Mannanöfn
Risastrákurinn sem fæddist þann 3 þessa mánaðar ætlar að skírast á morgun. Ég er nú ekki viss að hann hafi tekið þessa ákvörðun um að ganga inní kristið samfélag af vel ígrunduðu máli, en ég held að ég láti það liggja á milli hluta.
En Klukkan eitt á spítalanum verður 57 cm skýrðir. Hreggviður Ormur Ívarsson.. veit nú ekki af hverju mér datt þetta nafn í hug en það hljómar ágætlega. Annars væri ég sáttur við Jens Ívarsson (en eitthvað efast ég um að það nafn eigi upp á pallborðinu).
Hvað hljómar vel með Ívarsson? Páll, Jóhannes, Bjartur, Dagur, Árni, Ingi, Albert, Björn, Gunnar,...
En ég er búin að ákveða að barnið mitt verður skýrt eitthvað eitthvað Jens og (insert apropriate girl name here)son/dóttur. Skil ekki af hverju fólk er ekki búið að taka þá hefð upp. Að skýra barnið eftir báðum foreldrum er auðvitað málið. Annað er nú bara ójafnrétti og bull.
Ég er femínisti af því að ég veit að það er ekki jafnrétti milli kynja og ég geri eitthvað í því... áletrun sem ég las á bol þann 1.maí síðastliðin. Nokkuð flott slagorð en frekar langt... vantar meiri katcí tón í það!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli