06 janúar, 2003

Draumar

Mig dreymdi draum í nótt sem var blanda af "fistfull of dollars", "the sheepfarmers daughter" e. Elisabeth Moon, "the two towers" og roleplaying hugmyndum mínum af sovereign stone. Geggjaður draumur!

Atburðarásin var á þá leið að ég var hermaður í málaliðaher Við ætluðum að hertaka bæ. Kónugurinn í bænum var nýdáinn og það var valdabarátta í gangi. Hershöfðingin minn sagði að við mundum bíða átekta eftir því að stríðandi fylkingar væru búin að berja hvor örðum áður en við létum til skarar skríða. Ég var sendur inní bæinn til þess að njósna um gang mála. Inní bænum voru blóðugir bardagar og líkin fylltu strætin, ég var að upptekin við það að bjarga börnum og gamalmennum frá blóði og dauða. Í bænum voru þrjú aðalgengi og þegar eitt var búið að sigra hin tvö þá sendi ég eftir hernum. upphófst þá mikil herseta og baradagar á virkisveggjum. Endaði það með sigri málaliðahersins sem gekk síðan berserksgang um bæinn með morðum, nauðgunum og ránum. Þar sem ég hafði kynnst bænum þá fór ég í burtu frá málaliðahernum og síðasta sem ég sá þegar ég leit við öxl á leið minni burt var bærinn í ljósum logum.

Sjitt mar!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli