21 maí, 2004

Annir

Heimili mitt er í rúst. Þegar hersingin fór í nótt (02:30) þá var heilu staflarnir af óhreinu diskum, glösum inní eldhúsum, 2 kökuform drulluskítug liggjandi í bleytu, fat með skyri á eldavélinni, glös út um alla íbúð (klósetti, svefnherberginu mínu), búið að dreifa dúk á gólfinu á bókasafnsherberberginu, eldhúsborðið var drulluskítugt og var inní stofu, o.s.frv.

Í dag strax eftir vinnu fer ég á Aðalfund Rauða Krossins sem verður haldin á Selfossi. Þar verð ég fram á sunnudag. Sjit sjit sjit.. heimilið þarf að vera í rúst þangað til á sunnudag. Ég vona að herbergisfélagin minn klagi ekki.

Annars var þetta alger snilld. Ég spila tvo Catan og einn Zombie. Tapaði þeim öllum en var í öðru sæti í Zombie. Kökurnar sem ég bakaði gengu vel í mannskapinn. Ég fékk minnst af kanínufóðrinu þar sem frænkur mínar stukku á þetta og rifu þetta í sig við mikinn hamagang. Ég fékk eina paprikusneið... engan kirsuberjatómat né jarðaber.

En þakka ykkur öllum sem óskuðu mér til hamingju og síðan miklu meiri þakkir sem gáfu mér gjafir (Stefán, Linda, Jóhann og Elísa, Eva Dögg, Ívar og HB-Systkinin, Mamma og Pabbi, Óli Bergur og fjölskylda.. ok.. ég skal segja Halli og Hlölli).

Og Óli.. dagur 3 í armbeygjum.. muhahahaha.... Það mun halda áfram!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli