Þegar mikið er að gera
Þá getur verið erfitt að lifa. Dagarnir síðastliðnir hafa verið þannig að ég er alltaf að hitta fólk, alltaf að gera eitthvað, stússast, spila osfrv. Það getur verið rosalega lýandi. Sérstaklega ef maður sér engan tíma framundan þar sem maður getur bara slappað af og horft á video eða eitthvað álíka heilalaust.
En ég hef valið þetta! Ég vil spila, ég vil hitta fólkið og vil gera það sem tekur minn tíma frá mér. Það er bara þannig! En ég má samt röfla yfir því? Er það ekki?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli