En afhverju spila ég Borak? Hvað var það sem leiddi til þess að ég bjó til þennan karakter?
Þegar ég bjó til hann vildi ég fá karakter sem mundi taka alla mögulega og ómögulega refsingu, að hann myndi þola hinu verstu barsmíðar og geta alltaf staðið upp eftir það. Ég vildi að hann gæti fengið högg frá risa, fljúga 30 metra í klettavegg og geta staðið upp og sagt "Geturu ekki gert betur?". Síðan var ég að vonast eftir því að þetta væri svona .... hmmm... munið eftir Manny úr Ice age? Þannig karakter... væri grumpy, fúll og leiðinlegur en þegar það þyrfti á honum að halda þá væri hann til staðar.
Þannig vildi ég hafa Borak... ég verð að játa að mér hefur ekki tekist að fá út úr honum það sem ég vildi. Alls ekki. Það eru ýmsa ástæður fyrir því... sem er óþarfi að fara úti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli