16 janúar, 2003

Það jókst "busy" stigið um helming í gær. Ég fékk að vinna eftirvinnu í gær!

Jíbííííí.... Síðan fór maður að spila og leika sér og vakti langfram eftir nóttu. og mætti í vinnuna klukkan 09:00 og vann í HEILA 8 tíma! Sjitt mar!

En nóg um það.

Mig langar að segja ykkur frá karakternum sem ég er að spila!

Borak "the Boar" Stonetrunk, dvergur sem þurfti að flýja með fjölskyldunni sinni frá dverganámunum sínum út í náttúruna, hann var ungur og man mjög lítið eftir heimili sínu. Fjölskyldan hans eyddi síðan fjölda mörgum árum að berjast við orka og drýsla til þess að endurheimta námuna. En allt kom fyrir ekki. Hann Borak var einna af efnilegustu baradamönnum á svæðinu en hann fékk leið á þessum endalausu bardögum til þess að endurheimta eitthvað sem hann mundi ekki eftir. Svo hann fór, pakkaði saman dótinu sínu og hélt í burtu.
Hann endaði í þorpi þar sem hann fékk vinnu við að gera við vopn og verjur. Var bara vinnumaður meðal presta Týrs. Hann lifði fábrotnu lífi þangað til að vinkona hans, hún Kyra dró hann í einhver ævintýri.
Borak er lítið en mjög þrekin dvergur, Hann er með sítt skegg, sem lítur út fyrir að vera greitt á hverjum einasta degi, það fléttað og það sést ekki slit í því. Hárið á honuim aftur á móti er með öllu ógreitt. Það er einn stór flóki í því og það væri hægt að búa til góða dread loka úr þessu ef einhver mundi taka sig til. Hárið á honum er líka missítt eins og að hann hafi á einhverjum tímapunkti skorið í burtu hluta af hárinu sínu.
Það er ekki hægt að segja að hann sé viðmótsþýður þessi dvergur, hann er ruddamenni hið mesta, dónalegur í alla staði, frekur og hávær. Hann drekkur ótæpilega og það er sjaldan sem hann sést án ölkrúsar við hönd. Hann tekur meira sejga með sér öltunnu í hvert ævintýri sem hann fer. Maður mundi ætla að hann forðaðist fólk og félagskap en það er þvert á móti. Hann sækist í félagskap, spjall og söng (síðan hefur heyrst að í seinni tíð þá sækist hann í dans, en hann mótmælir því kröftulega ef er minnst á það þegar hann er ódrukkin).
Hann er sannur vinur vina sinna. Hann er traustur, heiðarlegur (stundum of) og fórnfús. Peningar, hlutir og aðstoð er eitthvað sem hann álitur vera eign vina sinna. Hann mundi fórna lífinu sínu fyrir vini. En það mætti kannski bæta því að hann á mjög erfitt með að kalla einhvern vin sinn. En þegar hann gerir það þá meinar hann það!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli