Halló
Er núna miklu hressari heldur en í gær. Er komin með starfsorkuna aftur. Ekki alveg 100 % en hún er að stækka.
Skipti bókinni sem ég fékk frá jóa bró í gær. Er ekki ennþá búin að ákveða mig hvað ég á að kaupa. Langar soldið í Svartur á leik e. Stefán Mána en er ekki svo viss.. er einhver búin að lesa hana þarna úti?
Er að pára mig í gegnum Abarat 2 og það gengur frekar illa. Finnst ekki vera nein þróun á sögunni. Keypti mér bók í gær og er búin með helminginn Funky Buisness. Einhvers konar sjálfshjálpar bók um viðskipti og breytingu á viðskiptaháttum. Mjög áhugaverð. Veitir skemmtilega sýn á það sem er að gerast í nútímanum.
Ef allt gengur eftir þá verð ég einn eftir í kofanum. Herbergisfélaginn er að flytja út. Og síðan fæ ég ennan skjólstæðing. Ætla breyta aðeins til og nýðast meira á þeim næsta herbergisfélaga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli