02 janúar, 2003

Nýtt ár er komið

Áramót er alltaf mikill gleðitími fyrir mig. Mér finnst eitthvað nýtt byrja þegar ég horfi á þennan gríðarlega fjölda af flugeldum þjóta upp og þegar ég finn púðurreykinn fara um allt.

Mér hefur alltaf fundist þetta vera nýr tími... ný byrjun þar sem við getum horft til baka og sagt við okkur "þetta er búið, þarf ekki að hugsa meira um það". Tími einhverskonar hreinsunnar. Þar sem ég lagt frá mér gamlar byrðir og sektarkennd og byrjað upp á nýtt. Kannski er þetta einkenn hins samviskulausa þrjóts en mér finnst þetta samt vera gott að geta gert þetta.

Þannig að ég óska ykkur öllum gleðilegt nýtt árs.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli