Mótmæli
Hvernig á að mótmæla? Ég hef verið að velta þessu fyrir mér í dáldin tíma og ekki ennþá komin að niðurstöðu.
Mótmæli á að vera friðsöm hefur fólk sagt. Á að koma skilaboðum til leiðar.
Til hvers mótmælum við? Það hlýtur að vera gert til þess að koma fram með andstöðu á e-h. Það er reynt að vekja athygli á málstað sem vanalega er ekki hlustað á. En er það eina ástæðan fyrir mótmælum? Nei... mótmæli eru líka til þess að hafa áhrif á þá sem stjórna. Eins konar kúgun... já kúgun... ég veit að það er frekar neikvætt orð.. en það nær utan um þetta mál mun betur en önnur orð.
Ef við erum öll sammála því að tilgangur mótmæla er að vekja athygli á málstað og að kúga áhrifa aðila til að breyta rétt (sem er nú ekki víst að við séum sammála). Þá eru mótmæli á Íslandi ekki að hafa nein almennileg áhrif. Jú það vekur kannski athygli á málstaðnum en það hefur enga kúgun í för með sér. Þurfum við ekki að breyta því? Þá er ég ekki að tala um handsprengjur í stjórnarráðið eða taka einhvern í gíslingu. Ég er að tala um að gera eitthvað sem hefur áhrif. Sem segir "Þetta viljum við ekki hafa!".
En hvernig er það hægt þegar þú ert að mótmæla stríði sem gerist í órafjarlægð, við þjóð sem fári þekkja? Hvernig getum við haft þau áhrif á stjórn Íslands að þeir bakki með þá skemmtilegu yfirlýsingu að við séum ein af "staðföstu" þjóðanna?
Egg? Verkfall? Umkringja stjórnarráðið? Hvað????
Engin ummæli:
Skrifa ummæli