18 janúar, 2005

Bits and pieces

Bits

Ég er með bólgna eitla. Bara hægra megin í hálsinum. Verkjar líka í hægra eyrað. Allt nema vera veikur...

Þarf að þrífa heima hjá mér. Tilvonandi herbergisfélaginn kemur í heimsókn og maður þarf að hafa hreint hjá sér. er það ekki?

Ætla að fá mér verkjatöflu.... er að ágerast.. pirr pirr....

Er með eitt leiðinlegasta verkefni ever í vinnunni. Fletta upp misstökum og leiðrétta þau. Jíbíííí.... ekki gaman að grúska í gömlum pappírum og reyna að sjá hvað fór úrskeiðis.

Ætla gera eitthvað annað.

Ekkert annað að gera.. búhúhú... held áfram í verkefninu. Kveiki á tónlistinni. Blanda varð fyrir valinu. Johnny Cash byrjar.. I see darkness. Will Oldham spilar smá undir. Röddin hans kemur rosalega vel út. Þarf eiginlega að hlusta eitthvað meira með honum.

Slow Burn með david bowie tekur við. Finnst það ótrúlega flott lag. Er á plötunni heathen.. nr. 4. Röddin hans kemur ótrúlega við í þessu lagi og í staðin fyrir að syngja áreinslulaust er hann að leggja eitthvað í lagið. Vekur einhverjar tilfinningar upp í mér sem ég hef ekki áttað mig enn á.

Clocks með Coldplay.. lag sem mig langar alltaf að fara dansa við þegar ég heyri það. Er einhver skemmtileg melódía í því.

Er að fara klára fyrsta blaðið í þessu verkefni.. á bara 8 eftir :p sjit...

Smá syrpa með starsailor. Poor misguided fool og fever. Ágæt lög svo sem. renna í gegn áreynslulaust

One með Johnny Cash. Nokkuð gott.

Matur.. hrísgrjónagrautur og með því. Hann var bara nokkuð góður.

Blandann var að klárast þegar ég kom. Heyrði í drive með Rem. Er ágætt en ekkert sérstakt lag.. veit eiginlega ekki hvað það er að gera þarna.

40 mín eftir af vinnunni. Ætla þá að fara í sorpu og henda dagblöðum og pappa og skila dósum og flöskum. Er að losa úr geymslunni. Síðan ætla ég að fara í skólann og setja saman heimildalistann fyrir ritgerðina mína.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli