Uppljómun í rútu
Ég var í Danaveldi um helgin og það er auðvitað frásögu færandi en ég ætla ekki að tala um það núna. Nei ég ætla að tala um uppljómum sem ég varð í rútunni á leiðinni til baka frá flugvellinum. Ég sat frekar aftarlega og var nokkuð sloj þar sem ég hafði setið að sumbli mest alla nóttina og drukkið mikið að mismunandi tegundir af áfengi. Ég sat þar og fyrir aftan mig sat stelpna hópur sem voru að tala um ýmsa hluti. Meðal annars voru þær að tala um verslunarleiðangur sem þær fóru í. Ein stelpan sem var frekar öflug í verslnarleiðangrum var að segja að hún hefði keypt of mikið af bolum. Heila sjö boli síðan skeggræddu þær um hvaða bol hún ætti að gefa einhverri annari stelpu, og hún týmdi varla neinum bol. Ræddi fram og til baka með hvaða buxum og pilsum þessi og hinn bolur pössuðu við.
Allan tíman meðan þessar samræður áttu sér stað var ég svo hneykslaður og undrandi á því hvernig fólk gæti eytt tímanum sínum í að hugsa svona djúpt um föt. Var alveg deyja yfir notleysinu og bullinu sem var í gangi.... en síðan var ég fyrir uppljómun!
Ég er alveg eins!
Ég er alveg viss um að ef þessi sama stúlka mundi heyra spjall á mili míns og vina minna þá mundi hún hugsa alveg nákvæmlega það sama. Bull og ekkert annað mundi hún hugsa.
Það er svo auðvelt að dæma annað fólk. Hneykslast á því og hugsa eitthvað slæmt um það. En málið er að við erum öruglea alveg eins!
Einn sem er betri í dag en í gær
Engin ummæli:
Skrifa ummæli