28 janúar, 2005

Draumur

Draumur

Var að spila CS - eða réttara sagt eitthvað nýtt mod. Var eins og CS... ég var að spila einhvers konar löggu og ég hljóp af stað. Borðið var dökkt og helling af felustöðum. Ég faldi mig fyrir ofan einhverja hurð og beið. Ekki leið á löngu áður en einhverjir komu inn og ég dritaði þá niður. Stökk síðan að hurðinni og henti flassi inn.

Hoppaði inn og dritaði tvo niður, tékkaði á scorinu og sá að ég var lang hæstur. Hljóp aðeins áfram og inn í herbergi. Sá pandabjörn og varð alveg hlessa. Pandabjörninn hreyfði sig og horfði á mig. Opnaði síðan kjaftinn og rauk í mig. Ég reyndi eitthvað að skjóta en hann reif mig í spað.

Horfði síðan á að það komu inn einhverjar ninjur og rústuðu afganginn af liðsmönnum mínum. Voru með heljarstökk, hlupu upp veggi og stukku yfir óvinina. Geðveikt flott.

Þá fór ég aðeins að spá hvað væri að gerast í þessu modi. Þá kom í ljós að maður gat valið hina ýmsu kúnstarinnar aðila. Gat valið einhverskonar ninjur sem gátu falið sig alls staðar. Klifrað upp veggi og hangið næsta vegg, maður gat valið vampýrur og pandabirni.

Ég prófaði þessa ninju og þá kom í ljós að hún var bara með hnífa og svona booby traps. Var alger snilld að spila þann karakter. En það var pain að berjast við pandabjörninn og aðalvampýruna (sem sá í myrkri). En það var snilld að höggva hermennina að ofan með hníf þegar þeir komi inn um hurðina.

Skemmti mér mjög vel í nótt.....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli