31 maí, 2004

Heimferð

Heimferð

Jæja.. þá er maður að halda heim. Í gær þá fór ég í bíó á myndina "the day after toomorrow" og fannst hún bara nokkuð góð. Hún var óskup fyrirsjáanleg en hún var rosalega flott og mjög spennandi á köflum.

Það var eldað svínakótilettur í gær sem voru bara nokkuð góðar. Lappaði um með hommapokann. Tek mig vel út með hann.

Fór svo í bæinn á djammið og kíktum á nokkra pöbba. Var nú ekki mikið að gera á þeim stöðum en maður drakk nokkra bjóra og lappaði um, ekki með hommapokann, þar sem það er slæm reynsla að fara með svoleiðis hlut á djammið.

En fer af stað klukkan 4 í dag heimferð. Lendi klukkan 10. Ætla ekki að versla neitt, það sem er allt er svo dýrt. En kannski maður kíkir á dvd diskana. Sé til.

29 maí, 2004

Hommapolki

Nýr hommapoki

Er komin með nýjan Hommapoka! Daddarra.... keypti hann í dag í danskri búð. Hann er mun flottari heldur en sá gamli, en kostaði minna.

Annars var dagurinn mjög fínn. 18° stiga hiti og mikil sól. Tók smá lit, RAUÐAN.. pirr...

Vaknaði þegar lítil hnáta fór á flakk, sat á svölunum og sleikti sólina, fór og keypti poka, át risaís (aðhaldið fór út um gluggan við fyrsta bjór), kíkti á Koldinghus sem er nýuppgerður kastali/herragerður, át grillmat, Elli eldaði naut og kjúkling sem desert, síðan lagði maður sig og svo fór ég að skrifa þetta sem ég er að skrifa.. ganglega upplýsingar.. eða þannig..

28 maí, 2004

Danaveldi

Kveðja Frá Dönum

Jæja þá er maður komin til Kolding og er að rita smá póst í tölvunni hans Ella. Ég verð að játa að þetta var snilldarferð. Auðvelt að komast hingað, tók bara rútu.. flugvél.. lest, tók um 8 tíma að koma í heimsókn til fjölskyldunnar.

Hún Regína var fljót að taka við mér, líka hress og egósentrískur krakki (eins og sumir ættingar hennar). Það er ágætt veður hérna og þetta verða öruglega ánægjulegir dagar.

Bið að heilsa upp á skerið.

E.s. Ég byrjaði að lesa Da Vinci lykilinn e. Dan Brown. Satt að segja þá lýtur hún nokkuð vel út.

27 maí, 2004

Fílabeinsturninn

Fílabeinsturninn

Úúú... það er komin svo nýr fítus í blogger.. getur skrifað Titil.

En já.. ég ætlaði ekki að tala um það heldur hverslags bjánaskap fólk heldur um mig.

Á síðastliðnum árum hef ég tekið eftir því að vinir mínir verða með vonbrigðum með mig. Ég geri eitthvað sem það bjóst ekki við af mér. Brugðist fólki.

Ég hef ekki getað sagt mikið þar sem ég hef vitað upp á mig sökina og hef beðist velvirðingar á minni yfirsjón.

En nú er svo komið að ég get ekki sett fólk í flokka vegna þess að ég vildi ekki gera það áður.

Jæja... nú er nóg komið. ÉG ER MANNLEGUR! Ég geri mistök. Ég geri mjög oft hluti sem særir annað fólk, ekki af ásettu ráði. Hver hefur ekki brugðist vini sínum? Hver hefur ekki valdið vonbrigðum? Satt að segja þá finnst mér stundum að fólk haldi að ég sé einhver dýrlingur, að kröfurnar séu of miklar á mér. Síðan gerir maður mistök og fólk verður sárt. Eitthvað sem það sjálft hefur gert marg oft og maður hefur fyrirgefið. Það þoli ég ekki.

Ég skipti um skoðanir. Ég breytist í viðhorfi. Mig langar stundum að rífa nærbuxurnar á einhverjum kvennmanni með tönnunum þótt að sú kona sé að ræða við mig um einhver viskunarmál (svo að maður vitni í Togga). Ég segi hluti sem eru ekki vel ígrundaðir. Ég gleymi hlutum. Ég fresta hlutum. Ég reiðist. Ég sveiflast í skapi. Ég verð fúll.

Er ég sjálfselskur, eigingjarn og tillitslaus? Nei aðeins með þessa mannlegu þætti sem gerir mig að því sem ég er.

Mér þykir vænt um vini mína. Ég veit að þeir eru breyskir og mannlegir. En mér þykir vænt um þau öll. Það eina sem ég þoli ekki að fólk haldi að ég geti meira en ég get. Pirr Pirr Pirr....

26 maí, 2004

Hinn bæklaði Sívar

Ég ætlaði að gera mér glaðan dag í gær og gefa sjálfum mér veglega afmælisgjöf. Ég ætlaði að gefa mér sandala!

Já sandala. Af hverju er það vandamál hjá mér? Jú það er vegna þess að ég er bæklaður, ekki mikið en þarf að nota innlegg, ef ég ætla að kaupa mér sandala þá þarf ég að breyta sandölunum og það kosta auka 5000 kall. En ég ætlaði að láta verða af því að kaupa mér góða sandala og fara í smá göngugreiningu (sem ég þarf að láta gera til þess að vita hvernig innlegg ég þarf að nota).

En allt breytist í gær. Ég fór í göngugreiningu og það koma í ljós að annar fóturinn er styttri en hinn og líklega er það hluti af skýringunni af bakverkunum mínum. Þannig að ég þurfti að kaupa ný innlegg (sem ég fæ eftir 10 daga) og stelpan í búðinni (mjög sæt) sagði að það væri viskulegt að bíða með að kaupa sandala þangað til að einhver reynsla er komin af nýja innlegginu. Þessi ráðgjöf og nýja innleggið kostaði 10 þús kall.

Þannig að afmælisgjöfin þarf að bíða betri tíma. Búhúhú....

24 maí, 2004

Ferðalag

Ég ætla ferðast um Ísland í sumar. Ætlaði að ferðast í mánuð en mjög líklega mun vinningurinn breyta því.

En hvað á ég að gera? Hvað á ég að sjá? Eru þið með einhverjar tillögur? Hvað á Íslandi er ómissandi?

Svör óskast.

21 maí, 2004

Annir

Heimili mitt er í rúst. Þegar hersingin fór í nótt (02:30) þá var heilu staflarnir af óhreinu diskum, glösum inní eldhúsum, 2 kökuform drulluskítug liggjandi í bleytu, fat með skyri á eldavélinni, glös út um alla íbúð (klósetti, svefnherberginu mínu), búið að dreifa dúk á gólfinu á bókasafnsherberberginu, eldhúsborðið var drulluskítugt og var inní stofu, o.s.frv.

Í dag strax eftir vinnu fer ég á Aðalfund Rauða Krossins sem verður haldin á Selfossi. Þar verð ég fram á sunnudag. Sjit sjit sjit.. heimilið þarf að vera í rúst þangað til á sunnudag. Ég vona að herbergisfélagin minn klagi ekki.

Annars var þetta alger snilld. Ég spila tvo Catan og einn Zombie. Tapaði þeim öllum en var í öðru sæti í Zombie. Kökurnar sem ég bakaði gengu vel í mannskapinn. Ég fékk minnst af kanínufóðrinu þar sem frænkur mínar stukku á þetta og rifu þetta í sig við mikinn hamagang. Ég fékk eina paprikusneið... engan kirsuberjatómat né jarðaber.

En þakka ykkur öllum sem óskuðu mér til hamingju og síðan miklu meiri þakkir sem gáfu mér gjafir (Stefán, Linda, Jóhann og Elísa, Eva Dögg, Ívar og HB-Systkinin, Mamma og Pabbi, Óli Bergur og fjölskylda.. ok.. ég skal segja Halli og Hlölli).

Og Óli.. dagur 3 í armbeygjum.. muhahahaha.... Það mun halda áfram!

19 maí, 2004

Afmæli

Þann 20. maí fæddist fyrir 27 árum lítill drengur. Á morgun verður afmælið mitt.

Það verður ekki mikið um húllum hæ.. en ég ætla bjóða fólki heim í Catan og kökur. Ætla meira að segja reyna hafa einhverjar veitingar, sumar verða fyrir mig (kanínufóður og vatn) og aðrar fyrir annað fólk. Já ef þú þekkir mig og finnst gaman að spila Catan þá er þér velkomið að koma. Ég á bara eitt spil svo að það væri gaman ef fólk myndi koma með sín eigin spil.

það er líka afmælisdagurinn hans Óla Bergs. Drengs sem ég fékk í afmælis gjöf fyrir 5 árum síðan.
He is stealing my thunder.

18 maí, 2004

Aðhald.

Jæja ég ætla fara í aðhald, fara í megrun, létta mig, fara að æfa, éta minna, draga úr belgnum, losa mig við björgunarhringinn, verða stæltur og sætur, aukakílóin eiga að fjúka, hætta drekka gos, hætta drekka nammi, borða hollan (vondan) mat.

Já ég ætla fara í "aðhald". Svolítið merkileg ef maður spáir í það. Þetta orð.. aðhald... að halda aftur að sér.. nú er það tískuorð, kemur í staðin fyrir megrun. Megrun er víst ofrið neikvætt og enginn vill fara í megrun í dag. En allir fara í aðhald.

Annars er ég að fara í frekar nútímalegan megrunarkúr. Á ekki að vera svangur en borða helling af kanínufóðri (epli, banana, appelsínur), lítið af fitu og ekkert nammi, ruslfæði eða neitt álíka. Fékk þessa pyntingaraðferð frá yfirmanni í vinunni sem notaði þetta með mjög góðum árangri.

Og til þess að bæta þetta hef ég ákveðið að gera smá líkamsrækt í vinunni. Taka armbeygjur á 2 klukkustunda fresti.

17 maí, 2004

Tómur

Ég upplifi mig tóman sem stendur. Það var sagt upp samstarfsmanni í vinnunni hjá mér í dag. Það var svo sem skiljanlegt af hverju það var gert og satt að segja þá hefði ég verið búin að þessu fyrir löngu. En samt var þetta leiðinlegt og ég fékk smá þungt skap í dag útaf þessu.

bara láta ykkur vita.
Fleiri sögur héðan og þaðan

Kláraði Öxin og Jörðin e. Ólaf Gunnarson. Mögnuð bók, skemmtileg aflestrar og áhugaverð sýn á þessa atburði. Hann Ólafur er augljóslega með þá söguskoðun að Danir voru vondir við Íslendinga. Ég get alveg ýmindað mér að svona hafa atburðirnir gerst og að mínu áliti þá var allt sett raunverulega fram.
Byrjaði og kláraði Átta gata Buick e. Stephen King. Fannst hún bara nokkuð skemmtileg, furðuleg á köflum en alveg innan ramma Stephen Kings.

Var veikur á föstudaginn, komin með einhvern hitavott og hálsinn var að farast. Búin að jafna mig á þessu.

Fór í júróvisijón partí á laugardaginn í vinunni og lendi síðan í frekar súru eftirpartíi í Hafnarfirðinum þar sem var hlustað á Leonard Cohen og rætt ýmis merkismál... samt aðallega um vinnuna.

Í gær ryksugaði ég íbúðina og gerði hana fína.

Hef ákveðið að næsta bókatímabil verður sagnfræði. Ætla að reyna lesa nokkrar bækur sem hafa setið upp í hillu í smá tíma. Byrjaður á Six days of war e. Michel B. Oren. Ætti að vera nokkuð áhugaverð.

13 maí, 2004

Sögur héðan og þaðan.

One to go. Er búin með Einhverskonar Ég e. Þráin Bertelsson. Er ein besta bók um þetta tímabil sem ég hef lesið. Nær manni alveg ótrúlega. Ég veit eiginlega ekki hvað ég skal segja annað en... náið ykkur í eintak, ég get lánað bókina mína. Er byrjaður á Öxin og Jörðin e. Ólaf Gunnarson.

Er að missa röddina. Er komin með einhvern kverkaskít og röddin mín er að verða með viskí keim. Ekki gaman.

Ég var að klóra mér í pungnum í gær, eins og allir mannsæmandi karlmenn gera, þegar það brotnaði talan af buxunum mínum. Ég hélt að þráðurinn hafi slitnað... en nei.. það var talan sem lét undan. Allar tölur eru með svona fjögur göt og síðan smá kross og það var krossinn sem brotnaði. Það var ekki gaman... líka glænýjar buxur.11 maí, 2004

Hinn nýi Sivar

Ég uppgötvaði í gær að ég er breyttur maður. Ég er búin að missa trú á mannkyninu. Ég er orðin bitur.

Einn félagi minn lýsti því yfir að herra Rumsfeld ætti að segja af sér og satt að segja þá fannst mér það svo fráheyrt að hann mund gera það. Fannst það ótrúlegt að einhver skyldi segja svona. Sagði síðan mína skoðun að þetta yrði sett í einhvern búning og einhverjir blórabögglar yrðu hengdir og það myndi ekki breyta neinu. Nema næst þá myndu hermenn fara varlegar, og sleppa því að taka myndir af þessu.

En þeir töluðu um ábyrgð Rumsfelds og að svona hlutir ættu ekki að gerast. Ég var hlessa og sagði að svona hlutir gerðust í öllum stríðum og væri eiginlega hluti af stríðum.

Með öðrum orðum... ég er orðin bitur og afhuga mannfólkinu. Fyrir nokkrum mánuðum síðan hefði ég orðið reiður út í Rumsfeld og tekið heilshugar undir þá kröfu að hann ætti að segja af sér. Verið sammála því að svona hlutir ættu alls ekki að gerast og Rumsfeld kallin ætti að sýna einhverja ábyrgðartilfinningu.

Satt að segja þá líkaði mig betur við gamla Sivar.... en ég held að hann komi ekki til baka....

10 maí, 2004

Fréttir

Enders game

Fleiri upplýsingar
Tónleikar, Esjan, Bíó og "two down, two to go"

Ég byrjaði helgina með því að fara á tónleika. Bang gang. Eiginlega eins mans hljómsveit sem hefur fengið til liðs við sig hljómfæraleikara og söngvara.

Þetta eru fyrstu tónleikarnir sem ég hef gengið út af. Ég hef alltaf fílað tónlistina hans Barða eftir að fyrsta platan hans kom út en þessi tónleikar voru hrein hörmung. Tónlistin var líflaus og flöt, trommuleikarinn stóð alls ekki fyrir sínu og þegar trommurnar komu inn (sem er frekar oftar þar sem þetta er tölvutónlist með miklum trommum) þá dó eiginlega tilfinningin. Engin kraftur og engin sál í þessu. Síðan var bjórinn vondur (volgur eða bragðvondur). Svo maður fór á dubliners og hlustaði á Atómstöðina sem var bara helvíti fín.

Ég tók mig til og fór til að labba upp á Esjuna. Eftir 10 mín gang upp fjallið fór mjóbakið að kvarta, eftir 20 mín var það byrjað að öskra og eftir 30 mín var heill kór byrjaður að taka lagið í bakinu. Ég var með nokkrum vinum mínum og einn af þeim var að upplifa álíka ástand og þess vegna gat ég réttlætt fyrir sjálfum að fara ekki alla leið upp.

En ég hugsa að ég reyni aftur á morgun ef veður leifir. Alveg sama hvort ég þurfi að líða vítiskvalir. Ég mun sigra þetta fjall!

Á sunnudeginum tók ég til í íbúðinni, fór í göngutúr og lá í sólinni og las. Það var góður dagur. Verst að kvöldið var ekki eins gott. Ég tók þá ákvörðun að fara á Van Helsing. Hefði mátt sleppa því. Flottar tæknibrellur, flottir varúlfar. En vá... hvað er fólk að hugsa að búa til svona mynd? Hún var Heimsk, fyrirsjáanleg og alger klisja.

Er búin með Ósköpin Öll e. Flosa Ólafsson. Átti að vera svona sambúðarbók þar sem farið er yfir sannleikann í sambúð þeirra hjóna Flosa og Lilju. Ekki var mikill sannleikur í þessari bók, helling af pistlum sem er hægt að nota eitt orð yfir: Karlrembu. En hún var skemmtileg og mjög fyndin. Þetta er eiginlega bók sem maður á að lesa svona einn og einn pistill. Ekki lesa hana alla í einu. Mæli með henni.

Er síðan að lesa Einhvers konar ég e. Þráin Bertelsson. Hún er ein besta Íslenska ævisaga sem ég hef lesið. En þar sem ég er ekki alveg búin með hana (á 50 bls. eftir) þá ætla ég að tala betur um hana seinna.

07 maí, 2004

Hafþór Brynjar heitir risastrákurinn og er Evu og Ívarsson
One down, three to go.

Búin með Hr. Alheim e. Hallgrím Helgason. Fannst hún mjög skemmtileg aflestrar. Varð heillaður af uppsetningunni á fyrstu blaðsíðunni og húmorinn í bókinni var að mínu skapi. Guð var frábær karakter sem gaman var að fylgjast með. Nordor mannþjóðin (sem hefur bara eitt sæði og er líkara fiski en mannfólki) var frábært dæmi um þvílíkt hugmyndaflug Hallgríms.

Ég varð nú að játa að mér fannst hann fatast flugið þegar koma að helvíti (andhverfunni). Þá hvarf einhvern vegin húmorinn og bókin varð frekar daufleg á þeim köflum. Fannst sá hluti vera alltof langur. Bókin endaði líka frekar snubbótt.

En það var alveg þess virði að lesa hana.

Nú er ég byrjaður að lesa ósköpin öll e. Flosa Ólafsson. Í þeirri bók er hann að svipta leyndadómum sambýlis. Pistlarnir hans eru þrælfyndnir og hann skrifar mjög skemmtilega.

06 maí, 2004

Mannanöfn

Risastrákurinn sem fæddist þann 3 þessa mánaðar ætlar að skírast á morgun. Ég er nú ekki viss að hann hafi tekið þessa ákvörðun um að ganga inní kristið samfélag af vel ígrunduðu máli, en ég held að ég láti það liggja á milli hluta.

En Klukkan eitt á spítalanum verður 57 cm skýrðir. Hreggviður Ormur Ívarsson.. veit nú ekki af hverju mér datt þetta nafn í hug en það hljómar ágætlega. Annars væri ég sáttur við Jens Ívarsson (en eitthvað efast ég um að það nafn eigi upp á pallborðinu).

Hvað hljómar vel með Ívarsson? Páll, Jóhannes, Bjartur, Dagur, Árni, Ingi, Albert, Björn, Gunnar,...

En ég er búin að ákveða að barnið mitt verður skýrt eitthvað eitthvað Jens og (insert apropriate girl name here)son/dóttur. Skil ekki af hverju fólk er ekki búið að taka þá hefð upp. Að skýra barnið eftir báðum foreldrum er auðvitað málið. Annað er nú bara ójafnrétti og bull.

Ég er femínisti af því að ég veit að það er ekki jafnrétti milli kynja og ég geri eitthvað í því... áletrun sem ég las á bol þann 1.maí síðastliðin. Nokkuð flott slagorð en frekar langt... vantar meiri katcí tón í það!

05 maí, 2004

Fréttir

1.Ritskoðað.. ef ég myndi segja þetta þá mundi ég fá alltof mikið af "ojj..." eða "ég bíð þér ekki í heimsókn" osfrv. Þannig að ég ætla að sleppa Því.
2. Systir mín eignaðist stærðarinnar strák. Hélt á honum í um það bil þrju korter. Er með blá augu og það er rauður keimur í hárinu hans. Þegar hann grætur þá er hann smá tíma að undirbúa sig og síðan kemur heljarinnar öskur. Fallegt barn.
3. Er komin með herbergisfélaga. Fínn gaur.
4. Er að fara á Kraftwerk. Verð í gæslu. Hlakka soldið til að fara en vegna atriðis nr. 1 þá væri mjög þægilegt að fara heim.

04 maí, 2004

Nýtt líf

Ég eignaðist nýjan frænda í gær, eiginlega eignaðist ég tvo nýja fjölskyldumeðlimi. Systir mín eignaðist dreng 18,5 merkur og 57 cm og frænka mín eignaðist stúlku. Báðar á sama deginum.

Til hamingju Ívar, Eva og Hafdís.

03 maí, 2004

Bækur

Ég var að klára tvær bækur sem ýttu undur gríðarlegt vonleysi yfir ástand heimsins í dag. No end to War e. Walter Laquer og Straw Dogs e. John Gray.

No end to war fjallar um ástand og þróun Hryðjuverka á tuttugustu öldinni og reynir að rýna í framtíðina. Lestur sem vakti hjá mér mikinn óhug. Straw dogs fjallar aftur á móti um manneskjuna og hugsunarhátt hennar. Hann sýnir manni á frekar raunsæjan máta að mannfólk eru bara dýr sem eru föst í þörfum.

Þessar tvær bækur hafa staðfest það sem ég hef verið lengi að hugsa. Að siðmenning sé bara blekking. Ég hef alltaf haldið að mannfólkið sé siðmenntað og gott. Að stríð eigi eftir að heyra sögunni til osfrv. Nú er ég vaknaður af þessum barnablundi. Mannfólkið er fangi tilfinninga og hlutir eins og rök, skipting á skoðunum, ákvarðanir teknar af vel ígrunduðu máli o.fl. er bara hrein og klár blekking, sem við notum jafnvel til að blekkja okkur sjálf.

En núna ætla ég að skipta um gír og fara lesa Íslenskar bækur. Var á rölti um daginn og sá Hr. Alheimur e. Hallgrím Helgason og keypti mér hana. Síðan í gær þá lappaði ég inní Pennan austurstræti og tók smá kast. Keypti 3 bækur. Öxin og Jörðin e. Ólaf Gunnarson, Einhverskonar ég e. Þráin Bertelsson og Síðan bókina eftir hann Flosa Ólafson (sambúða bókina... man ekki hvað hún hét).

Næsta skref er að lesa þær.
1. maí

Á baráttudegi verkalýðsins fór Sivar í kröfugöngu. L-12 var lokuð og af einhverjum undarlegum örsökum þá dróst hann að Hallgrímskirkju.

Það var nú ekki mikill fjöldi komin saman þegar ég mætti. Ég fékk mér sæti á einn bekk og spáði í því hvort ég ætti að taka þátt í þessu.

Síðan þegar gangan fór af stað þá stóð ég upp og blandaði mér í hana. Lappaði bakvið Fánabera Félag Bókagerðarmanna. Ekki af neinni sérstakri ástæðu. Þetta bara gerðist. Rölti með fólkinu þar sem það var að óska hvert öðru til hamingju með daginn og spjallaði saman um hinu ýmsu mál.

Hitti auðvitað einhverja sem ég þekkti og spjallaði við þá. Hlustaði síðan á ræðurnar og satt að segja hundleiddist með þær. Talað endalaust um stöðuleika í þjóðfélaginu og verkamenn þurfa að stuðla að honum, sama endalausa þvælan og hræðslan.

Fór svo í 1.maí kaffi. Byrjaði á Samfylkingunni (Hótel Borg), flúði frá þeim fljótlega vegna leiðinlegra ræðuhalda og kostnaðar. Næst var það BSRB (Skrifstofu BSRB á Rauðárstíg) það hefur aldrei klikkað hingað til. Efling (kiwanis salurinn á Engjateigi) var næst, vissi ekkert hvar kaffið var en hitti einhvern gamlan kall sem skutlaði mér á staðinn, var gos á staðnum og kaffimetið var ekkert sérstakt en heiti rétturinn var ágætur.

Á Eflingar kaffinu hitti ég R-ið og GEB og eftir át og spjall var ákveðið að stoppa á VR (Broadway) þar var allt tómt þegar við komum en starfsfólkið var það elskulegt að leyfa okkur að setjast niður og háma í okkur meðlæti. Ég var svo saddur að ég fékk mér bara vatn og flatkökur með hangiketi.

Síðan var sest við tölvuspil og teknir nokkrir hernaðarleiki á veraldarvefnum.

Mikil baráttudagur það.