Orðanotkun
Fyrir helgi fékk ég á mig gagnrýni fyrir orðanotkun í síðasta pistli. Eins og margir lesendur af þessari síðu vita þá hef ég verið gagnrýndur mjög oft fyrir stafsetningu og málfræðivillur.
Ég hef reynt að bregðast við þeim gagnrýnisröddum og að mínu áliti hefur það gengið ágætlega. Ég tek gagnrýni ekki vel, ég játa það alveg fúslega. Á oft til að verða sár og fúll ef ég eða mín verk eru gagnrýnd. Oftast þá veit ég að gagnrýninn átti sína ástæðu og er af hinu góða.
en á föstudaginn þá varð ég smá pirraður og það var ekkert að fara. Á laugardaginn áttaði ég mig svo á því af hverju það var. Jú ástæðan var að gagnrýninn átti ekki rétt á sér og byggðist á misskilningi.
Ég sagði "Er að pára mig í gegnum Abarat 2 og það gengur frekar illa." Mér var bent á það að orðið pára þýðir að skrifa en ekki að lesa. Það er rétt en málið er að orðið pára þýðir ekki bara að skrifa. Orðið pára þýðir (samkv. Íslenskri orðabók) skrifa illa, krota, krassa, rissa - Gera e-h illa.
Þegar ég heyri eða sé orðið pára þá sé ég fyrir mér mann sem er að skrifa við lítið ljós, haldandi á fjaðurpenna og dýfandi honum í blekbyttu. Er að reyna skrifa eitthvað við slæmar aðstæður og er ekkert sérstaklega sáttur við það. Þessi tilfinning um erfiði og vesen finnst mér orðið pára útskýra. Sú tilfinning finnst mér koma til skila þegar ég segi "pára" mun betur heldur en þegar ég segi lesa. M.ö.o þá finnst mér pára vera meira heldur en bara lesa (og satt að segja þá styður orðabókin mitt mál þar sem hún segir að pára getur þýtt að gera eitthvað illa).
Það er kannski skiljanlegt að einhverjir hafi lesið eitthvað annað heldur en mína upplifun á orðinu pára. En það er misskilningur sem ég er vonandi búin að leiðrétta núna.
og ég veit að ég er pettí stundum.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli