Hinn nýi Sivar
Ég uppgötvaði í gær að ég er breyttur maður. Ég er búin að missa trú á mannkyninu. Ég er orðin bitur.
Einn félagi minn lýsti því yfir að herra Rumsfeld ætti að segja af sér og satt að segja þá fannst mér það svo fráheyrt að hann mund gera það. Fannst það ótrúlegt að einhver skyldi segja svona. Sagði síðan mína skoðun að þetta yrði sett í einhvern búning og einhverjir blórabögglar yrðu hengdir og það myndi ekki breyta neinu. Nema næst þá myndu hermenn fara varlegar, og sleppa því að taka myndir af þessu.
En þeir töluðu um ábyrgð Rumsfelds og að svona hlutir ættu ekki að gerast. Ég var hlessa og sagði að svona hlutir gerðust í öllum stríðum og væri eiginlega hluti af stríðum.
Með öðrum orðum... ég er orðin bitur og afhuga mannfólkinu. Fyrir nokkrum mánuðum síðan hefði ég orðið reiður út í Rumsfeld og tekið heilshugar undir þá kröfu að hann ætti að segja af sér. Verið sammála því að svona hlutir ættu alls ekki að gerast og Rumsfeld kallin ætti að sýna einhverja ábyrgðartilfinningu.
Satt að segja þá líkaði mig betur við gamla Sivar.... en ég held að hann komi ekki til baka....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli