31 janúar, 2005

þunglyndi

Daufur

Ég var lengi að vakna í morgun. Langaði helst að "sofa" yfir mig eða hringja mig inn veikur. Nennti ekki að mæta í vinnu. Hlakkaði ekki til þess að standa í því það sem ég þarf að standa í í dag.

En ég fór á fætur og mætti í vinnu. Sem betur fer. Nýja nýja stelpan er veik og margir mættu seint. Eru tveir tímar síðan ég mætti og ég finn fyrir þyngslum dagsins. Langar mest að skríða undir sæng og fela mig fyrir umheiminum. Get það ekki. Verð að takast á við daginn. Mæta á fund klukkan sex.

Er frekar þungur. En reyni að vera kurteis í símanum, þrátt fyrir dónaskap fólks, langar mest að öskra á fólkið.

jæja.... bezt að halda áfram að vinna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli