07 maí, 2004

One down, three to go.

Búin með Hr. Alheim e. Hallgrím Helgason. Fannst hún mjög skemmtileg aflestrar. Varð heillaður af uppsetningunni á fyrstu blaðsíðunni og húmorinn í bókinni var að mínu skapi. Guð var frábær karakter sem gaman var að fylgjast með. Nordor mannþjóðin (sem hefur bara eitt sæði og er líkara fiski en mannfólki) var frábært dæmi um þvílíkt hugmyndaflug Hallgríms.

Ég varð nú að játa að mér fannst hann fatast flugið þegar koma að helvíti (andhverfunni). Þá hvarf einhvern vegin húmorinn og bókin varð frekar daufleg á þeim köflum. Fannst sá hluti vera alltof langur. Bókin endaði líka frekar snubbótt.

En það var alveg þess virði að lesa hana.

Nú er ég byrjaður að lesa ósköpin öll e. Flosa Ólafsson. Í þeirri bók er hann að svipta leyndadómum sambýlis. Pistlarnir hans eru þrælfyndnir og hann skrifar mjög skemmtilega.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli