26 mars, 2003

Enn meira um stríðið

Ég veit að ég ætti að tala um eitthvað annað en stríð en ég verð að koma þessu frá mér.

Ég held að ég viti afhverju Hr. Bush gerði árás á Írak!

Eins og ég hef sagt áður þá trúi ég ekki ástæðunum sem hann nefnir fyrir stríðinu en ég trúi ekki heldur ástæðum “friðarsinna” sem þeir nefna sem tilgangurinn (þ.e.a.s olía og peningar).

Ég held að hr. Bush hafi verið búin að ákveða að hann myndi fara í stríð við Írak áður en hans kjörtímabili mundi ljúka. Ég held að hann hafi mætt í kosninabaráttuna með það í huga að hann myndi hreinsa til í Írak áður en yfir lyki.

Ég held að ástæðurnar sem hann gefur sér er ekki að það borgi sig, að það er ekki sú að hann er að klára það sem pabbi hans hafi byrjað á. Ég held að hann haldi að Hr. Saddam sé bara vondur maður og það þurfi að ýta honum úr stóli, með góðu eða illu.

Ef 11. september hefði aldrei gerst þá hefði þetta stríð samt orðið að veruleika! Hann hefði leikið sama leikinn með SÞ og farið í stríð með þá hugmynd að BNA væri “staðföst” þjóð!

Þess vegna skiptir það hann engu máli hvað við segjum! Vegna þess að hann veit að það er ekki olían sem hann er að sækjast eftir (þó að hún sé góður bónus). Heldur er ástæðan einhver sannfæring um að það sé til illska í heiminum og hann er þarna til að hreinsa til (I have come here to take out the trash).

Einn sem er komin með leið á því að hugsa um stríð

25 mars, 2003

Mótmæli

Hvernig á að mótmæla? Ég hef verið að velta þessu fyrir mér í dáldin tíma og ekki ennþá komin að niðurstöðu.

Mótmæli á að vera friðsöm hefur fólk sagt. Á að koma skilaboðum til leiðar.

Til hvers mótmælum við? Það hlýtur að vera gert til þess að koma fram með andstöðu á e-h. Það er reynt að vekja athygli á málstað sem vanalega er ekki hlustað á. En er það eina ástæðan fyrir mótmælum? Nei... mótmæli eru líka til þess að hafa áhrif á þá sem stjórna. Eins konar kúgun... já kúgun... ég veit að það er frekar neikvætt orð.. en það nær utan um þetta mál mun betur en önnur orð.

Ef við erum öll sammála því að tilgangur mótmæla er að vekja athygli á málstað og að kúga áhrifa aðila til að breyta rétt (sem er nú ekki víst að við séum sammála). Þá eru mótmæli á Íslandi ekki að hafa nein almennileg áhrif. Jú það vekur kannski athygli á málstaðnum en það hefur enga kúgun í för með sér. Þurfum við ekki að breyta því? Þá er ég ekki að tala um handsprengjur í stjórnarráðið eða taka einhvern í gíslingu. Ég er að tala um að gera eitthvað sem hefur áhrif. Sem segir "Þetta viljum við ekki hafa!".

En hvernig er það hægt þegar þú ert að mótmæla stríði sem gerist í órafjarlægð, við þjóð sem fári þekkja? Hvernig getum við haft þau áhrif á stjórn Íslands að þeir bakki með þá skemmtilegu yfirlýsingu að við séum ein af "staðföstu" þjóðanna?

Egg? Verkfall? Umkringja stjórnarráðið? Hvað????

20 mars, 2003

Sivar fer í vörn!

Ég ræddi við góðan vin minn í gær, sem er svo hliðhollur BNA að ég gæti ælt, og hann ýjaði að því að með því að styðja ekki árás BNA þá væri ég að styðja hr. Saddam. Ég er alls EKKI að lýsa stuðning yfir Saddam. Hann er fífl og fáviti og þessi maður ætti ekki að vera við völd!

En það sem ég og aðrir mótmælendur eru að segja er að þetta stríð er ekki nauðsynlegt. Að það hefði átt að reyna friðarleitanir til hinar ítrustu áður en gripið er til vopna. Og ef það er gripið til vopna þá ætti það að vera alþjóðasamkomulag um það.

Ég hefði verið með hnút í maganum ef SÞ hefðu ákveðið að gera eitthvað, en ég hefði ekki getað mótmælt því á neinn hátt. En þegar eitt land er að gera þetta (jú með stuðning 34 ríkja! :Þ ), þá finnst mér eitthvað vera að.

Ég ætla að mæta á mótmæla á lækjartorgi í dag klukkan 17:30! Ætlar þú að mæta?

18 mars, 2003

33 hours and counting!

Já samkvæmt því sem Herra Bush sagði þá eru 33 tímar þangað til að BNA gera árás á Írak. Hann setti þeim úrslitakosti og ætlar að fara inn!

Hvað er að gerast? Afhverju er þetta valkosturinn sem er tekinn? Afhverju langar Bus og félögum í stríð? Margir eru búnir að nefna olíu og pening, but I dont buy that! Ég trúi því ekki að það sé ástæðan fyrir því að þeir séu að gera árás. Hann Bush kallin sagði í ávarpi sínu að hann væri að gera árás á Írak vegna þess að það er bara spurning um tíma hvenær hann Saddam gerir eitthvað ljótt við BNA og vini hans. En við vitum öll að það er frekar langt í að hann geri eitthvað á næstunni. Svo afhverju vill ekki Bush kallin fá Örrygisráðið til þess að vinna með sér? Afhverju vill hann þjóta þarna inn? Það kosta auðvitað miljónir að vera með svona stóran her fyrir utan Írak og kannski vill hann nota herinn í staðinn fyrir að láta hann bíða og reikningurinn mundi hlaupa upp á miljónir.

Afhverju? Er það eitthvað testórsterón? Eða eru BNA að segja við heiminn "if you mess with us then we will mess with you!"?

En eitt veit ég... ég vona að þeir klúðri þessu, ég vona að þetta verði víetnam stríð nr. 2. Að þeir tapi þessu. Jú það mundi þýða enn meiri þjáningar fyrir írönsku þjóðina en ýmindið ykkur ef þeir sigra Saddam með þessum hætti. Það mun þýða að það verðir undirstrikað að þeir eru herraþjóð í þessum heimi og það getur engið stöðvað þá á næstunni.

Síðan má ekki gleyma því að stjórnendur Íslands eru meðfylgjandi þessari árás.

Einn sem er að spá í eggjakaupum

11 mars, 2003

Þunglyndi

Já ég er þunglyndur. Búin að vera það í einn og hálfan dag! Það er viss bölvun að fara til útlanda. Sú bölvun heitir heimkoman.

Ég fílaði ekki að vera í rútunni og vita það að ég er aftur komin til Íslands. Það var ekki góð tilffining. Það lagðist á mig einhver þungi sem er ekki ennþá farin af mér, ég veit að það mun taka svona tvær vikur fyrir þennan þunga að hverfa af öxlunum á mér.

Ísland er gott land! Ég er alveg á því að þetta sker er eitt það fallegasta í heiminum og að fólkið á því sé frábært. En ég er einhvern vegin komin með smá leið. Ég vil fara út (og er á leiðinni!). Að búa í útlöndum í ár eða jafnvel lengur er draumur sem mun verða að veruleika! Þess vegna er stundum erfitt að koma heim... vitandi það að það er soldið langt þangað til að draumurinn rætist.

Útþrá.... núna langar mest að fara sofa og vakna svo í útlöndum!

10 mars, 2003

Uppljómun í rútu

Ég var í Danaveldi um helgin og það er auðvitað frásögu færandi en ég ætla ekki að tala um það núna. Nei ég ætla að tala um uppljómum sem ég varð í rútunni á leiðinni til baka frá flugvellinum. Ég sat frekar aftarlega og var nokkuð sloj þar sem ég hafði setið að sumbli mest alla nóttina og drukkið mikið að mismunandi tegundir af áfengi. Ég sat þar og fyrir aftan mig sat stelpna hópur sem voru að tala um ýmsa hluti. Meðal annars voru þær að tala um verslunarleiðangur sem þær fóru í. Ein stelpan sem var frekar öflug í verslnarleiðangrum var að segja að hún hefði keypt of mikið af bolum. Heila sjö boli síðan skeggræddu þær um hvaða bol hún ætti að gefa einhverri annari stelpu, og hún týmdi varla neinum bol. Ræddi fram og til baka með hvaða buxum og pilsum þessi og hinn bolur pössuðu við.

Allan tíman meðan þessar samræður áttu sér stað var ég svo hneykslaður og undrandi á því hvernig fólk gæti eytt tímanum sínum í að hugsa svona djúpt um föt. Var alveg deyja yfir notleysinu og bullinu sem var í gangi.... en síðan var ég fyrir uppljómun!

Ég er alveg eins!

Ég er alveg viss um að ef þessi sama stúlka mundi heyra spjall á mili míns og vina minna þá mundi hún hugsa alveg nákvæmlega það sama. Bull og ekkert annað mundi hún hugsa.

Það er svo auðvelt að dæma annað fólk. Hneykslast á því og hugsa eitthvað slæmt um það. En málið er að við erum öruglea alveg eins!

Einn sem er betri í dag en í gær

06 mars, 2003

RÖFL

Ég er með harðsperrur ennþá! Urrr..... það er komnir 4 dagar! En svona er lífið! Var þetta þess virði? Það er spurning sem ég get svararð með JÁ!

Hvað finnst ykkur um Baugsmálið? Mér finnst það svo mikið bull að það hálfa væri meira en allt of mikið! Þett mál fer í pirrurnar á mér! En það eru nokkrir punktar sem ég hef verið að velta fyrir mér.
1.Vissi hann Dabbi af ákærunni sem leiddi til húsleitar í Baugshúsum eða ekki? Hann hefur ekki svarað þeim spurningum og farið að tala um aðra hluti.
2.Ef hann Dabbi er viss um að þessar 300 millur voru ekki sagðar í hálfkæringi afhverju kærði hann ekki? Ég heyrði samt að hann hafi talað við Lögreglu og hún sagði að það væri ekkert hægt að gera....
3.Flettið upp á túngötu 6 í símskránni.

Síðan hef ég verið að fá helling af póstum þar sem þessir karakterar eru settir ínní plaköt eins og Goodfellas, lord of the rings og annað! ég er viss um að þetta er samsæri.. veit ekki hjá hverjum en hjá einhverjum... kannski samsæri um að láta mig röfla um þetta.. eða samsæri um að sverta ýmind baugs (HALLÓ... þetta er kaupsýslu fyrirtæki, það á að græða!) eða sverta ýmind Dabba (menn eins og hann eiga að koma í veg fyrir að eitthvað siðlaust og ólöglegt gerist).

En satt að segja er mér alveg sama... því ég er að fara til KÖBEN! Ligga ligga lái!

Já ég er að fara til Kaupmannahafnar að leika mer.. drekka bjór, lappa um, skoða strikið, og skemmta mér! En ekki þið! MUAHAHAHAHAHAHAHAHA

Einn ennþá með harðsperrur

03 mars, 2003

SIVAR ÍÞRÓTTAKAPPI

Já Sivar er orðin official íþróttakappi! Hann tók þátt í Íslandsmóti í körfubolta! Spilaði meira segja fyrir lið sem er í deild! Annari deild...

Já hann Sivar skrapp í bíó með nokkrum kunningjum sínum á Laugardaginn (Daredevil! nokkuð fín mynd). Þar hitti hann kunningja sinn sem bauð honum að taka þátt í körfubolta keppni... Íslandsmóti! Það mundi seint segjast að Sivar sé mikil íþróttamaður. Hefur aldrei æft nokkra íþrótt nema badminton, og það gerðist þegar hann var 12 ára, og hefur aldrei keppt í neinu (alla vega ekki með alvarlegum augum).

En Sivar sló til! hve oft fær maður tækifæri til þess að taka þátt í Íslandsmóti í körfubolta í annari deild?

Ég átti að keppa fyrir hönd Reynis á Hellisandi, eitthvað annað deildar lið sem ég hafði aldrei heyrt um! Þeim vantaði leikmenn til þess að geta spilað leikin þvi ef þeir voru ekki með nógu marga þá mundu þeir vera dæmdir úr keppni. Mér skildist á kunningjanum að það mundu vera þrír leikmenn Reynis á svæðinu.

Ég var vakin klukkan hálf níu að morgni sunnudags (hafði þá sofað í 3 klukkutíma vegna sjónvarpsgláps) og sagt að ég yrði sóttur. Var safnað 4 drengjum saman í breiðholtinu og svo var keyrt áleiði til Bakka (við þurftum að taka flug til Vestmannaeyja). Ég sofnaði í bílnum og svaf eiginlega alla bílferðina frá mér. Síðan var okkur hent í flugvél og við skelltum okkur yfir.

það var ekki löng upphitun sem við fengum (um 15 mín fyrir mig en aðrir fengu mun styttri upphitun). Um þetta leyti varð mér ljóst að Reynir frá Hellisandi væri hörmungarlið! Vegna þess að ENGIN af þeim var mættur á leikinn. Og til þess að fá fullskipað lið þá fengum við hann Sindra frá Íþróttafélagi Vestmannaeyja. Þannig að Reyni frá Hellisandi var samasett af einum mótherja og 4 lánsmönnum sem höfðu aldrei æft né keppt í körfubolta og voru flest allir í frekar lélegri þjálfun.

Við byrjuðum fyrsta leikhlutan frekar illa. Þeir völtuðu algerlega yfir okku... það vantaði bara kúst til að sópa brotna egoinu upp! 32-3.... en það var gaman. Við reyndum og reyndum og það gekk alltaf betur og betur hjá okkur. Við vorum byrjaðir að geta sent á milli án þess að það væri að stela alltaf boltanum okkar, við gátum skotið á körfuna og við gátum náð fráköstum (svona í kringum 8 allan leikin). Leikurinn fór 101-27! EKKI fyrir REYNI frá Hellissandi.

Ég gekk af velli mjög ánægður í bragði. Ég hafði ekki skorað eina einustu körfu (en skotið 4 skotum á körfuna) en ég var ánægður! Íslandsmóti í Körfuknattleik!

Hvað margir menn í minni stöðu geta sagt það! Ekki margir!