27 maí, 2004

Fílabeinsturninn

Fílabeinsturninn

Úúú... það er komin svo nýr fítus í blogger.. getur skrifað Titil.

En já.. ég ætlaði ekki að tala um það heldur hverslags bjánaskap fólk heldur um mig.

Á síðastliðnum árum hef ég tekið eftir því að vinir mínir verða með vonbrigðum með mig. Ég geri eitthvað sem það bjóst ekki við af mér. Brugðist fólki.

Ég hef ekki getað sagt mikið þar sem ég hef vitað upp á mig sökina og hef beðist velvirðingar á minni yfirsjón.

En nú er svo komið að ég get ekki sett fólk í flokka vegna þess að ég vildi ekki gera það áður.

Jæja... nú er nóg komið. ÉG ER MANNLEGUR! Ég geri mistök. Ég geri mjög oft hluti sem særir annað fólk, ekki af ásettu ráði. Hver hefur ekki brugðist vini sínum? Hver hefur ekki valdið vonbrigðum? Satt að segja þá finnst mér stundum að fólk haldi að ég sé einhver dýrlingur, að kröfurnar séu of miklar á mér. Síðan gerir maður mistök og fólk verður sárt. Eitthvað sem það sjálft hefur gert marg oft og maður hefur fyrirgefið. Það þoli ég ekki.

Ég skipti um skoðanir. Ég breytist í viðhorfi. Mig langar stundum að rífa nærbuxurnar á einhverjum kvennmanni með tönnunum þótt að sú kona sé að ræða við mig um einhver viskunarmál (svo að maður vitni í Togga). Ég segi hluti sem eru ekki vel ígrundaðir. Ég gleymi hlutum. Ég fresta hlutum. Ég reiðist. Ég sveiflast í skapi. Ég verð fúll.

Er ég sjálfselskur, eigingjarn og tillitslaus? Nei aðeins með þessa mannlegu þætti sem gerir mig að því sem ég er.

Mér þykir vænt um vini mína. Ég veit að þeir eru breyskir og mannlegir. En mér þykir vænt um þau öll. Það eina sem ég þoli ekki að fólk haldi að ég geti meira en ég get. Pirr Pirr Pirr....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli