sem vargur og Salomon eru bæði búin að gera þetta þá skelti ég mér í þetta.

You%20are%20Italian
What's your Inner European?

brought to you by Quizilla


Er þetta eitthvað merkilegt? Ég hef aldrei fílað ítali..... urrrr.... urrr.... Ætli maður taki ekki Jay and Silent Bob stæl á hefnd á þessari quizillu!

23 janúar, 2003

Kennsla

Ég er búin að vera smá í forfallarkennslu upp á síðkastið. Með 8 og 9 ára börnum. Það hefur verið mjög ánægjuleg reynsla... en ég verð að spyrja... var svona leiðinlegt í skólanum þegar ég var lítill? Ég er endalaust að láta þau taka upp hinar og þessar mismunandi bækur og láta þau gera verkefni á fullu. Verkefni sem mér finnst alveg drepleiðinleg (nema stærfræðin).

Þau þurfa að sitja í 80 mín og fylla út verkefni um móðurmál... er það eitthvað sem skólakerfið ætti að vera að gera? Ég er búin að vera læra um menntakerfi í nokkur ár og það öskrar allt á mig að svona eigi ekki að gera hlutina... en síðan veit ég það að það er lítð sem fræðimenn geta gert til að breyta þessu. Það hefur verið reynt oftar en einu sinni en það hefur aldrei gengið til lengdar. Og nú er ég að tala um kennslu sem byggist á að læra einhverjar setningar eða orð, sleppa öllu í sambandi við skapandi og örvandi hugsun....

Síðan var ég að komast að því að 7 strákar eru greindir ofvirkir.. af um 500 manna skóla... það gera 1,4%... nú man ég ekkert eftir hvað margir krakkar af heildafjölda eiga að vera ofvirkir og hvað þá að ég muni skekkjumörkin! En mér finnst eitthvað vera að þessu....

Nú er ég bara að röfla!

22 janúar, 2003

Hægri menn

Ég hneykslast stundum á hægri mönnum... eða réttara sagt mönnum sem eru hægri sinnaðir í pólítískri hugsun. Þ'eirra hugmyndafræði er kapítalisminn og grunnurinn að kapítalisma er náttúran! Já náttúran... sá hæfasti lifir af. Samkeppni í allt... og þá fær maður hæfasta mannin sem efstan. Sá sem er bestur að höndla samkeppnina og stendur sig best í starfinu á auðvitað að halda vinnunni en hinir sem standa sig illa eiga að missa vinnuna. Er það ekki hugmyndafræði hægri manna. Að minkka skatta svo að einstaklingur sem stendur sig vel í vinnu þurfi ekki að halda einhverjum sem standa sig illa uppi.

Stundum er ég sammála þessu. Stundum hugsa ég að kannski er þetta rétta hugsunin. Að einstaklingur er sinn gæfu smiður og hann á að smíða sér sín örlög. Að einstaklingur sem er það viljalaus að geta ekki fengið sér almennilega vinnu eða menntun eigi bara skilið að rotna! Það hugsa ég þegar ég er þreyttur á heimunum og er að gefast upp á þessu blessaða mannfólki.

En oftast er ég hneykslaður á þessu fólki sem lætur þetta út úr sér. Það mætti halda að þetta fólk hafi alls ekki hitt fólk sem þarf á samfélagsþjónustu að halda. Og auðvitað eiga allir að taka þátt í því að borga fyrir þessa þjónustu. Það eru ekki allir menntaðir eða með hálfa miljón á mánuði. Það geta ekki allir verið það! Við þurfum líka fólk sem vinnur nauðsynlega láglauna vinnu! Þannig virkar samfélag! Síðan er eins og þessir hægri menn hugsi ekki til framtíðarinnar. Það geta allir lent í því að örkumlast, fá geðsjúkdóm eða þvíumlíkt. Jafnvel gæti það eignast barn sem er andlega eða líkamlega fatlað (þó að líkurnar á því séu litlar og fara minnkandi vegna "góðra" vísinda). Hvað þá? Nú samkvæmt þeim þá bara æjæj! Greyji einstaklingurinn... vonum það að hann eigi einhvern pening eða eigi einhvern ættinga sem á pening.

Samfélagið? Uss..... Þetta er dog eat wordl og maður verður bara að lifa svoleiðis!

Mig hefur aldrei fundist kjarni náttúrunnar fallegur

20 janúar, 2003

Litblinda

Ég "þjáist" af einkennum sem þekkjast undir nafniu litlblinda. Ég held að ég sé nánar tiltekið með "Protanomaly"

Litblinda. Ég einfaldlega sé ekki alveg eins liti. Mig grunar að ég sjái liti daufari heldur en annað fólk. Norðurljósin eru til dæmir með enga litamismun. Ég hef einu sinni séð litamismunn á Norðurljósunum og það var stórkostlegt. En oftast sé ég bara grán borða upp í himnum. Þetta háir mér ekki neitt. Ég sé alveg umferðarljósin og svo framvegis. En að velja á milli brúna og græna liti er það versta sem ég geri og ég forðast að klæðast öllu sem gæti hugsanlega verið fjólublátt.

Þetta uppgvötaðist ekki fyrr en ég var að taka bílprófið mitt. Áður fyrr grunaði mig þetta, sérstaklega þegar ég sá ekki neitt úr litaspjöldunum en það var aldrei sagt neitt við mig. Maður ýmindar sér munin á skilningum sem hefði fengiðí listatímanum ef maður hefði fengið greininguna fyrr. Þá hefði engið kvartað yfir litavalinu mínu!

En svona er lífið!

18 janúar, 2003

En afhverju spila ég Borak? Hvað var það sem leiddi til þess að ég bjó til þennan karakter?

Þegar ég bjó til hann vildi ég fá karakter sem mundi taka alla mögulega og ómögulega refsingu, að hann myndi þola hinu verstu barsmíðar og geta alltaf staðið upp eftir það. Ég vildi að hann gæti fengið högg frá risa, fljúga 30 metra í klettavegg og geta staðið upp og sagt "Geturu ekki gert betur?". Síðan var ég að vonast eftir því að þetta væri svona .... hmmm... munið eftir Manny úr Ice age? Þannig karakter... væri grumpy, fúll og leiðinlegur en þegar það þyrfti á honum að halda þá væri hann til staðar.

Þannig vildi ég hafa Borak... ég verð að játa að mér hefur ekki tekist að fá út úr honum það sem ég vildi. Alls ekki. Það eru ýmsa ástæður fyrir því... sem er óþarfi að fara úti.

16 janúar, 2003

Það jókst "busy" stigið um helming í gær. Ég fékk að vinna eftirvinnu í gær!

Jíbííííí.... Síðan fór maður að spila og leika sér og vakti langfram eftir nóttu. og mætti í vinnuna klukkan 09:00 og vann í HEILA 8 tíma! Sjitt mar!

En nóg um það.

Mig langar að segja ykkur frá karakternum sem ég er að spila!

Borak "the Boar" Stonetrunk, dvergur sem þurfti að flýja með fjölskyldunni sinni frá dverganámunum sínum út í náttúruna, hann var ungur og man mjög lítið eftir heimili sínu. Fjölskyldan hans eyddi síðan fjölda mörgum árum að berjast við orka og drýsla til þess að endurheimta námuna. En allt kom fyrir ekki. Hann Borak var einna af efnilegustu baradamönnum á svæðinu en hann fékk leið á þessum endalausu bardögum til þess að endurheimta eitthvað sem hann mundi ekki eftir. Svo hann fór, pakkaði saman dótinu sínu og hélt í burtu.
Hann endaði í þorpi þar sem hann fékk vinnu við að gera við vopn og verjur. Var bara vinnumaður meðal presta Týrs. Hann lifði fábrotnu lífi þangað til að vinkona hans, hún Kyra dró hann í einhver ævintýri.
Borak er lítið en mjög þrekin dvergur, Hann er með sítt skegg, sem lítur út fyrir að vera greitt á hverjum einasta degi, það fléttað og það sést ekki slit í því. Hárið á honuim aftur á móti er með öllu ógreitt. Það er einn stór flóki í því og það væri hægt að búa til góða dread loka úr þessu ef einhver mundi taka sig til. Hárið á honum er líka missítt eins og að hann hafi á einhverjum tímapunkti skorið í burtu hluta af hárinu sínu.
Það er ekki hægt að segja að hann sé viðmótsþýður þessi dvergur, hann er ruddamenni hið mesta, dónalegur í alla staði, frekur og hávær. Hann drekkur ótæpilega og það er sjaldan sem hann sést án ölkrúsar við hönd. Hann tekur meira sejga með sér öltunnu í hvert ævintýri sem hann fer. Maður mundi ætla að hann forðaðist fólk og félagskap en það er þvert á móti. Hann sækist í félagskap, spjall og söng (síðan hefur heyrst að í seinni tíð þá sækist hann í dans, en hann mótmælir því kröftulega ef er minnst á það þegar hann er ódrukkin).
Hann er sannur vinur vina sinna. Hann er traustur, heiðarlegur (stundum of) og fórnfús. Peningar, hlutir og aðstoð er eitthvað sem hann álitur vera eign vina sinna. Hann mundi fórna lífinu sínu fyrir vini. En það mætti kannski bæta því að hann á mjög erfitt með að kalla einhvern vin sinn. En þegar hann gerir það þá meinar hann það!

14 janúar, 2003

Þegar mikið er að gera

Þá getur verið erfitt að lifa. Dagarnir síðastliðnir hafa verið þannig að ég er alltaf að hitta fólk, alltaf að gera eitthvað, stússast, spila osfrv. Það getur verið rosalega lýandi. Sérstaklega ef maður sér engan tíma framundan þar sem maður getur bara slappað af og horft á video eða eitthvað álíka heilalaust.

En ég hef valið þetta! Ég vil spila, ég vil hitta fólkið og vil gera það sem tekur minn tíma frá mér. Það er bara þannig! En ég má samt röfla yfir því? Er það ekki?

13 janúar, 2003

Haha

Nú er ég búin að bæta síðuna mína! Ef fólk fílar ekki það sem ég hef skrifað þá getur það röflað í mér og jafnvel hrósað, ef einhver er hrifin af því.

Ég er búin að vera að spá í því afhverju fólk er að blogga. Hvað er þetta mál um að veita einhverju ókunnugu fólki innsýn ínní hugan sinn?

En allavega þá er hægt að röfla í mér núna!

09 janúar, 2003

Kalla vandamál
Póstur um kynferðisafbrotamenn


Ég var á fundi í gær þar sem var rætt um stígamót og starfsemi þeirra. Stígamót er félag sem ég er með mjög blendnar tilfinningar til. Mér finnst starfsemi þeirra nokkuð góð en þær virka stundum á mig eins og nöldrandi kellingar. En í gær þá uppgvötaði ég soldið... það tók langan tíma til þessa að síga inn en á endanum gerði það það.

Á fundinum var einn einstaklingur sem sagði að hann væri ósáttur við stígamót vegna þess að þær hugsuðu bara um fórnarlömbin en ekki gerenduna. Hann sagði að það væri engin hjálp fyrir gerendur kynferðisafbrotamanna, þeir væru bara einir og yfirgefnir, jafnvel væru þeir fórnarlömb sjálfir. Ég var eitthvað ósáttur við þetta en gat samt ekki svarað þessu þá. En með tíð og tíma þá sá ég ljósið! Stigamót er kvennafélag! Félag sem var stofnuð af konum til þess að styðja við bakið á öðrum konum sem hafa lent í kynferðisafbrotum. Með tímanum þá hafa nokkrir karlmenn blandast inní þetta en það þurfti smá tíma til þess að stofna hóp í kringum þá. En aðalega eru þetta konur!

Gerendur kynferðisafbrota eru karlmenn! Afhverju ættu kvennfélag að styðja við bakvið á karlmönnum sem hafa vandamál! Það er engin ástæða fyrir því! Þetta er rusl sem karlmenn eru að draga á eftir sér og þeir ættu að andskotast til þess að hyrða upp ruslið sitt! Við karlmenn ættu að hafa það hugrekki að viðurkenna það að þetta er okkar vandamál! Yfir 95% gerenda kynferðisafbrota eru af okkar kyni! Við getum ekki leytað til einhvers kvennfélags til þess að leysa þetta vandamál! Við þurfum að taka á því! Við þurfum að rannsaka afhverju karlmenn gera þetta, við þurfum að veita þeim þann stuðning svo þeir hætta að framkvæma þessa glæpi!

Við þurfum að viðukenna fyrir alheiminum og okkur sjálfum að þetta er vandamál sem er sprottið frá okkur og við þurfum að leysa það!¨

Og hana nú!

Spurning er samt til staðar... karlmenn... eigum við að flá þá lifandi?

06 janúar, 2003

Draumar

Mig dreymdi draum í nótt sem var blanda af "fistfull of dollars", "the sheepfarmers daughter" e. Elisabeth Moon, "the two towers" og roleplaying hugmyndum mínum af sovereign stone. Geggjaður draumur!

Atburðarásin var á þá leið að ég var hermaður í málaliðaher Við ætluðum að hertaka bæ. Kónugurinn í bænum var nýdáinn og það var valdabarátta í gangi. Hershöfðingin minn sagði að við mundum bíða átekta eftir því að stríðandi fylkingar væru búin að berja hvor örðum áður en við létum til skarar skríða. Ég var sendur inní bæinn til þess að njósna um gang mála. Inní bænum voru blóðugir bardagar og líkin fylltu strætin, ég var að upptekin við það að bjarga börnum og gamalmennum frá blóði og dauða. Í bænum voru þrjú aðalgengi og þegar eitt var búið að sigra hin tvö þá sendi ég eftir hernum. upphófst þá mikil herseta og baradagar á virkisveggjum. Endaði það með sigri málaliðahersins sem gekk síðan berserksgang um bæinn með morðum, nauðgunum og ránum. Þar sem ég hafði kynnst bænum þá fór ég í burtu frá málaliðahernum og síðasta sem ég sá þegar ég leit við öxl á leið minni burt var bærinn í ljósum logum.

Sjitt mar!

03 janúar, 2003

Fáfræði gagnvart hlutverkaspilum

Ég hef upplifað það nokkrum sinnum. Að fólk verði undrandi á því að heyra hvað það er og skilji síðan ekki upp né niður í því afhverju maður er að spila þetta. En það er öruglega sama svar og ef maður spyr fólk sem eyðir klukkutímunum saman að berja bolta sem járnstöng ofan í holur sem er marga tugi metra frá því. Þetta er gaman. Þetta er bara áhugamál eins og hvert annað áhugamál.

En þessi fáfræði virðist ekki vera þessi venjulega fáfræði vegna þess að hlutverkaspili tekur vondan tón þegar það kemur að ofbeldisverkum sem virðast tengjast þeim. Ég las í dag frétt af sænskum strák sem var afhöggvaður. Hræðilegt mál og þessi drengur virtist hafa spilað hlutverkaspil og jafnvel Larp (live action roleplaying game). Og í fréttunum sem ég las voru setningar eins og "Þessi klúbbur sem hann var í gerðu dauðann rómantískan" og "vampírumorð eru ekki fráheyrð, í Bandaríkjunum situr strákur í fangelsi fyrir að hafa myrt foreldra vinkonu sinnar. Hann spilaði svona vampíruleik" (það má bæta því við að þessi Quates eru ekki tekin beint upp úr blöðunum heldur skrifuð eftir minni). Þessi strákur hafði áhugamál, síðan er hann myrtur á hroðalegan hátt og það er strax farið að tala um áhugamál hans. Ég er 100% viss um að ef hann spilaði golf eða skák þá væri ekki þessi tónn í fjölmiðlum. Ekkert annað en fáfræði!

02 janúar, 2003

Nýtt ár er komið

Áramót er alltaf mikill gleðitími fyrir mig. Mér finnst eitthvað nýtt byrja þegar ég horfi á þennan gríðarlega fjölda af flugeldum þjóta upp og þegar ég finn púðurreykinn fara um allt.

Mér hefur alltaf fundist þetta vera nýr tími... ný byrjun þar sem við getum horft til baka og sagt við okkur "þetta er búið, þarf ekki að hugsa meira um það". Tími einhverskonar hreinsunnar. Þar sem ég lagt frá mér gamlar byrðir og sektarkennd og byrjað upp á nýtt. Kannski er þetta einkenn hins samviskulausa þrjóts en mér finnst þetta samt vera gott að geta gert þetta.

Þannig að ég óska ykkur öllum gleðilegt nýtt árs.