31 janúar, 2005

þunglyndi

Daufur

Ég var lengi að vakna í morgun. Langaði helst að "sofa" yfir mig eða hringja mig inn veikur. Nennti ekki að mæta í vinnu. Hlakkaði ekki til þess að standa í því það sem ég þarf að standa í í dag.

En ég fór á fætur og mætti í vinnu. Sem betur fer. Nýja nýja stelpan er veik og margir mættu seint. Eru tveir tímar síðan ég mætti og ég finn fyrir þyngslum dagsins. Langar mest að skríða undir sæng og fela mig fyrir umheiminum. Get það ekki. Verð að takast á við daginn. Mæta á fund klukkan sex.

Er frekar þungur. En reyni að vera kurteis í símanum, þrátt fyrir dónaskap fólks, langar mest að öskra á fólkið.

jæja.... bezt að halda áfram að vinna.

28 janúar, 2005

Draumur

Draumur

Var að spila CS - eða réttara sagt eitthvað nýtt mod. Var eins og CS... ég var að spila einhvers konar löggu og ég hljóp af stað. Borðið var dökkt og helling af felustöðum. Ég faldi mig fyrir ofan einhverja hurð og beið. Ekki leið á löngu áður en einhverjir komu inn og ég dritaði þá niður. Stökk síðan að hurðinni og henti flassi inn.

Hoppaði inn og dritaði tvo niður, tékkaði á scorinu og sá að ég var lang hæstur. Hljóp aðeins áfram og inn í herbergi. Sá pandabjörn og varð alveg hlessa. Pandabjörninn hreyfði sig og horfði á mig. Opnaði síðan kjaftinn og rauk í mig. Ég reyndi eitthvað að skjóta en hann reif mig í spað.

Horfði síðan á að það komu inn einhverjar ninjur og rústuðu afganginn af liðsmönnum mínum. Voru með heljarstökk, hlupu upp veggi og stukku yfir óvinina. Geðveikt flott.

Þá fór ég aðeins að spá hvað væri að gerast í þessu modi. Þá kom í ljós að maður gat valið hina ýmsu kúnstarinnar aðila. Gat valið einhverskonar ninjur sem gátu falið sig alls staðar. Klifrað upp veggi og hangið næsta vegg, maður gat valið vampýrur og pandabirni.

Ég prófaði þessa ninju og þá kom í ljós að hún var bara með hnífa og svona booby traps. Var alger snilld að spila þann karakter. En það var pain að berjast við pandabjörninn og aðalvampýruna (sem sá í myrkri). En það var snilld að höggva hermennina að ofan með hníf þegar þeir komi inn um hurðina.

Skemmti mér mjög vel í nótt.....

27 janúar, 2005

lítill póstur

Lítið sem ekkert að segja....

Vegabréf - tékk
Gisting - vantar í london, en fjórar nætur (af fimm) komnar í þýskalandi
Plan of action - vantar
spenna yfir ferðinni - tékk.

24 janúar, 2005

Utanlandsferðir

Allt í kássu.

Eins og margir vinir mínir vita þá er ég að spá að fara til þýskalands þann 10.febrúar og dvelja þar til 15.febrúar. Var síðan að spá að fara til Halls sem er í Danmörku og dvelja hjá honum þangað til 20. feb.

En nú er komið babb í bátin. Vinnan er með árshátíð 18-20 febrúar út í London. Hallur á frekar erfitt með að keppa við það. Þannig að ég er að hugsa að fresta ferðinni til Halls um viku eða tvær vikur og koma strax heim frá Þýskalandi og fara síðan til London með vinnunni.

Síðan fer ég til Halls svona hálfum mánuði seinna. Hvernig hljómar það?

21 janúar, 2005

Mikið að gerast

Plön og áætlanir

Það er svo mikið að gerast að ég er með fiðrildi í maganum.

Verður maður ekki að skapa sín eigin örlög?

Ekki er einhver annar að gera það fyrir mann.

18 janúar, 2005

Bits and pieces

Bits

Ég er með bólgna eitla. Bara hægra megin í hálsinum. Verkjar líka í hægra eyrað. Allt nema vera veikur...

Þarf að þrífa heima hjá mér. Tilvonandi herbergisfélaginn kemur í heimsókn og maður þarf að hafa hreint hjá sér. er það ekki?

Ætla að fá mér verkjatöflu.... er að ágerast.. pirr pirr....

Er með eitt leiðinlegasta verkefni ever í vinnunni. Fletta upp misstökum og leiðrétta þau. Jíbíííí.... ekki gaman að grúska í gömlum pappírum og reyna að sjá hvað fór úrskeiðis.

Ætla gera eitthvað annað.

Ekkert annað að gera.. búhúhú... held áfram í verkefninu. Kveiki á tónlistinni. Blanda varð fyrir valinu. Johnny Cash byrjar.. I see darkness. Will Oldham spilar smá undir. Röddin hans kemur rosalega vel út. Þarf eiginlega að hlusta eitthvað meira með honum.

Slow Burn með david bowie tekur við. Finnst það ótrúlega flott lag. Er á plötunni heathen.. nr. 4. Röddin hans kemur ótrúlega við í þessu lagi og í staðin fyrir að syngja áreinslulaust er hann að leggja eitthvað í lagið. Vekur einhverjar tilfinningar upp í mér sem ég hef ekki áttað mig enn á.

Clocks með Coldplay.. lag sem mig langar alltaf að fara dansa við þegar ég heyri það. Er einhver skemmtileg melódía í því.

Er að fara klára fyrsta blaðið í þessu verkefni.. á bara 8 eftir :p sjit...

Smá syrpa með starsailor. Poor misguided fool og fever. Ágæt lög svo sem. renna í gegn áreynslulaust

One með Johnny Cash. Nokkuð gott.

Matur.. hrísgrjónagrautur og með því. Hann var bara nokkuð góður.

Blandann var að klárast þegar ég kom. Heyrði í drive með Rem. Er ágætt en ekkert sérstakt lag.. veit eiginlega ekki hvað það er að gera þarna.

40 mín eftir af vinnunni. Ætla þá að fara í sorpu og henda dagblöðum og pappa og skila dósum og flöskum. Er að losa úr geymslunni. Síðan ætla ég að fara í skólann og setja saman heimildalistann fyrir ritgerðina mína.

17 janúar, 2005

Stafsetning og orðanotkunn

Orðanotkun

Fyrir helgi fékk ég á mig gagnrýni fyrir orðanotkun í síðasta pistli. Eins og margir lesendur af þessari síðu vita þá hef ég verið gagnrýndur mjög oft fyrir stafsetningu og málfræðivillur.

Ég hef reynt að bregðast við þeim gagnrýnisröddum og að mínu áliti hefur það gengið ágætlega. Ég tek gagnrýni ekki vel, ég játa það alveg fúslega. Á oft til að verða sár og fúll ef ég eða mín verk eru gagnrýnd. Oftast þá veit ég að gagnrýninn átti sína ástæðu og er af hinu góða.

en á föstudaginn þá varð ég smá pirraður og það var ekkert að fara. Á laugardaginn áttaði ég mig svo á því af hverju það var. Jú ástæðan var að gagnrýninn átti ekki rétt á sér og byggðist á misskilningi.

Ég sagði "Er að pára mig í gegnum Abarat 2 og það gengur frekar illa." Mér var bent á það að orðið pára þýðir að skrifa en ekki að lesa. Það er rétt en málið er að orðið pára þýðir ekki bara að skrifa. Orðið pára þýðir (samkv. Íslenskri orðabók) skrifa illa, krota, krassa, rissa - Gera e-h illa.

Þegar ég heyri eða sé orðið pára þá sé ég fyrir mér mann sem er að skrifa við lítið ljós, haldandi á fjaðurpenna og dýfandi honum í blekbyttu. Er að reyna skrifa eitthvað við slæmar aðstæður og er ekkert sérstaklega sáttur við það. Þessi tilfinning um erfiði og vesen finnst mér orðið pára útskýra. Sú tilfinning finnst mér koma til skila þegar ég segi "pára" mun betur heldur en þegar ég segi lesa. M.ö.o þá finnst mér pára vera meira heldur en bara lesa (og satt að segja þá styður orðabókin mitt mál þar sem hún segir að pára getur þýtt að gera eitthvað illa).

Það er kannski skiljanlegt að einhverjir hafi lesið eitthvað annað heldur en mína upplifun á orðinu pára. En það er misskilningur sem ég er vonandi búin að leiðrétta núna.

og ég veit að ég er pettí stundum.....


12 janúar, 2005

Hressari eftir þunglyndið

Halló

Er núna miklu hressari heldur en í gær. Er komin með starfsorkuna aftur. Ekki alveg 100 % en hún er að stækka.

Skipti bókinni sem ég fékk frá jóa bró í gær. Er ekki ennþá búin að ákveða mig hvað ég á að kaupa. Langar soldið í Svartur á leik e. Stefán Mána en er ekki svo viss.. er einhver búin að lesa hana þarna úti?

Er að pára mig í gegnum Abarat 2 og það gengur frekar illa. Finnst ekki vera nein þróun á sögunni. Keypti mér bók í gær og er búin með helminginn Funky Buisness. Einhvers konar sjálfshjálpar bók um viðskipti og breytingu á viðskiptaháttum. Mjög áhugaverð. Veitir skemmtilega sýn á það sem er að gerast í nútímanum.

Ef allt gengur eftir þá verð ég einn eftir í kofanum. Herbergisfélaginn er að flytja út. Og síðan fæ ég ennan skjólstæðing. Ætla breyta aðeins til og nýðast meira á þeim næsta herbergisfélaga.


10 janúar, 2005

Í vinnunni

Mættur aftur, ferskur að vanda

Þá er maður mættur í vinnuna aftur og satt að segja þá er ég frekar feginn því að vera mættur. Hundleiðinlegt að vera veikur heima.

En ég finn fyrir því að mig langar ekkert að vera í vinnunni. Hugurinn er einhvers staðar annars staðar.

07 janúar, 2005

Risin frá veikindum

Sivar Zombie

jamm ég er orðin ágætlega frískur. Hélt ég.. mætti í vinnu í morgun, fegin að vera laus úr þeirri prísund sem heimili mitt var orðið. Búin að fá leið á þeim tölvuleikjum sem ég var að spila og búin að horfa á allt of mikið í imbanum.

Leit síðan í spegil áðan. Lít út eins og lifandi dauður. Augun öll rauð og sprungin og ég fölur. Myndarlegur... Líður eins og ég sé á mörkunum. Ætti eiginlega að koma mér heim. Liggja síðan út helgina.

Sjit.. hvað það er leiðinlegt að vera veikur, breyting frá því sem áður var þegar maður var lítill.

04 janúar, 2005

Veikindi

Flensan

Já mér tókst að næla mér í flensuna. Byrjaði að finna fyrir henni á gamlárskvöld, særindi í hálsi, en ákvað að hunsa hana. Var orðin frekar slappur á nýjársdag en fór samt í partí um kvöldið. Á sunnudaginn hitti ég vini mína á groundinu en um kvöldmatarleitið vissi ég að ég væri að ofbjóða sjálfum mér.

Fór heim um kvöldið og fór að vorkenna sjálfum mér.

er búin að gera það síðan. Er horfa á star wars á fullu. Byrjaði á attack of the clones. Horfði á mynidna og síðan aftur með commentary á. Þetta commentary var tilgangslaust. Það kom mjög sjaldan eitthvað fram sem bætti við myndina sjálfur. Oftast var þetta "já þetta atriði er mjög mikilvægt" og síðan kom lýsing á sjálfu atriðinu sem maður var að horfa á.

Myndin sjálf er bara ekkert spes. Mjög flöt og fyrirsjáanleg. Ég bölva Georg Lucas fyrir að leikstýra nýju myndunum. Vissuð þið það að í mynd nr. 5 Empire Strikes back þá skrifar hann ekki einu sinni handritið. Hann er bara titlaður fyrir sögunni.

Þá voru góðir tímar.

02 janúar, 2005

Nýtt ár

Hið gamla og hið nýja

Gamla

*fór til danmerkur og til Englands m.ö.0 fór ekki til neinna nýrra landa.
*labbaði Jökulsárgljúfrin og sá Ásbyrgi
*Byrjaði aftur í skólanum
*Byrjaði að drekka víski í meira magni en áður
*Kláraði ákveðin ævintýrapakka (sovereign stone)
*Komst að því betur og betur að mannkynið á sér enga viðurreisnar von
*ákvað að það væri betra að reyna bjarga manns eigin lífi í staðin fyrir að hugsa um að bjarga einhverjum öðrum
*Dró mig verulega úr Rauða Krossinum og finnst ólíklegt að ég fari í hann aftur.
*kynntist Jungle Speed.
* fór yfir 200 kallinn í launum (grunnkaup)
* eyddi yfir 50 kalli í föt (og fyrst uppdressi þá var jakkanum stolið)

Hið nýja

*Klára skólann.
*fara til Danmerkur og mjög líklega Þýskalands í febrúar.
*Kynna frekar Jungle Speed.
*Segja mig úr L-12 búðinni.
*Halda áfram með Sovereign stone ævintýrið.
*Langar að ganga aftur jökulsárgljúfrin, helst þá með einhverjum (einhverjir memm?)


Annars finnst mér áramótin yndislegur tími. Besti tími ársins að mínu áliti. Hef sjálfur ekkert gaman að skjóta rakettum í loftið en hef svo gaman að því að horfa á þetta sjónarspil. Finn alltaf fyrir einhverri gleðivímu á þessum klukkutíma sem þetta er að ganga yfir. Finn fyrir þeirri tilfinningu að nú er eitthvað nýtt að byrja (sem er auðvitað blekking... en blekking sem ég ætla að halda í).

Þegar ég skrifa þessi orð þá sit ég í stofunni og horfi út úm gluggan. Það er stillt og fallegt og dalurinn sem ég sé yfir er hvítur. ég hugsa um alla vini mína og kunningja, vinnuna mína og framtíðina. Ég finn fyrir sæluvímu. Yndislegri tilfinningu sem ég mundi vilja að allir myndu finna. Eins og það er allt að smella saman. Eins og ég elska ykkur öll.

er að spá að enda þetta með "viss um að ég lendi bílsslysi á eftir" en finnst það ekki nógu gott og lýsandi.

Njótið lífsins og vitið að ég elska ykkur öll (nógu væmið fyrir ykkur?)