1. maí
Á baráttudegi verkalýðsins fór Sivar í kröfugöngu. L-12 var lokuð og af einhverjum undarlegum örsökum þá dróst hann að Hallgrímskirkju.
Það var nú ekki mikill fjöldi komin saman þegar ég mætti. Ég fékk mér sæti á einn bekk og spáði í því hvort ég ætti að taka þátt í þessu.
Síðan þegar gangan fór af stað þá stóð ég upp og blandaði mér í hana. Lappaði bakvið Fánabera Félag Bókagerðarmanna. Ekki af neinni sérstakri ástæðu. Þetta bara gerðist. Rölti með fólkinu þar sem það var að óska hvert öðru til hamingju með daginn og spjallaði saman um hinu ýmsu mál.
Hitti auðvitað einhverja sem ég þekkti og spjallaði við þá. Hlustaði síðan á ræðurnar og satt að segja hundleiddist með þær. Talað endalaust um stöðuleika í þjóðfélaginu og verkamenn þurfa að stuðla að honum, sama endalausa þvælan og hræðslan.
Fór svo í 1.maí kaffi. Byrjaði á Samfylkingunni (Hótel Borg), flúði frá þeim fljótlega vegna leiðinlegra ræðuhalda og kostnaðar. Næst var það BSRB (Skrifstofu BSRB á Rauðárstíg) það hefur aldrei klikkað hingað til. Efling (kiwanis salurinn á Engjateigi) var næst, vissi ekkert hvar kaffið var en hitti einhvern gamlan kall sem skutlaði mér á staðinn, var gos á staðnum og kaffimetið var ekkert sérstakt en heiti rétturinn var ágætur.
Á Eflingar kaffinu hitti ég R-ið og GEB og eftir át og spjall var ákveðið að stoppa á VR (Broadway) þar var allt tómt þegar við komum en starfsfólkið var það elskulegt að leyfa okkur að setjast niður og háma í okkur meðlæti. Ég var svo saddur að ég fékk mér bara vatn og flatkökur með hangiketi.
Síðan var sest við tölvuspil og teknir nokkrir hernaðarleiki á veraldarvefnum.
Mikil baráttudagur það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli