18 desember, 2007

Sögur

Eins og þið vitið þá hef ég ekki skrifað mikið síðustu vikur (og mánuði), ástæðan er sú að ég er niðursokkinn í vinnuna mína. Vinnan mín fjallar um að kenna börnum hvernig á að hegða sér í stofnanaumhverfi, en aðallega að passa börn.

Í dag þá fórum við í Kirkjuferð og presturinn var að segja sögu, var að tala um kertin á aðventukransinum og benti á síðasta kertið (Betlehemskertið) og spurði hvort einhver vissi hvað það hét, svo var ekki og þá sagði hann "hvar fæddist jólabarnið?"
Þá heyrðist í snillingnum sem er í mínum hóp "Það var í maganum á mömmunni og kom úr honum"
Og þá bætti ein stúlka við "Já og þá dó mamma barnsins" (veit nú ekki hvaðan það kom... ).

Það eru mjög skemmtilegar stundir stundum í skólanum.

29 nóvember, 2007

Um stíflur og vellíðan

(þessi póstur er um hægðir.. þeir sem vilja ekki lesa um svoleiðis þeir skulu fara á eitthvað moggablogg og eyða nokkurri stund þar)

Þeir sem hafa lesið mig lengi og þekkja mig í eigin persónu vita að hægðir eru mér hugleiknar. Þar sem ég er með iðraólgu þá er það kannski ekkert skrýtið. En frá því að ég flutti á Vallarheiði þá hefur iðraólgan algerlega dregið sig í hlé. Hægðirnar mínar eru yndislegar. Eru fastar í sér og góðar, reglulegar og bara yndislegar.

Fyrir nokkru þá tókst mér meira að segja að stífla klósettið með mínum hægðum en eftir mikið þuml og röfl um þetta þá hringdum við í Björninn og hann kom og reddaði þessu á innan við mínútu.

Yndislegar hægðir, þrátt fyrir mikið nammiát.

12 nóvember, 2007

Bíó

Fór á myndina Halloween á föstudaginn síðasta.. eða var það á fimmtudaginn? Held að það hafi verði fimmtudagurinn.

En alla vega.. Ég fór á þessa ágætu ræmu og síðan á laugardaginn þá tók kærastan mín upprunalegu myndina á Video á laugardaginn svo þessi helgi var soldið Halloween helgi. En ég verð nú að játa að endurgerðin er talsvert betri heldur en hin upprunalegri.. en gallinn er að þegar maður er að meta eitthvað miðað við algert rusl þá er það ekki góð einkunn að segja að eitthvað sé betra en rusl.

Halloween var sjokkerandi á sínum tíma og varð vinsæl. Nýja halloween verður það aldrei... þrátt fyrir að byrjunin á myndinni var mjög andstyggileg. Það var besti partur myndarinnar.

Seinni hlutinn var algert rusl.

En maður bjóst svo sem ekki við neinu meistaverki.

06 nóvember, 2007

Ég fór að kúka í vinnunni og áður en þið hváið og hneykslist þá skulið þið staldra við og hlusta á mína frásögn.

Ég byrjaði í Ágúst að vinna í leikskólanum og ég hafði aldrei tekið klósettpásur fyrr en klukkan 3 á daginn og oftast þá þurfti ég ekkert að pissa fyrr en þegar ég kom heim. Þetta hefur nú aðeins skánað og nú pissa ég nokkuð oft í seinni kaffitíma 14:15 en í dag þá fór ég og gerði stórt í klósettið. Fór af stað klukkan 15:40 en vegna ýmissa hluta, spjall við foreldra og börn þá komst ég á klósettið klukkan 16:10 og var þar í heilar 10 mínútur að ég held.

Álagið í vinnunni fer minnkandi og þetta er ein sú stærsta vísbending sem ég hef fengið hingað til.

29 október, 2007

Streptókokkar

Hvað er að????

Síðan ég byrjaði í leikskólanum er ég búinn að fá hita, hálsbólgu tvisvar og svo fáranlegt kvef að ég snýtti eflaust um 500 grömmum af hori á þremur dögum.

Og nú er ég með streptókokka. Hálsinn er ónýtur.. á erfitt með að kingja og líður bara illa.

En halló.. er ekki komið nóg af þessum skítapestum? Kominn með andskotans, djöfulsins nóg af þessu fjandans rugli.

Það hættir NÚNA!

28 október, 2007

Sunnudagur á Vallarheiði

Ég vaknaði í nótt um hálf fimm alveg í stress kasti vegna þess að ég hélt að ég væri að verða of seinn í vinnuna, hafði nefnilega ekki stillt vekjarann. Ég leit á klukkuna og stillti síðan vekjarann. Fór á klósettið og áttaði mig á því að það væri sunnudagur. Las aðeins og sofnaði síðan aftur.

Nú þegar ég vakna og lít út um gluggann þá er allt hvítt hérna á Vallarheiði. Snjórinn gerir heiðina mun fallegri, vefur hana í einhvern rómantíska blæ. Gerir líka allt miklu bjartara og satt að segja þá var heiðin nokkuð þung á að líta.

Nú sit ég við tölvuna sem er við gluggann og skrifa þessar línur, er að hlusta á Hjálma í nýju græjunum mínum og ætla að fara rita niður smá undirbúning varðandi hópatíma í vinnunni. Þarf að undirbúa tvo hópatíma á dag, og reyni að gera næstu tvær vikurnar, svo ég þurfi ekki að hugsa um þann hluta alveg strax.

Ég þarf líka að fara í gegnum dagsskipulagið og hreinsa það. Það er nefnilega nýr starfsmaður að byrja hjá mér á morgun. Ég auðvitað gleymdi dagsskipulaginu í vinnunni en ætla að hlaupa út eftir og ná í það.

24 október, 2007

Fréttir og spjall

Álagið í vinnunni er eitthvað að segja til sín. Ekki manneklu álag.. heldur álag vegna reynsluleysis. Ég er að fara í gegnum svo margt í fyrsta skiptið. Vera hópstjóri með 5 ára stráka, reyna átta mig á Hjallastefnunni, vera kjarnastjóri og sjá til þess að allt sé á réttum stað og vera að stjórna öðru starfsfólki. Og ég er í vinnunni 9 tíma á dag.

En það er allt að koma.. eins og sagt er.. þetta tekur tíma og orku.. en það er í fína lagi.

Hallur var að fá atvinnutilboð í leikskólanum mínum. Þannig að við munum búa saman og vinna saman.. rosalegt.

Annars er ég að spila tölvuleik á fullu. Glímuleikinn. Snilldar tímaþjófur. Mæli með honum.

Fór um helgina með R-inu og keypti mér græjur. Keypti mér Ipod og Go+Play græjur. Er núna að hlusta á Sufjan Stevens í góðum gæðum. Er afskaplega sáttur og var innan budget þegar ég keypti græjurnar.
22 október, 2007

Ekkert

Hef ekkert að segja. Er voða daufur... en er samt hress og lífsglaður... hef bara ekki frá neinu að segja.

16 október, 2007

Gene Simmons


Tók þátt í hæfileikakeppni leikskólanna í Reykjanesbæ. Þessi mynd birtist á vf.is og satt að segja þá finst mér hún bara nokkuð góð.

11 október, 2007

Vallarheiði

Útsýnið úr herberginu mínu er ekki skemmtilegt. Ég sé yfir til turnsins og sé nokkur hús. En það eru aðrir staðir sem eru stórkostlega fallegir. Þegar ég gekk heim til mín í morgun þá var samleikur ljóssins, daggarinnar á jörðinni og himinsins alveg stórkostlegur. Ég vildi óska að ég hefði getað notið þess meira.

En maður fær ekki allt sem maður óskar sér. Það er bara svoleiðis. Það eru svona um 4 lítrar af hori fastur í hausnum á mér og stífla allt sem stífla getur og síðan eru hálskirtlarnir svo bólgnir að þeir eru örugglega stærri en en aðrar kúlur á líkamanum.

En mér líður nokkuð bærilega núna. Búinn að hvíla mig og hef slappað af.

Ég hef nokkrar fréttir til að segja.. en það þurfa að vera myndir með þeim fréttum og ég hef ekki aðgang að þeim myndum.. strax. Þannig að það bíður bara.

Bið að heilsa.

06 október, 2007

Smá fréttir úr vinnunni

Ég er með 11 stráka á aldrinum 4 til 5 ára í mínum hóp (stóri hópur). Átti bara að vera með 10 en það bættist einn við í þessari viku og hann verður bara í mánuð. En þetta hefur auðvitað áhrif á starf mitt. Borðið sem við sitjum á er ætlað fyrir 8 krakka. En nú erum við 12. Ég hafði verulegar áhyggjur af þessu en málshátturinn "þröngt mega sáttir sitja" fær alveg nýja merkingu á mínu borði. Við sitjum 12 við borðið... ok.. ég sit nú frekar illa en ég get átt samskipti við drengina. Ég kalla tímann fyrir matmáls tímana púslið vegna þess að ég þarf að púsla öllum stólunum og plássunum saman.

En þetta gengur og drengirnir virðast ekki vera of pirraðir á þessari nálægð.

Annars er hópurinn minn alveg frábær. 11 mismunandi persónur og þetta eru ótrúlegir karakterar. Sumir hógværir, sumir frekir, sumir með endalaus trúðslæti, sumir tala skýrt, og kunnáttan er mismunandi á milli drengjanna og það sést best á teikningunum þeirra.

En ég verð að játa að mér þykir ofsalega vænt um þá alla.

30 september, 2007

Helgin

Helgin var mjög fín. Horfði á tvær myndir á föstudaginn, Köld slóð og Babel. Báðar voru ágætar. Á laugardaginn var skroppið á bókasafnið, verslað í Kringlunni og síðan skroppið í heimsókn til tengdó í smá spjall. Glápt á imbann um kvöldið og farið að sofa.

Ég vaknaði báða dagana fyrir klukkan 9. Alveg sama hvenær ég fór að sofa. En kannski er það bara gott að maður vaknar svona snemma. Gott fyrir vinnuna.

27 september, 2007

Hjallastefnan

Ég var að skipta á bleyju á einum af yngri strákunum í gær þegar einn af hinum 5 ára "stóru" strákum stekkur inn og segir þeir eru búnir að opna hurðina og eru að fara út. Ég vissi hvaða hurð þeir voru að tala um, hún er í leikstofunni og er alveg ferleg. En þar sem ég var klæddur í latex hanska og var upp að olnboga í skít þá gat ég augljóslega ekki stokkið af stað. Þannig að ég leit á drenginn og sagði þú verður að stoppa þá. Um hálfri mínútu síðar þá var ég kominn með drenginn í bleyjuna og arkaði af stað, reiðubúinn til að setja mig í löggustellingar og stöðva drengina og urra svolítið. Þá sér einn af hinum 5 ára mig vera að rölta í átt að leikstofu og kallar "þetta er allt í lagi, þeir eru hættir og ætla ekki gera þetta aftur". Ég lít á hann, kíki inn í leikstofu þar sem 4 drengir eru og enginn virðist vera týndur. Kinnka kolli til drengsins sem kallaði og hrósa þeim öllum fyrir að leysa þetta mál. Fer svo og klæði bleyju drenginn í buxur.

Þetta var hjalla móment.

25 september, 2007

4400

Hef verið að horfa á þriðju og fjórðu seríu af 4400. Þetta er rosa góðir þættir en maður veit ekki hvort að ný sería verður gerð. Sem er leitt vegna þess að fjórða serían var nokkuð góð.

En svona er lífið.

Spilaði í fyrsta sinn á sunnudaginn, roleplay, á þessum stað. Það var nokkuð skemmtilegt og vonandi verður það endurtekið fljótlega. Það dóu 4 karakterar (Gústi tvisvar).

Annars eru fáir sem koma í heimsókn og lífið er einhvern veginn voða rólegt. Æsingur í vinnunni, stress o.s.frv. en það er eitthvað sem á eftir að ganga yfir og er orðið mun betra.

18 september, 2007

Veikur

Sataníska veiki. Ég er veikur. Hálsinn bólginn og með einhvern hitavott og beinverki. Rosa gaman.

Er í fríi frá skólanum, verður gaman að sjá hvernig það gengur.

Hef ekkert að segja.

Og þá er best að segja ekkert.

08 september, 2007

Fyrstu dagarnir

Jæja nú virðast málin vera að róast. Það eru komnir 4 starfsmenn inná kjarnann minn svo að við erum fullmönnuð, enn sem komið er. Það á eftir að taka 3 litla gaura frá litla kjarna inná minn kjarna (Rauðakjarna) og þá þarf mjög líklega einn til viðbótar. En þessi flutningur verður ekki framkvæmdur strax.

Íbúðin er frábær en það er mikið eftir að taka upp úr kössum. Ég er nú að vinna síðustu vaktina mína í fjölmiðlavaktinni og ég er feginn að hætta hérna. Þetta er komið gott. Kominn með hundleið á öllum fréttum og finnst fjölmiðlar á Íslandi vera óþolandi.

Nú verður tekið stefnuna á að koma kjarnanum mínum í lag. Fínpússa dagskipulag, undirbúa vel hópastarfið með stórahóp sem ég stjórna og athuga hvað 5 ára kennsla þýðir, hinn kjarnastjórinn er alltaf að tala um 5 ára kennsluna og ég segi hmm.. og jámm á réttum stöðum án þess að vita hvað hún á við. En það ætti nú að skýrast fljótlega.

Fjarbúðin við kærustuna er erfið en ég nýt þess þeim mun meira að hitta hana þegar tækifæri gefast.

Hann Hallur hefur reynst frábær sambýlismaður og ég keypti meira að segja kaffi handa honum fyrir vel heppnaða máltíð sem hann eldaði handa mér og samstarfsmönnum mínum síðasta fimmtudag.

Annars bið ég að heilsa öllum sem ég hef ekki heyrt í og ætla á næstu vikum að reyna heyra í flestum þeim sem ég hef vanrækt síðustu vikur/mánuði.

02 september, 2007

Ég er á lífi

Já, þrátt fyrir bloggleysi þá er ég á lífi og við ágæta heilsu. Þetta er erfitt verkefni sem tekur mikinn toll af minni geðheilsu og satt að segja þá hef ég lítið af orku til að sinna öðru, þ.á.m rafrausi.

En vonandi lagast það á næstu vikum, mánuðum. Nú ef ekki þá er eflaust nægur tími að rafrausast þegar ég er kominn með tölvuréttindin á geðdeild Landspítalans.

Ef einhver vill koma í heimsókn þá er honum það velkomið. Eftir vinnu (um klukkan hálf sex) þá ligg ég oftast upp í rúmi í fósturstellingu og hef nægan tíma til að spjalla.

20 ágúst, 2007

Að vera jákvæður

Er mjög mikilvægt í Hjallastefnunni. Öll vinna snýst um að vera glaðlegur og jákvæður. Hér kennum við glaðlyndi og brosmildi.

Ekki beint það auðveldasta sem ég geri að vera jákvæður og brosmildur allan daginn. En maður reynir og ég er stöðugt að æfa mig.

Leikskólinn hefur farið af stað, vantar nokkra skápa, eldhúsið ekki tilbúið, engin uppþvottavél, bergmálar rosalega inná dei.. kjarna og helling af iðnaðarmönnum sem vinna hægt en jafnt inn um öll þessi börn.

Þetta hefur gengið framar vonum, jákvæðni í samstarfshópnum þrátt fyrir nokkra hjalla sem þarf að yfirstíga og ég held að flestir foreldrar séu mjög jákvæðir gagnvart skólanum. Nú er ég kominn aftur í vinnu þar sem ég hlakka til að mæta í, sérstaklega ef mér tekst að fjárfesta eða redda mér eyrnatöppum.

Herbergið mitt er á hvolfi og það verður bara að vera svoleiðis þangað til að maður hefur tíma til að sinna því.

16 ágúst, 2007

Fyrsta nóttin og fyrsti dagurinn

Fyrsti dagur vinnunnar í dag. Börnin mættu, jafnvel á undan starfsmönnum og þetta gekk ótrúlega vel.

Ég svaf líka í nýju íbúðinni minn í nótt. Á Tidewater drive. Dreymdi lýs.. helling af lúsum. Veit ekkert hvort það boði gott. En ég veit að ég er fullur af bjartsýni.

Er í "hinni" vinnunni núna og mun sofa í Reykjavík í nótt. Næstu tvær vikur verða talsvert púsl og vesen.. en vonandi gengur það rosa, rosa vel. Ef ekki.. þá verður það samt að ganga vel!

15 ágúst, 2007

15. ágúst

Í dag er runninn upp sá dagur sem ég mun flytja og byrja í vinnunni. Síðustu tvær vikur hafa verið nokkuð erfiðar. Búinn að vera á námskeiði, á starfskynningu á Gimli í Reykjanesbæ og á Hjalla í Hafnarfirði og hef verið að taka vaktir í Fjölmiðlavaktinni. Ég vonast til þess að sleppa sem fyrst undan þeirri aukavinnu og það er verið að tala um 1. sept.

Hjallastefnan er stefna sem ég hef fallið fyrir og líst rosalega vel á. Íbúðin lítur vel út og það verður gaman þegar allt dótið mitt er komið þangað.

Mun segja meira frá öllu seinna. Er núna að bíða eftir Halli, því hann ætlar að skutla mér í vinnuna og síðan verðum við uppteknir í allan dag við flutningar og fleira.

01 ágúst, 2007

Keilir

Í næstu viku, þá mun ég byrja að vinna á nýjum stað. Ég mun byrja vinna á Velli, leikskóla sem staðsettur er á Keflavíkurflugvelli, gamla varnarsvæðinu. Ég hef ekki enn farið á staðinn en vonandi mun það gerast áður en börnin mæta þann 15. ágúst.

Skráningar ganga ágætlega, komið er um það bil 50 börn og þau byrja öll í aðlögun á sama tíma. En það eru pláss fyrir 80 gemlinga. Ég er ekki búinn að fá upplýsingar um íbúðina og það er verið að skoða þau mál (býst við símtali sem fyrst... vonandi). Símtalið komið og ég fæ afhent 15. ágúst, kannski verður þar fyrr en þá verður bara sendur tölvupóstur.

Er byrjaður að pakka, búinn að setja nokkrar teiknimyndasögur í kassa og mun fá dótið mitt úr búslóðageymslunni ásamt svefnsófanum sem er/var í eigu foreldranna. Þannig að það verður alltaf pláss fyrir fólk að gista í stofunni.

Ýmsar pælingar eru í gangi í samband við mat, verslun o.s.frv. Þar sem við verðum tveir og hvorugur á bíl þá er augljóst að það þarf að kaupa fyrir alla vikuna. Hvort okkur tekst að halda því út er allt annar handleggur. En þar sem hvorki ég né hann Hallur höfum áhuga á að eignast bíl þá verður þetta eflaust skrautlegt.

Ég held að viðskilnaðurinn við kærustuna verður það erfiðasta við þessar breytingar. Maður er búinn að búa eiginlega hjá henni síðustu 4-6 mánuði og allt í einu þá verður þetta fjarbúð. En ég slepp fyrr út úr vinnunni á föstudögum og verð eflaust snöggur að fara í bæinn. Hvort hún svo nennir að hitta sveittan leikskólastrák alla helgina er síðan eitthvað sem kemur í ljós.

30 júlí, 2007

Bíó, pælingar og fréttir

Fór í bíó með þeirri heittelskuðu á myndina 1408, sem var bara hin ágætasta skemmtun. Náði að vekja hjá mér góða stemmingu og nokkurn hroll.

Ég gæti pirrast rosalega yfir hléinu sem var í þessari mynd og sleit myndina í tvennt.. en ég held að flestir viti alveg af þessu áliti mínu þannig að ég ætla ekki að eyða tíma í það.

Annars er spenningurinn að magnast. Ég á viku eftir í Þjóðarbókhlöðunni og vonandi fáum við íbúðina afhenta sem fyrst.

Ég ætla að reyna að búa mér til heimili þar. Setja þær myndir sem ég vil hafa upp á veggjum og hafa skipulagið eftir mínu höfði.. hvort að það takist er eitthvað sem kemur í ljós.

Síðan ætla ég að bæta við að þessi umfjöllun um Múlavirkjun er mjög merkileg. Einhverjir einkaaðilar fá leyfi til að virkja, þurfa ekki að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum, eigendurnir eru líka í sveitarstjórninni og síðan búa þeir til stífluna nokkrum metrum hærri heldur en hún var á teikningum og hefur gríðarleg áhrif á lífríki. Nú eru stjórnvöld að klóra sér í hausnum yfir því hvað skal gert. En ætli þetta hafi verið óvart? "Úpps.. hún var 2 metrum hærri alveg, alveg óvart. Það var bara svo gaman að byggja að einn daginn við föttuðum að hún var allt of stór."

24 júlí, 2007

Harry Potter

Ég er búinn með bókina, kláraði hana á aðfaranótt mánudags. Ég var ekki fyrstur með hana í kringum mig þar sem Guðmundur hafði samband við mig á laugardaginn og sagði mér að hann hefði lokið við hana þann sama morgun.

Þetta var Harry Potter bók og ég var nokkuð sáttur við hana, nema einn hlut, sem ég ætla ekki að útskýra hér þar sem eflaust eru hér einhverjir lesendur sem vilja lesa hana óspilta.

Ég held að J. K. Rowlings hætti ekki að skrifa, spurningin er bara hvað hún mun skrifa um. Hún mun ekki skrifa meira um Harry Potter en það gæti verið að hún haldi áfram að skrifa í sama heimi. Ég veit samt ekki.

En alla vega þá er þessum kafla lokið.

21 júlí, 2007

Harry Potter

Stóð í röð í klukkutíma í gær til þess að ná mér í þá nýjustu. Las hana samt ekki í nótt. Vildi nota nóttina í svefn.

En núna starir hún á mig og kvartar yfir því að ég sé að skrifa hérna í stað þess að lesa hana.

Ef einhver vill lesa um hvað ég er mikill fan þá getur sá hinn sami kíkt á þetta!

17 júlí, 2007

Vinna og fleira

Það mun margt breytast í ágúst. Ég er búinn að fá vinnu í leikskóla sem kjarnastjóri (deildarstjóri). Þessi leikskóli heitir Völlur og er staðsettur á Keflavíkurflugvelli þar sem amerískir sóldátar gengu um jarðir. Þetta er risastór leikskóli með yfirbyggðum garði og Hjallastefnan verður við lýði í þeim skóla, enn sem stendur er ekki vitað hvort ég verð með stráka- eða stelpudeild.

Eins og gefur að skilja þá er ekki hægt að taka strætó á milli svo að ég mun flytja þangað upp eftir í ágúst. Vonandi fljótlega eða í síðasta lagi um Verslunarmannahelgina. Eftir eitt og hálft ár af því að geyma allt dótið mitt hjá Ragga, í búslóðageymslu, hjá foreldrum og kærustu þá tekst mér að sameina allt undir einu þaki og get kallað það heimili.

Vinnutíminn minn verður þannig að ég mun opna húsið og vera til fjögur, fimm en á föstudögum mun ég sleppa um hádegisbilið og mun skella mér til Reykjavíkur þar sem ég mun dvelja hjá kærustunni.

En sagan er ekki enn lokið vegna þess að ég benti Halli á grunnskólann sem verður settur á laggirnar þar og hann fékk vinnu við kennslu og við munum vera herbergisfélagar í 3 herbergja íbúð.

Svo að í fyrsta skiptið í lífinu þá mun ég vera með lögheimili utan Reykjavíkur, mun ég stjórna einhverju fólki í vinnu og leigja með herbergisfélaga.

Miklar breytingar framundan.

14 júlí, 2007

Má þetta?

Það kom frétt í hádegisfréttum Útvarps í dag um mann sem fékk mikil brunasár í gassprengingu á Austurlandi en það leið mikill tími þangað til að hann komst undir læknishendur og það var mjög líklega til þess að sárin voru alvarlegi en hefðu getað orðið.

Ekkert voða merkilegt, einhverjir heimskingjar að sniffa gas og kveiktu í sígarettu strax á eftir. Ok.. voða fyndið.. eða þannig..

En hvað er læknir að kommenta í fjölmiðla um þetta mál. Er hann ekki enn í gjörgæslu, má segja svona mikið um ástand hans og hvers vegna hann lenti í þessu slysi? Má læknir koma í fjölmiðla og gaspra um þetta?

Ef ég væri ættingi þessa manns þá væri ég brjálaður út viðkomandi lækni.

12 júlí, 2007

Fréttir

Hverjir lásu Draumalandið eftir Andra Snæ? Ja, alla vega, þeir sem lásu þá bók muna eflaust eftir lýsingu Andra á Rio-Tinto - álfyrirtækinu hræðilega. En núna eru þeir búinir að kaupa Alcan og álverið í Straumsvík.

En gaman...

Blóðnasir

Ég fékk þá furðulegu flugu í hausinn í gær að mæta á útsöluopnun klukkan sjö í morgun í búðinni Next. Mér finnst sokkarnir sem fást þar vera mjög þægilegir og hef keypt eitt og annað í gegnum tíðina í þeirri búð. Hef reynt að fara á útsölur þarna en það hefur aldrei neitt verði í minni stærð.

Þannig að ég stillti vekjaraklukkuna á 0600 og sagði við sjálfan mig að ef ég vaknaði og nennti ekki á fætur þá myndi ég bara slökkva á símanum og snúa mér á hina hliðina (sem var eiginlega sú niðurstaða sem ég bjóst við að myndi verða ofan á).

Ég vaknaði við símann og slökkti og skellti mér á hina hliðina. En þá fékk ég blóðnasir. Og þessu þvílíku blóðnasir, stökk inná klósett en allur handleggurinn frá olnboga að hendi var blóðlitaður en það tókst næstum því alveg að bjarga rúminu. Blóðnasirnar stoppuðu eftir nokkrar mínútur og þá var ég rosa hress og fór að versla. Keypti helling af sokkum og nærbuxum, 3 skyrtur og buxur.

En er búinn að vera að fá blóðnasir af og til í dag.

11 júlí, 2007

Blót

SATAN!!!!! ANDSKOTANS, DJÖFULSINS, HELVÍTIS, RUGL....

rennilásinn á buxunum er ónýtur... urrrr.....

10 júlí, 2007

Sumarbústaður og atvinna

Kerfið er eitthvað að stríða mér og sýnir ekki póstinn sem ég skrifaði síðast. En jæja..

Síðustu dagar hafa verið frábærir. Ég fór í sumarbústað í viku, nánar tiltekið til Illugastaða þar sem eytt var dögunum í lestur (Atómstöðin eftir Halldór Laxnes, Stranger eftir Japanskan gaur, Wrong about Japan eftir Peter Carey og Gyllti Áttavitinn eftir Philip Pullman). Síðan var skroppið til Hellissands og á leiðinni þangað komst ég að því að norður-leiðin á Snæfellsnesi er seinfær en mun fallegri en suður-leiðin. Einu kvöldi var eytt í Catan, Jungle Speed og spjall.

Núna er ég kominn í bæinn og þurfti að aðskiljast við mína ekta-kvinnu þar sem ég er að passa íbúðina hana Ragga næstu 3 vikurnar.

Núna er haustið að koma í ljós og það verða miklar breytingar hjá mér. Kominn með atvinnu og mun fæ hæsta grunntaxta í launum, hingað til, og verð jafnvel með hærri laun en konan! En ekki víst.

Ætla segja betur frá atvinunni seinna.

Góðir tímar framundan.

29 júní, 2007

Hugrenningar um framtíð

Hvert skal stefna í framtíðinni? Þetta er spurning sem hefur ásótt mig frá 2001, ef ekki fyrr. Hvað á ég að gera við líf mitt, hvað á ég að vinna við o.s.frv.

Nú er ég búinn með námið og næsta skref liggur fyrir. Hvað, hvað, liggur fyrir framan mig, hvaða óravegur náttmyrkursins mun taka við mér. Óvissan er fylgifiskur dagsins. Baráttan í straumi lífsins, straumur feykir mér áfram, er ég viljalaust verkfæri sem fer þar sem straumurinn ber mig? Er valið mitt, eru valkostirnir ljósir?

Ó mér auman.

23 júní, 2007

Þjóðarbókhlaðan

Þegar ég var í námi þá fór ég aldrei á Þjóðarbókhlöðuna. Það var þungt loft, það var ærandi þögn þarna inni svo öll hljóð margfölduðust o.s.frv. Var frekar í Árnagarða eða Odda að læra, nú eða bara heima hjá mér.

En í dag þá finnst mér þessi bygging æðisleg. Ég hef kynnst húsinu mjög vel þetta ár sem ég hef unnið hérna og finnst hún skemmtileg. Jú hún er með sína stóru galla, lyfturnar, þurra loftið o.fl. En hún er eitthvað svo stabíl og falleg. Stór kubbur í með síki í kringum sig.

Í gegnum hlöðuna er ég búinn að kynnast sjálfum mér mun betur en áður. Ég hef hlúð að tveimur fuglum, öðrum til líf og hinum til dauða. Ég hef fengið sjálfstraust í það að smíða og gera við hluti t.a.m hurðir, glugga, borð.

Þjóðarbókhlaðan er yndisleg bygging.

22 júní, 2007

Bindi

Rosalega var Páll Magnússon með flott bindi í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.

Varð bara að láta ykkur vita.

19 júní, 2007

Útskrift

Ég fór í gær og sótti útskriftargögnin mín á skrifstofu félagsvísindadeildar. Ég fór ekki í sjálfa útskriftina, hafði ekki tíma né nennu til þess að taka á móti plagginu í laugardagshöll.

Annars er ég fámáll þessa dagana. Hver dagur er eins og sá næsti og það er ekkert að gerast. Vinna, spilerí og meiri vinna, ég er orðinn hundleiður á allri þessari vinnu. En er ekkert að losna úr þessu á næstunni, því miður.

En koma tímar, koma ráð.

08 júní, 2007

Útlit

Fyrir nokkrum dögum þá leit ég í spegilinn og ég minnti sjálfan mig á sjónvarpsþætti um löggur frá 1980. Smá lubba (bítlahár) og skegg (bulldozer). Búinn að fitna um nokkur kíló og útlitið orðið hirðulaust og ég lúinn. Búinn að minnka notkun rakakremsins og rakspírans. Gerist þetta ekki eftir nokkurn tíma? Maður verður hirðulaus um útlit þegar maður er búinn að vera í sambandi í einhvern tíma. Síðan má ekki gleyma því að í nokkrar vikur þá var ég bara að hugsa um einn hlut og það var ritgerðin. Allt annað fór forgörðum.

En jæja það er ekki nógu gott. Ég hef lært það að ef maður er ánægður með útlit sitt þá er líklegra að maður sé ánægður með allt annað. Ánægður með útlit=meira sjálfsálit.


Þannig að skeggið fór í gær og vonandi kemst ég í klippingu seinna í dag (kemur í ljós hvort að það takist).

07 júní, 2007

Misnotkun

Þar sem ég er að vinna í fyrirtæki sem sérhæfir sig í að taka alla fjölmiðlaumfjöllun saman þá nálgaðist ég það sem ég sagði nákvæmlega í viðtalinu á Íslandi í dag.

Rosalega er maður hégómagjarn....

Jens Ívar: Mér finnst það fegurð og hamingja. Mér finnst það alveg yndislegt að geta labbað hérna inn, sérstaklega í Ölstofuna sko, sérstaklega þar sem þeir eru búnir að vera að kvarta svo mikið, og geta labbað hérna inn og andað að sér fersku lofti, keypt sér bjór og drukkið hann án þess að þurfa að kafna og deyja.

Þarf að laga þetta sko.. engin spurning.

06 júní, 2007

15 Mínútur, 2 farnar, 13 eftir

Á föstudaginn síðasta þá skrapp ég niður í bæ til þess að upplifa bæinn reyklausan. Mig langaði að fara á tónleika á Grand Rokk en fólkið sem ég hitti var ekkert of spennt. Vorum fyrst á Boston og síðan var haldið á Ölstofuna og drukkið bjór og með því. Var með Halli, Ragga og Leif lungað úr kvöldinu en hitti Binna, Halla dökk og einhverja fleiri. Ég var auðvitað rosa spenntur yfir reyklausadæminu og vegna gríðarlegs athyglissýki þá tókst að troða mér í sjónvarpið.

Birt var samtal í Íslandi í dag á sunnudaginn síðastliðin (er á 13.25 mínútu í "úti að reykja").

En á föstudaginn þá leit ég í spegil um morguninn og upplifði sjálfan mig eins og sjónvarpsstjörnu í bandarískum lögguþætti árið 1980. Með bítla lubba og smá skegg. Er enn að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara í klippingu og raka burt þennan hýjung.

04 júní, 2007

Steggjun

Á laugardaginn síðasta var hann Bjössi steggjaður. Hann er að fara og gifta sig næsta laugardag og settumst við félagarnir niður og skipulögðum smá geim fyrir manninn.

Ákváðum að hafa þetta steggjun þar sem væri lögð áherslu á gleði og samveru. Hann var sóttur um hádegi þar sem hann var að tefja fyrir konunni sinni vegna þess að það átti að gæsa hana. Við sóttum hann og rukum með hann strax niðrí bæ á snyrtistofu þar sem fæturnir á honum voru snyrtir. Svo var stefnan tekin á Subway þar sem hann fékk risabát, ég var ekkert voðalega sáttur við þennan lið dagsins þar sem maturinn dugði einfaldlega ekki til en það var bætt úr því með kaupum á nokkrum auka bátum.

Þá var skotist í keiluhöllina þar sem honum var troðið í búning af "eigin" ósk og voru teknir 10 leikir af þythokkí þar sem hann Bjössi fór á kostum og sigraði okkur 8-2. Síðan var honum hent á etthvað danstæki þar sem hann spriklaði eins og hann ætti lífið að leysa. Lagði sig gersamlega allan fram.

Síðan var tekin stefna á Miklatún þar sem það var farið í skotbolta og sto. Strákarnir reyndu að hunsa tilmælin mín um hvernig ætti að standa að þessum leikjum en eftir smá deilur þá hlýddu drengirnir. Mér tókst auðvitað að útata buxunum mínum í mikla grasgrænu en það var alveg þess virði.

Eftir nokkra stund var farið til Ella á Vatnsenda þar sem hljómsveitin hans var að æfa. Fékk Björninn að taka "fjöllin hafa vakað" við miklar undirtektir. Eftir nokkra stund þar var farið í heitan pott og sturtu í Orkuverinu þar sem mér tókst að meiða mig nokkuð vel... síðan var skroppið í heimahús þar sem 250 gramma hamborgarar með öllu, bjór og póker var stefna kvöldsins.

Við spiluðum texas holdup og flestir af okkur höfðum aldrei spilað þetta. Þúsund kall frá hverjum og einum var í pottinum og vorum við 13 talsins. Eftir 3 tíma spil stóð steggurinn upp með næstum allan pottinn (hann Halli þurfti að fara snemma og tók sinn 1500 kall með sér).

Þetta var góð stund með skemmtilegu fólk. Eini gallinn var að við höfðum ekki skipulagt hvernig Björninn myndi komast heim. En vona að það hafi ekki verið mikil hneisa.

01 júní, 2007

Vinna og reykingarbann

Aksjón dagsins var að það stíflaðist niðurfall á þriðju hæð, kjarna 2. Píparinn kom og hamaðist í klukkustund en allt kom fyrir ekki. Það var helt einhverjum stíflubana í niðurfallið, algjöran fjanda.

En núna, eftir að klukkan slær níu og ég losna héðan úr Þjóbó þá ætla ég að halda niður í bæ og athuga hvernig lífið er í reykingarbanni. Ég hef lengi ætlað að skrifa um þetta reykingabann en einhvern veginn þá hefur mér ekki gefist tími (lesist sem leti og ritgerð).

Ég fagna þessu reykingarbanni. Núna get ég loksins notið þess að fara á tónleika, djamma o.s.frv. án þess að vera deyja úr reykeitrun. Ég hef ekki getað að fara að dansa almennilega á Íslandi í langan tíma (held að það hafi verið Jagúar tónleikar í Ýmir húsinu sem ég fór á fyrir löngu síðan, þar stóð Leifur sig vel). Núna er komið reykingarbann og þá getur maður farið drukkið bjór og andað!

Og þið sem kallið þetta kúgun og þvíumlíkt. Piff.. farið í rassgat.

31 maí, 2007

Vinna

Byrjaður að vinna á fullu. Þessa vikuna mæti ég klukkan 13 og er til 21. Næstu viku þá er mæting klukkan átta og maður vinnur til fjögur.

Ágætur vinnutími og vinnan sjálf er ágæt.

24 maí, 2007

Einkunn

8,5

Framsókn - Fréttaskýring

Hann Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóri er stiginn niður sem formaður Framsóknar. Þetta kemur ekkert á óvart þar sem hann náði ekki inná þing og er fallinn úr ráðherrastól.

Ég held að Framsókn muni láta lítið í sér heyrast á næstunni. Þeir munu stokka upp spilin og velta fyrir sér framtíðinni. Það gerist ekki mikið hjá henni fyrr en að næsta flokksþingi.

Ég held að það hafa tvær fylkingar verið í Framsókn, nýir tímar með Halldór Ásgrímssyni og svo gamla hugmyndafræðin. Miðað við atburðina sem eru að gerast í Framsókn þá virðist gamla hugmyndafræðin algerla ráða núna. Þegar Halldór fór þá lýsti hann yfir algjörum vantrausti á Guðna Ágústsson þar sem hann átti að stíga upp í sætið. Það voru orðrómar um Finn Magnússon og einhverja fleiri kalla en síðan var hann Jón Sigurðsson dreginn upp sem eitthvað óskabarn og gerður að formanni.

Hann tók við rjúkandi rústum, ekki bara fór virtur þingmaður og ráðherra á móti honum í kosningunum (Siv) og fékk góða kosningu, þá leit allt út fyrir að Framsókn myndi tapa stór í næstu þingkosningum. En hann reyndi og því miður þá kom hann fram eins og hrokafullur menningarsnobbari í fjölmiðlum. Guðni var nokkuð sniðugur svona eftir á að hyggja, að fara ekki í formannslaginn, þeir töpuðu kosningunum og þá getur Jón tekið það fall.

Jónína Bjartmarz fór á móti Guðna í varaformanninn og tapaði, núna er hún fallin af þingi.

Ég ætla að spá því að Guðni muni standa sig ágætlega í formanns hlutverkinu, það á eftir að gusta af Valgerði Sverrisdóttur á þinginu og hún mun taka við varaformanninum.

Ég hugsa að það sé spennandi tímar framundan hjá Framsókn.

21 maí, 2007

30 ára

Þá er aldurinn kominn. Ég er kominn á fertugsaldurinn, sem er auðvitað alveg fáranlegt. Ef ég drepst í bílslysi kemur frétt sem segir maður á fertugsaldri lést í ...

En ég er nýorðinn 30 ára gamall.. sjit hvað er að íslenskri málhefð.

En það er lítið sem maður getur sagt við því. Svona er þetta bara.

Annars hef ég lítið að segja.

Jú...

STARCRAFT 2!!!!

ómægod.

19 maí, 2007

Sumarið

Ég hef tekið ákvörðun varðandi sumarið. Ég ætla aðeins að róa mig niður og setjast yfir framtíðarplön. Ekki taka neinar ákvarðanir. Ætla vinna í Þjóðarbókhlöðunni og í FMV. Ég hafði hugmyndir um meistaranám en ákvað að fresta því aðeins. Ætla setjast niður og forgangsraða ýmsum hlutum og skoða ýmsa hluti betur.

Ég á afmæli eftir 1 klukkustund og 4 mínútur þegar þetta er skrifað. Afmælisdagurinn verður harla merkilegur þar sem ég verð að vinna allan daginn. Er með sjónvarpsfréttirnar sem voru í kvöld, morgun- og hádegisfréttirnar á morgun og svo kvöldfréttir stöðvar 2 á morgun. Ætli ég verði ekki búinn að vinna um níu leytið.

Kærastan er búin að plana eitthvað en ég hef ekki hugmynd um hvað það er. Verð bara að láta koma mér á óvart.

16 maí, 2007

Dagar víns og rósa

Tveir dagar hafa farið í nokkuð afslappelsi. Gærdagurinn fór í bókalestur og almennt hangs og dagurinn í dag er að fara í það líka. Sofa frameftir, lestur o.s.frv.

Mun reyna spila í kvöld en veit ekki hvernig til tekst með það. Á morgun verður kvöld með kærustu og börnum hennar.

Ég á ekki að byrja vinna fyrr en 29. maí og er ég sáttur við það. Ætla mér að kíkja á meistaranám og kynna mér kennararéttinda nám, spái líka í vinnu í haust og fleira til.

Ætla mér að undirbúa roleplay, dúllast í kærustunni (bæta upp fyrir skapið mitt), og bara halda áfram að hangsa. Ef einhver lesandi hefur ekkert að gera á daginn þá er ég svo laus að það hálfa væri nóg.

15 maí, 2007

Ritgerðin

Ég er enn að átta mig á að ég er búinn að skila. Var að vinna í kvöld þannig að það gafst ekki mikill tími til að fagna. En fór og keypti bækur (las líka eina) og var hangandi í miðbænum í góða stund.

En vegna mikilla beiðna um að fá ritgerðina þá fann ég aðferð til að fólk geti einfaldlega bara náði í hana á netinu

"Engin skylda að kenna kynfræðslu"

Og þeir sem lesa, ekki segja mér frá málfræði- og stafsetningavillum, alls ekki strax.. kannski eftir 3 daga.

Hrós eða comment um efni hennar er vel þegið.

14 maí, 2007

Ritgerðarskil

BÚINN AÐ SKILA.

2-1, loksins, loksins. Á ekki þetta lengur eftir.

Ritgerðin er að klárast

Var að senda ritgerðina til prentunar. Sendi hana til samskipti í Hverfisgötu, þeir voru ódýrari en háskólafjölritun og sögðust geta klárað að prenta hana út í dag.

en já.. skrifa meira seinna.

11 maí, 2007

3 dagar í skil

Nú er ég steiktur. 6 Tímar í þjóðarbókhlöðunni og ég var hérna til lokunnar.. fyrsta skiptið á ævinni, það er að segja se nemandi.

Var að bæta við heimildum og lesa meira yfir hana með tilliti til athugasemda frá kennara.

Súr, rosa súr.

En þetta þýðir að morgundagurinn verður auðveldari.

10 maí, 2007

Breytt viðmið

var hjá kennaranum áðan og við fórum saman yfir ritgerðina. Það eru nokkrir kaflar sem nauðsynlega þarf að breyta og það mun ekki vera nóg að hafa daginn í dag til þess. Svo að ég mun skila ritgerðinni á mánudag.

Það er hálf fúlt að þurfa skila á mánudag. Helgin er einhvern veginn ónýt vegna þess. En kennarinn sagði að einn kafli sérstaklega þyrfti að vinna við. Kaflinn sem fjallar um íslenskar rannsóknir og þá er ég aðallega að skoða aðrar Ba og Ma ritgerðir. Ekki skemmtilegt efni það.

Búinn að uppfæra niðurtalninguna En einhvern veginn er helgin ónýt.. en ætla samt að taka þátt í kosningum.. verð bara enn að hugsa um ritgerðina.

Síðan á mánudag þá mun ég eyða kvöldinu í að vinna.. pirr..

And now for something completely different

Ætlaði að skrifa um eitthvað allt annað en ritgerðina mína.. en hef ekki hugmynd um hvað það átti að vera.

Eitthvað rosa skemmtilegt.

Jæja það verður víst að bíða betri tíma.

Nú ætla ég að fara í bólið. Orðinn frekar steiktur.

09 maí, 2007

Farin

Það virðast margir hafa verði með þá flugu í kollinum að ég væri búinn að skila ritgerðinni. Svo er ekki. Sú ritgerð sem ég skilaði voru fyrstu drög til kennara.

Nú eru farin af stað síðust drögin til kennarans. 46 síður, 14.228 orð, 75.472 stafir.

Ég ætlaði að skrifa þakkir en þar sem ritgerðin er ekki enn kominn í höfn þá ákvað ég að hætta við það.

Miðvikudagur, Fimmtudagur... Föstudagur. Um klukkan 16:00 verður þessari göngu lokið.

Eftir föstudaginn á ég ekki lengur eftir að gera ritgerðina. Ég get sagt við fólk sem er að tala um Ba ritgerð "þetta er ekkert mál, maður þarf bara að byrja".

Hugsa að ég geti ekki lýst þeirri tilfinningu að þetta sé að verða búið.. hugsa að ég sleppi því þangað til að þetta er búið.

08 maí, 2007

Að nálgast endamörkin

Kristbjörn tók að sér að lesa yfir ritgerðina. Hann er á fullu að fara yfir og það gengur mjög vel. En þetta er mikið verk og aðal verkið er að samþætta stílinn. Ég er víst með stíl sem nefnist "algjör beygla og ringulreið".

Bætti við nokkrum heimildum í ritgerðina og fann eina sem hefði hjálpað mér rosalega.. ef ég hefði fundið hana fyrir 2 vikum.. núna er bara minnst á hana.

Í dag er þriðjudagur, á morgun skila ég lokadrögum til kennarans.. snemma morguns.. mun eflaust fá hana strax aftur um kvöldið eða fyrr part fimmtudags. Þá hef ég einn dag í að leiðrétta helstu agnúana.

Síðan föstudagur... þá eru skil. Þá verður skotist í háskólafjölritun og keypt nokkur stykki af "Engin skylda að kenna kynfræðslu".

Ég hugsa að ég bjóði Kristbirni upp á ís...

05 maí, 2007

Vinna á laugardegi

Ég er búinn að sitja við eldhúsborðið heima hjá mér, fyrir framan tölvuskjá í allan dag, búinn að vera fara yfir ritgerðina með ábendingar kennarans í huga. Frá hádegi til klukkan hálf tíu. Núna er ritgerðin farin til Kristbjörns sem tók að sér það "skemmtilega" verk að lesa yfir hana.

Ég er búinn að taka svona 60 armbeygjur í dag, reyna lyfta mér upp á dótinu hans pabba 6 sinnum (aldrei tekist), tekið þó nokkrar jógastelling, etið (já, etið, ekki borðað, þar sem það myndi ekki lýsa hvernig ég tróð í mig) helling af nammi, drukkið um einn og hálfan lítir af pepsi max og tekið nokkrar box combo.

Þetta er búið að vera erfiður dagur. En ég held að hann sé þess virði.

Jæja best að skella sér í vinnuna.

Spjall við kennarann

Ég fékk ritgerðina í hendurnar í gær aftur frá kennaranum. Ég dvaldi hjá henni í tvo tíma. Hún sagði mér frá hennar áliti á ritgerðinni, sagði að athugunin væri góð og kaflinn sem fjallaði um hana vera nokkuð góðan og það væri lítið við hann að athuga. Einhver texti sem þurfti að laga en ekki mikið annað.

Hitt var annað mál. Bæta við inngang, gera fræðilegri kafla betri þá sérstaklega um námsefnið sem er til og fjalla ítarlega um námskrána. Gera niðurstöðukaflana mun betri og skerpa talsvert á þeim. Það þurfti ekki að laga heimildaskránna.

Hún spurði líka hvort að ég væri lesblindur. Hún sagði að ég flakkaði fram og til baka í tíðum og setningauppsetning hjá mér væri á köflum mjög slæm.

Ég hélt andliti allan tímann meðan ég var ég hjá henni. Eftir að ég rölti út þá var ég alveg tómur, þetta tók rosalega á, mun meira en ég bjóst við.

Ég vissi svo sem að ég væri slæmur í íslensku. En ég veit ekki hvort að ég gerði mér grein fyrir því að ég væri svo slæmur að einhver fékk þörf fyrir að spyrja hvort ég væri lesblindur. Ég gerði mér grein fyrir því að þetta er fötlun ef fólki finnst að ég sé svona slæmur í íslensku. Hvernig get ég skilað skýrslu ef fólk tekur bara eftir málvillum, hvernig get ég kennt í eldri bekkjum grunnskóla ef nemendur fara að leiðrétta mig í stafsetning og málfari?

Ég er tómur, algerlega tómur, fann fyrir því þegar ég gekk út. Finnst ég vera misheppnaður og algerlega týndur. Draumar mínir um að gefa út bók, gerast rithöfundur, mennta mig enn frekar og vera gott fordæmi fyrir aðra til að fylgja eftir.. allir þessir draumar eru einhvern veginn komnir lengra í burtu en þeir voru.

Mig dreymdi illa í nótt og vaknaði um miðja nótt með blóðnasir. Hef stundum fengið blóðnasir upp úr þurru vegna spennu og stress í líkamanum. Ég hef fengið blóðnasir við að lesa spennandi bók svo þetta er kannski ekki óeðlilegt. Eða kannski eru þetta sterkari vísbendingar um geðveiluna í mér?

Ég er kominn með prófarkalesara sem mun fara yfir ritgerðina og er byrjaður að fara yfir ritgerðina með punktunum sem kennarinn lét mig fá. Ég veit að ég mun skila ritgerðinni, en þetta rosa högg á sjálfsvirðinguna og -álitið er eitthvað sem ég verð lengi að jafna mig á.

Ekki svo að skilja að ég viti ekki að ég hef marga góða kosti og ég veit að ég er heppinn vegna þeirra vináttu og fjölskyldu sem ég hef fengið að njóta hingað til. Ég hafði bara meiri trúa á mér.

02 maí, 2007

Ritgerð

Jæja. Búinn að skila fyrstu loka drögum til kennarans. Lét líka úrdrátt og titilsíðu til hans í dag. Ég býst við því að þetta sé lokið nema ef hann segir mér að þetta sé skeinipappír. Sem ég held að gerist ekki.

Spennufallið er ekki komið. Er með smá hnút í maganum yfir því að fá neikvætt svar. En það er ekki stór hnútur.

Á morgun mun ég lesa yfir ritgerðina.. og lesa hana upphátt. Þeir sem vilja hlusta á lesturinn skuli láta mig vita og ég skal senda þeim sama mp3 færslu ;)

Er núna að dúlla mér í roleplay. Hann Leifur er á landinu og er að reyna fullnægja þörfum hans fyrir spileríi. Gengur ekkert sérstaklega vel.

30 apríl, 2007

Inland Empire

Kærastan minntist á að við höfðum farið í bíó á myndina Inland Empire. Ég fékk boðsmiða í gegnum kvikmyndaklúbbinn Græna Ljósið og bauð henni á myndina á laugardaginn.

Myndin var alger snilld. Hún var löng (172 mínútur) og var David Lynch mynd í gegn. Súrir karakterar, fáránlegar kringumstæður, tíma- og veruleikaflakk í sinni súrustu mynd.

Allan tímann þá hélt hún manni í spennu og taugatitringi. Hún var ótrúlega "Creepy" og það voru næstum öll atriði myndarinnar voru með einhverri ógn. Notkun hans myndatöku og lýsingunni var ótrúleg.

Mér finnst þetta vera besta mynd David Lynch, fannst hún meika sens á einhvern undarlegan máta. Fyrir mér var þessi mynd spennumynd, jafnvel hryllingsmynd. Hún fjallaði um baráttu við mikla ógn sem sigraðist á endanum.

Endaatriðið þegar stafirnir eru að fara upp er geggjað. Það var einhvern veginn fullnægjandi miðað við það sem hafði gengið á allan tímann, alger °180 beygja.

Þetta var geðveik upplifun og ég mæli hiklaust með henni.

Ritgerðarfréttir. Var að senda kennaranum fyrstu fullkláruðum drögum og er sáttur við það sem ég skilaði. Mjög sáttur. Eflaust á eftir að slípa ýmislegt en held að hún sé bara nokkuð góð.

Þarf að skila tittli strax og er búin að setja niður
"Engin skylda að kenna kynfræðslu"
Kynfræðsla í íslensku skólakerfi.

Hvernig líst ykkur á hann?

29 apríl, 2007

Helgi

Á föstudagskvöld var tónleikakvöld. Byrjaði á því að kíkja á Torvaldssen þar sem ég hitti vinnufélagana þar sem var drukkið öl og etið fusion mat. Ég átti langt kvöld framundan þannig að ég fékk mér einn bjór og ég mér svo við kókið.

Síðan bauð kærastan mér á tónleika með Nouvelle Vague.Eftir yndislega tónleika var skotist aftur á Torvaldssen og rölt með fólkinu um bæinn. En um eitt leytið þá kvaddi ég hópinn og hélt á Grand Rokk til að hlusta á snilldarbandið Dikta. Á þeim tónleikum var svitnað vegna hita og mannþröngs. En frábærir tónleikar sem ég verð einfaldlega að heyra meira af.

Um ritgerð er þetta að segja.. Ég er á síðustu metrunum. 40 bls eru komnar, búin að setja upp, er búin að finna titil "Það er ekki skylda að kenna kynfræðslu - Staða kynfræðslunnar á Íslandi". En er ekki með hann 100%.

Það er búið að lesa yfir ritgerðina, Elli, Halli og Hallur hafa aðstoðað mig að þessu leyti. Núna er ég að fara yfir nokkra punkta sem Hallur bendi mér á og á morgun mun ég skila fyrstu drögum til kennarans.

Ég hlakka svo til..

25 apríl, 2007

Athugasemdir við ritgerð

Ég er búin að senda ritgerðina á nokkra aðila og hef fengið nokkur komment. Ég leiðrétti aðferðafræðikaflann í dag.

Ég ætla að fara betur yfir ritgerðina á morgun með nokkra punkta á bakvið eyrað. Stefni á það að vakna snemma (eða fara sofa seint í kvöld) og byrja að vinna. Ég þarf nefnilega að mæta í box klukkan sex og síðan beint eftir það í vinnuna.

Ég ætla taka betur á rannsóknarspurningunum og setja umræðukaflann betur upp á morgun.

Um ritgerð

Já, það hafa margir bent á ýmislegt sem betur mætti fara. Það er einn búin að lofa mér að senda til mín ábendingar (eða tuð eins og hann kallaði það) í kvöld.

Það virðist vera tilhneying til þess að reyna draga úr gagnrýni. Ég skil þessa lensku og geri þetta eflaust oft sjálfur. En gallinn er að þá kannski stendur maður með ritgerð í höndunum sem er meingölluð. Maður á að gera eins og Dale Carnegy.

Byrja að koma með eitthvað hrós "setningin á blaðsíðu 5 er nokkuð góð eða þetta er nokkuð löng heimildaskrá" síðan á að koma með bomburnar. Og vera með góða gagnrýni.. ekki segja mér finnst hún góð eða ekki góð.. heldur segja hvað er gott. og hvað er slæmt.

En ég er rosa þakklátur fyrir alla þá gagnrýni sem ég fæ. Ef ég fæ hana þá segir það mér að ég get bætt um betur.

Núna er ég að vinna í umræðukaflanum sem er augljóslega allt of mikið blaður og ekki reynt að svara spurningum sem ég set fram. Búin að setja rannsóknarspurningarnar betur upp og er að umræðukaflanum.

24 apríl, 2007

Á fullu

Jæja. Umræðukaflinn er í vinnslu og jafnvel er hann að klárast. Nú vantar mig einhverja fórnfúsa einstaklinga til að lesa yfir ritgerðina. Ég er komin með einn prófarkalesara svo þeir sem vilja lesa þurfa ekki að spá í stafsetningu.. heldur frekar flæðinu og hvort að þessi ritgerð sé að meika einhvern sens.

Jæja hverjir vilja fá 25 blaðsíðna ritgerð til að lesa yfir (línubil 1)?

Fólk getur beðið um það í kommentkerfinu eða send mér mail á simplyjens - at - gmail - punktur - com.

23 apríl, 2007

Vinna, spila, skrifa

Jæja, ég er að vera búin með að skrifa upp niðurstöðukaflana. Nú er bara að vona að ég sé ekki að gera einhverja vitleysu. Ég held að svo sé ekki, kannski má aðeins laga ýmislegt en ég held að þetta gangi upp.

Ég var að vinna mikið um helgina og hafði engan tíma til að sinna ritgerðinni.. en hugsaði mikið um hana. Setti upp tvo kafla í huganum á laugardaginn á meðan ég var að hanga í húsdýra og fjölskyldugarðinum.

Mig langar að segja upp vinnunni minni, hætta þessu, ég er bara ekki nógu góður í þessu starfi sem ég er í. En það er laust starf þar sem ég vinn. 2 daga í viku og aðra hvora helgi. Ef einhver lesandi er góður að pikka inní tölvur, fylgist aðeins með þjóðfélaginu og er ágætur í stafsetningu þá er þetta starf fyrir hann/hana. Ágæt laun.

Kannski ekkert sniðugt að plögg fyrir vinnuna á stuttu eftir að ég er búin að segja að mig langi að hætta.. en hverjum er sama um það.

Ég er kominn með helling af hugmyndum um "the aftermath" ég held að þetta sé einn besti heimurinn sem ég hef uppgötvað.

En já áætlun fyrir vikuna - með fyrirvara um breytingar vegna athugasemda kennara.

Mánudag - klára niðurstöðukafla. Update - búin að þessu

Þriðjudag - Byrja á umræðukaflanum, fara í box klukkan 18. Fara nokkuð langt í umræðukaflanum.

Miðvikudag - Hreinsa upp aðferðarfræðikaflann sem er nokkuð gallaður (skrifaði hann næstum beint upp úr annarir ritgerð (smá short cut) sen sá kafli er víst meingallur, er að blanda saman hugmyndafræðum og er bara drasl... kennir manni kannski að maður ætti ekki að taka shurt cuts.). Finna fleiri heimildir af kynhegðun ungmenna á Íslandi.

Fimmtudag - Setja ritgerðina upp. Gera forsíðu o.s.frv.

Föstudag - Senda ritgerði í prófarkalestur - jafnvel að gera það fyrr ef aðstæður leyfa.

Mánudag - 30. apríl, skila fyrstu almennilegum drögum til kennarans.

20 apríl, 2007

Sylvía Nótt/Ágústa Eva

Ágústa Eva sem er þekkt betur undir gervi Sylvíu Nætur er algjör snillingur. Það var viðtal við hana í fréttablaðinu í dag þar sem hún sagði að Sylvía Nótt væri andhetja, að hún væri vondi kallinn.

Þegar það voru sagðar fréttir um að Sylvía Nótt hefði ekki mætt á undirritun í bensínstöð fyrir börn, þá fannst mér það einhvern veginn svo fyndið, hugsaði með mér "við hverju bjóst fólk?". Sylvía Nótt var andstyggileg persóna sem ekkert barn átti að dýrka.

Nú er Ágústa komin úr skápnum og búin að lýsa yfir sannleikanum með þessa persónu. Hún er vondi kallinn, hún er svarthöfði, hún er morðinginn í slasher mynd.. hún er vond persóna.

Finnst þetta stórkostlegt. Hvað ætli margir séu að klóra sér í hausnum yfir þessu og eru að velta því fyrir sér hvað þeir eigi að vera hugsa?

Annars er ég búin með 3 af 7 niðurstöðuköflum um rannsóknina. Búin að skrifa upp innganginn og fara yfir ritgerðina, laga formgalla á heimildaskrá og setja inn efnisyfirlit. Stefni á það að vera búin að skrifa alla niðurstöðukaflana næsta þriðjudag og byrja þá á umræðukaflanum. Er búin að senda kennaranum það sem ég er búin að vera skrifa með einfalda spurningu „Er ég á réttri braut?“ Ef ég fæ jákvætt svar frá henni þá er ég á grænni grein.

Ef ég fæ aftur á móti neikvætt svar.. þá er ég í vandræðum en mun auðvitað vinna mig út úr þeim með aðstoð hennar.

19 apríl, 2007

Status report

Inngangur er búin og er nokkuð ánægður með hann. Er byrjaður að gera niðurstöðukaflana en tókst lítið að fara í það í gær. Er að vinna í því núna. Ætla að gera sem mest í kvöld og jafnvel vinna fram á nótt. Ef mér tekst að klára 3 kafla í niðurstöðunum þá mun ég henda þeim köflum og innganginum til kennarans.

Á morgun verður svo haldið áfram með þetta, en um kvöldið verður unnið og spilað. Um helgina verður lítið unnið í ritgerð, þar sem ég er að vinna talsvert og mun passa börnin.

Á mánudag verður síðan haldið áfram með niðurstöðukaflana. Á þriðjudag mun ég líta yfir það sem er búið og hvað er eftir og skrifað þær niðurstöður hér.

17 apríl, 2007

Peysa

Ég er ekki peysumaður. Ég er skyrtumaður. En um daginn þá fékk ég leið á skyrtunum og langaði að fara í peysu og komst að því að ég átti enga peysu. Ég sá aftur á móti peysu í Guðsteini Eyjólfssyni á 2000 kall og er nokkuð sáttur við hana þar sem ég sit og skrifa þessi orð.

Það tókst að greina viðtalið í gær og setti það í stóru greininguna. Ég var dreginn í vinnu í morgun (maður getur ekki sagt nei við mömmu sína) en áður en ég mætti þá tókst mér að rita upp skissu af inngangi sem ég þarf að líta betur á.

En kannski má segja það að ég þekki þetta efni mjög vel og á nokkuð auðvelt með að rita niður mínar hugmyndir og mínar pælingar.

Þegar ég er að skrifa þetta niður þá er ég að hlusta á kastljós í kvöld og það er merkilegt hvað það er drullað mikið yfir Framsókn, það er gripið fram í fyrir þeim, það er hrópað að þeim og jafnvel púað (frá öðrum frambjóðendum). Skil svo sem af hverju það er gert en þetta finnst mér nokkuð langt gert? Hann Einar K. er mjög æstur og æsir sig allt of mikið og Grétar Mar er snilldar kall.

16 apríl, 2007

Dagskrá vikunnar

Mánudagur - greining á viðtali og setja það inní stóru greininguna.

Þriðjudagur - Inngangur, skrifa hann upp á nýtt, fókusera betur á þau atriði sem ég vil fá fram.

Miðvikudagur - byrja niðurstöðukaflann. Skrifa upp úr greiningunum.

Fimmtudagur - halda áfram með niðurstöðukaflann - senda kennaranum innganginn og niðurstöðukaflann klukkan 22:00 og spyrja kennarann hvort hann geti hitt mig í næstu vikur, helst á þriðjudag eða miðvikudag.

Föstudagur - hreinsa upp villur í heimildarskrá og sjá lesa yfir hina kaflana sem ég er búin að rita með tilliti til nýja innganginum.

Laugardagur - Vinna og passa

Sunnudagur - Vinna

Mánudagur - Halda áfram með yfirlesturinn, spurning um að senda e-h ritgerðina til að fá álit annars en kennarans á mínu riti.

Þriðjudagur - rita aðra svona vikuyfirferð upp á næstu viku.

Annars var lítið gert um helgina :( ekki nógu gott.

13 apríl, 2007

Líkamsrækt og gærdagurinn

Ég hef af og til skellt mér í einhverja hreyfingu, og einu sinni hef ég skellt mér í aðhald. Ég hef boxað, dansað, jógað og lyft lóðum.

Þetta hefur allt verið gaman en einhvern veginn lognast út af. Síðast fór ég í herþjálfun og eftir 6 vikur þá var námskeiðið búið og ég réttlætti fyrir sjálfum mér að ég hafði ekki efni á þessu (lesist: nennti þessu ekki meira).

En nú er ég komin aftur á kreik og ætla að skella mér í box. Var í öðrum tímanum í gær. Tókst að draga Ragga með mér á þá tíma og við höfum fjárfest í mánaðarkorti. Já núna er það box þrisvar í viku. Í dag er ég með harðsperru í hægri kálfa og axlirnar eru eitthvað að kvarta og líkaminn er svo með eitthvað almennt tuð um verki og þreytu.

Verð einhvern veginn að koma blóðin í mér af stað.

Annars þá var ég að rita upp viðtal og kláraði 13 mínútur og 25 sekúndur af því viðtali sem skilaði sér í 4 A4 blaðsíðum. Ágætur árangur það en ætla mér að tvöfalda það að minnsta kosti í dag. Markmið dagsins er að vera búin með 30 mínútur af viðtalinu. (uppfærsla - er búinn með 30 mín á viðtalinu, kominn í 9 blaðsíður... en ætla halda áfram... klukkan er 15:25 og viðtali er lokið.)

12 apríl, 2007

Ritgerð og líðandi stund

Já nútíminn kallar. Maður getur ekki troðið höfðinu ofan í sandinn og vonast til þess að allt bjargi sér af sjálfsdáðum.

Jæja það gengur ekki lengur og nú hef ég tekið ákvörðun um að rita hér á bloggið mitt hvernig mér gengur með ritgerðina, einu sinni á dag mun ég rita árangur dagsins og hvaða verkefni ég er að taka mér fyrir hendur.

Ef þið sjáið að ég hef ekki skrifað neitt þá bið ég ykkur, lesendur góðir, að hafa samband bið mig með tölvupósti eða símhringingum og böggið mig... já ég vil fá bögg.

Það eru 29 dagar til stefnu og ég verð að klára þessa ritgerð og þarf smá stuðning við.

Þannig að ég bið ykkur um smá aðstoð.

Annars er allt í góðu, fór um páskana í sumarbústað og það gekk framar vonum, vorum 6 fullorðnir og 5 börn í 48 fermetrum í þrjár nætur og engin rifrildi og engin pirringur. Alveg ótrúlegt.

En já lærdómurinn kallar. Í dag er ritun viðtals. Mun segja ykkur á morgun hvernig gekk og hvað ég er komin langt.

02 apríl, 2007

Heimavinnandi húsmóðir

Var beðin um að passa börn kærustunnar í dag. Þau eru auðvitað í skólafríi en foreldrið var í vinnunni. Var auðvitað vakinn snemma og borðaði morgunmat, síðan komu frænkur og vinir í heimsókn og á meðan þá þreif ég baðið, vaskaði upp, skúraði eldhúsið,þreif hamstursbúrið. Spilaði síðan landnemana og núna er annað barnið farið út á meðan hitt situr við tölvuna og er að "sýna" frænku sinni neopets.

Íbúðin er tiltölulega hrein og ég nenni varla að þrífa meira.

Þetta er búið að vera ágætt, bara rólegt með hávaðaköflum.

28 mars, 2007

Blog leti

Eða ætti maður bara að segja leti?

Daufur..

ætla bara vera svoleiðis áfram.. þangað til að ég hætti því.

En annars eru Song of fire and ice bækurnar alveg frábærar.. mæli með þeim.

20 mars, 2007

Vændi á Íslandi

Þurfti að fjalla um Íslands í dag í gær. Þar sem Bjarni Benediktsson og Árni Gíslason tókust á um nýju lögin varðandi vændi. Þar sem ég hafði ekkert að gera og þurfti að bíða eftir 10 fréttum þá hlustaði ég á þessar umræður.

Nýju lögin eru þannig að það er ekki refsivert að stunda vændi, svo lengi sem þú ert ekki pimp eða að vændi sé aðalatvinna þín.

Í umræðuþættinum þá var minnst á sænskuleiðina, Bjarni Benediktsson, setti þetta upp eins og það væru bara tveir kostir í dæminu. Sænsku leiðina eða þessa leið og þar sem sænska leiðin væri nú með galla þá þyrftu þeir að taka hina leiðina.

Atli Gíslason var gamall og lengi að tala og hans rökstuðningur einhvern veginn festist ekki í huganum á mér. Örugglega talaði með góðum rökum og málflutningi en satt að segja man ég lítið það sem hann sagði.

Það var samt eitt atriði sem ég sperrti eyrunum við. Hann Bjarni sagði að sænska leiðin væri slæm þar í Svíþjóð hafði þessi leið ýtt vændinu á netið og í undirheimana og nú væri þessi heimur einhvern veginn harðari. Og notaði þetta sem eitt af rökunum fyrir því af hverju það ætti ekki að fara þessa leið.

En hvernig er þetta á Íslandi? Er götuvændi? Hvar er vændið? Nú það er á netinu, í dópheiminum, í undirheimunum.

En gaman.. núna getum við átt von á því að ganga niður Laugaveginn og fengið "pisst, ertu að leita þér að skemmtun?" frá klæðalítilli stúlku á götuhorni, og auðvitað löglega. Ég meina, þetta er bara aukavinnan hennar með skólanum.

Ég er bara að spá hvort að menn eins og Bjarni Benediktsson vilja að vændi sé löglegt og það verði eitt af atvinnumöguleikum sem er hægt að stunda hér á Íslandi?

13 mars, 2007

Að bjarga heiminum

Það er stundum sem ég fæ á tilfinninguna að það sé eitthvað rangt við heiminn.. og ég viti hvað hið rétta er. Þegar svoleiðis gerist þá vil ég auðvitað breyta hlutunum strax. Ég vil fá breytingarnar strax. En auðvitað gerist það ekki og auðvitað geri ég mér fljótlega grein fyrir því.

Og það er nokkuð auðvelt að ýta þessum hugsunum til hliðar. Þessum "þetta er rangt, þó að flestir eru ekkert að kippa sér upp við þetta" - hugsunum. Til hvers að vera berjast á móti straumnum.. ég meina, maður gæti haft rangt fyrir sér. Spáið í það, það væri nokuðð auðvelt.

En einhvers staðar verður maður að draga mörk, í öfgum sem og í öðru. Einhverstaðar verður maður að setja niður sín prinsip og reyna átta sig á því í hvernig heimi maður vill lifa í.

11 mars, 2007

Skilgreining á Klámi

Eftir hressilegt upphlaup um klám þá er best að halda því áfram og reyna útskýra hvað ég meina með orðinu Klám.

Klám í mínum huga er miðlað efni þar sem eini tilgangurinn er að vekja kynferðislegar hugsanir.

Klám og kynlíf eiga ekkert sameiginlegt í mínum huga. Ef það er reynt að vekja umræðu og hugsanir sem beinast að einhverju öðru en kynlífi þá er það ekki klám.

Núna er þetta auðvitað ekki fullkomin skilgreingin og eflaust helling af göllum og það er eflaust hægt að finna undantekningar. En þetta er það sem ég meina er ég tala um klám.

Í flest öllum tilfellum þegar fólk er að tala um klám þá hef ég á tilfinningu að annað hvort hefur fólk ekki horft á klámi eða það er að verja samvisku sína vegna klámáhorfs. Meirihlutinn.. meira en 95% af klámi sem er auðvelt að ná í á netinu er viðbjóður, kvenfyrirlitning, ofbeldi, o.sfrv. Hann Robert Jensen, vinur minn, hefur gert rannsóknir og þetta er hans niðurstaða. Þetta er líka mín niðurstaða.

Ég vil hefta algerlega aðgang að þessu, ég vil setja þetta niður í myrkrið, láta þetta vera eitthvern hlut sem bara einhverjir perrakallar horfi á. Ekki að stór hluti unglinga fái óheftan aðgang að þessu og engin kippir sig upp við að stór hluti ungra karlmanna noti þetta til að rúnka sér yfir.

07 mars, 2007

Klám

Klám er búið að vera frekar mikið í umræðunni upp á síðkastið. Byrjaði með klámráðstefnunni (sem ég myndi frekar kalla árshátíð heldur en ráðstefnu) og hefur haldið áfram eftir það. Menn eru að vitna í Silfur Egils þar sem feminísti fór hamförum og lýsti klámi við kynferðislegu ofbeldi.

Ég tók fyrst eftir þessu hjá Hrannari og síðan lenti ég á spjalli við Gissur um þetta og þá fór áhuginn fyrst á flug.

En fyrst.. klámráðstefnan. Ég fagnaði því en var undrandi þegar bændasamtökin neituðu "ráðstefnugestum" gistingu. Ég var á þeirri skoðun að Ísland ætti ekkert að vera taka á móti klámráðstefnum, en ég hugsaði að það væri voða lítið sem væri hægt að gera. Það væri fáránlegt að setja lög um þetta og það eina sem væri hægt að gera væri að bíða eftir því að þeir gerðu eitthvað ólöglegt. En svo komu Bændasamtökin til bjargar og sagði nei. Þeir eiga hrós skilið.

En að klámi. Ég hef horft á það. Gerði það nokkuð mikið á tímabili og fannst ekkert að því. En í dag þá eru skoðanir mínar að breytast. Ég er að gera rannsókn á kynfræðslu í íslenskum skólum og þá fær maður upplýsingar að unglingar vilja fræðast um endaþarmsmök og maður fær vitneskju um að það unglingsstúlkur noti munnmök til að komast inní partí. En hvað tengist það klámi? Ég held að það aukin aðgangur að klámefni sem er staðreynd hafi áhrif á viðhorfum unglingspilts til kynlífs.

En klám er ekkert slæmt.. fyrir sko.. þessa eldri.. ég var á þeirri skoðun líka. En síðan lítur maður í kringum sig og spáir í hvað ég var að horfa á. Ég þori nú varla að setja það hérna inn.. en það voru ýmsar heimasíður sem ég leit á þar sem kynlífið sem þar var sýnt var ekki fallegt eða á nokkurn hátt heilbrigt.

Síðan rakst ég á grein sem ég er sammála. Fræðimaður sem rannsakar klám og spyr einfaldlega hvað er verið að sýna í klámmynd, og hvort við viljum hafa þetta á boðstólnum.

Hann segir "Men spend $10 billion on pornography a year. 11,000 new pornographic films are made every year. And in those films, women are not people.

In pornography, women are three holes and two hands.

Women in pornography have no hopes and no dreams and no value apart from the friction those holes and hands can produce on a man’s penis.
."

Klám er slæmt... mjög slæmur hlutur og þegar ég hugsa betur um þetta þá fyllist ég viðbjóði og skömm á sjálfum mér.

06 mars, 2007

Sjónvarpsþættir

19 september skrifaði ég nokkuð langan pistil um Grays anatomy og ég ætla enn og aftur að skrifa meira um þann sjónvarpsþátt.

Ég horfi ágætlega mikið á imbann, Heroes, CSI, Dexter, Battlestar:Galactica, Supernatural..þið sjáið svona hvaða þema ég horfi á.

En Grays... var að klára að horfa á nokkra þætti og jafnvel í þriðju seríu hafa þeir ekki misst úr taktinn. Engin af aðalpersónunum er dottin úr eða orðin leiðinlegur. Þeir hafa þróað persónurnar í vel úthugsaða átt og skapað persónur sem maður þykir vænt um.

Enn er skemmtilegasta persónan Dr. Yang og samband hennar við Dr. Burke er stórkostlegt. Mannlegi þátturinn hennar hefur verið dregin meira og meira í sviðsljósið og ég get ekki gert neitt annað en þótt voðalega vænt um hana.

Dr. Alex Korev er líka að stöðugt að vinna á. Margt sem hægt að vinna í honum.

Hlakka til að horfa á.

05 mars, 2007

Matarskattslækkun

Ég er búin að vera hlusta á misvitra pólitíkusa ræða um þessa matarskattlækkun í þó nokkra mánuði. Og nú er 1. mars liðin og matarverð á að vera lækkað. En hvað þýðir þetta?

Þetta þýðir einfaldlega að ef verslun hefur ekki lækkað verð þá hefur hún hækkað verð um að minnsta kosti 7%. Ég hef farið í hinar og þessar verslanir og hef komist að því að það eru nokkrar búðir sem ekki hafa lækkað verð. James Bönd sjoppan nálægt vinnunni hún hefur ekki lækkað verð á gosi né sælgæti sem ætti hafa lækkað um 14%. Eða rétta er sagt að virðisaukaskatturinn sem var 24,5% en nú er þetta 7%. Það þýðir að fyrir 1. mars þá kostaði 170 krónur að kaupa hálfan lítir af kók, skatturinn var 33 krónur. Eftir breytinguna er skatturinn 11 krónur. Verðið ætti að vera 148 krónur, í stað þess að lækka hefur sjoppan hækkað verð um 22 krónur!

Ég held að þessi lækkun þýði bara eitt.. verslanir og birgjar fá meiri pening! Jibbí...

En sjoppan í Grafarholti hefur lækkað, Hrói Höttur er búin að lækka.

En hvað getur maður sagt? Grátið?

28 febrúar, 2007

Ritgerðin

Er komin með fyrstu drögin af fræðilega kaflanum af ritgerðinni minni. Loksins. 2 blaðsíður af heimildaskrá... en það er merkilegt með svona hluti að ég er í einhverju tómi.. veit ekki hvort að það vanti eitthvað eða ekki...

Næst er það rannsóknin mín.. þarf eiginlega að fara niður á þjóðarbókhlöðu og hanga þar í einhvern tíma.. gera kafla um hvernig eigindlegar rannsóknir eru gerðar o.s.frv. Er með þetta allt í hausnum en þarf að finna heimildir. Er búin að finna efnisyfirlit sem ég þarf að kíkja yfir og nota til viðmiðunar.

Er komin með alla rannsóknina, búin að skrifa upp viðtölin og greina þau.

Hún er að fæðast.. hún er að vaxa.

Fegurð og hamingja.

26 febrúar, 2007

Pétur Blöndal

Það er sjaldan sem pólitíkus segir nákvæmlega það sem hann er að hugsa þótt það sé óvinsælt. Ég er nú ekki oft sammála honum, en ég varð að gefa honum plús fyrir þetta viðtal.

Frekar óvinsæl skoðun hugsa ég en á alveg rétt á sér og örugglega með stórt sannleikskorn á bakvið sig.

22 febrúar, 2007

Fréttir og minningar

Jæja í tilefni af því að þetta er 666. pósturinn sem ég skrifa á þetta blogg þá ætla ég að rita um æskuminningar sem rifjuðust upp fyrir nokkrum dögum og síðan eina frétt.

Byrjum á fréttinni. Nú er það útvarpsfrétt, sem fjallar um þetta víðfræga Heiðmerkur mál. Enn einn aðilinn er komin í málið. Skógrækt ríkisins er komin í málið og hefur kært. Skógræktarfélag Reykjavíkur byrjaði á þessu máli og þeir hafa hótað að kæra en virðist nú hafa talað við Kópavogsbæ og allir virðast hafa sest á sáttastól.

En nú kemur skógræktarstjóri og kærir og hann ætlar að gera Kópavogsbæ að fordæmi. Að mínu áliti þá hittir Jón Loftsson algjörlega naglan á höfuðið. Það var vaðið áfram í þessu máli án þess að tala við kóng né prest og virt allt að vettugi.

Við vorum að ræða um daginn, ég, pabbi, mamma og brói um húsnæðismál og þá staðreynd að hugsanlega eru mamma og pabbi að minnka við sig húsnæði (innskot: ég verð þá heimilislaus.. ætti ég kannski að gera eins og þessi?). Mamma sagði þá eins og hún hefur nokkuð oft sagt áður "já, þegar ég verð orðin 67 ára þá ætla ég að flytja á milli barnanna minna og búa hjá þeim 4 mánuði á ári". Þegar hún sagði þetta þá rifjaði hún líka fyrstu viðbrögð mín við þessu, ég var víst eitthvað í kringum 6 ára og ég sagði:
Þú getur ekki verið hjá mér!
Nú?
Ég verð landkönnuður og verð að fara út um allan heim.
Ég get alveg komið með.
Þú á hjólastólnum að ferðast í gegnum frumskóga (síðan tók ég víst bakföll af hlátri við að ímynda mér aldraða móður mína í hjólastól að reyna ferðast í gegnum mikinn frumskóg).

Málið er að ég man eftir þessu. Um leið og hún fór að tala um þetta þá man ég eftir þessu spjalli og hvað mér fannst fáránlegt að mamma mín skyldi vilja koma með mér í frumskóginn á hjólastólnum.

En þá fór ég að rifja upp hvað ég var að hugsa um lífið þá og uppgötvaði það að ég hafði aldrei ímyndað mér mig í einhverju hús, með girðingu í kringum, búandi á einhverjum einum stað og með eina vinnu. Ég var annað hvort í einhverjum gríðarlegum fantasíu heimi (nota bene áður en ég fór að spila RGP) þar sem ég var að eltast við fjarsjóði eða klifra fjöll og berjast við bófa. En aldrei sá ég mig einhver staðar með rætur.. alltaf rótlaus. Eins og ég er í dag. Í dag get ég alveg ímyndað mig með rætur, börn, hús og bíl.. en það er einhvern veginn fjarlægt.. og ég vil helst að það sé svolítið rótlaust. Að ég geti farið með fjölskylduna til útlanda og gert eitthvað þar. En hvað með ykkur? Þegar þið hugsið til baka, voruð þið svona rótlaus í hugmyndum ykkar um framtíðina?

20 febrúar, 2007

Heiðmerkurmálið

Jæja, er þetta nú ekki gaman, að fá svona beina innspýtingu úr fréttaheimi Íslands frá mér?

Það kom enn ein fréttin sem var áhugaverð. Það var talað við Gunnar Birgisson, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, um Heiðmerkurmálið. Algerlega mátlaust viðtal þar sem hann fær að kenna Reykjavíkurborg um allt málið.

Það sem er merkilegt við þessa frétt er ekki hvað hann segir heldur hvað hann er ekki spurður um. Hvar er vangaveltan um að Kópavogsbær var ekki komin með framkvæmdaleyfi fyrir þessu, kannski voru þeir ekki komnir með framkvæmdaleyfi vegna þess að Reykjavíkurborg átti eftir að fara betur yfir málið með skógræktarfélaginu, setja málið í almennilegan farveg o.s.frv. Jú það er kannski rétt það sem Gunnar segir að það er mál eigandanna að láta hluteiganda vita af málavöxtum en það er líka þeirra hlutur að samþykkja þessa framkvæmd áður en hún er hafin.

En dæmigert fyrir fréttir í dag.. hann færi að slá ryki eða þyrla upp reyk og tafsa á umræðunni þannig að fólk fær leið á þessu og fer að hugsa um eitthvað annað.

19 febrúar, 2007

Fréttir

Það voru mjög skemmtilegar fréttir í kvöld.

Önnur kom tvisvar, í 10 fréttum rúv og 18:30 á stöð 2 og fjallað um þetta rosalega Heiðmerkur-greftrar mál. Ekki nóg með það að Kópavogsbær hafði ekki leyfi fyrir framkvæmdunum, grófu nokkra trjálundi upp án allra samráðs við þá sem höfðu eytt tíma og peningum í að rækta upp lundina, þá fóru framkvæmdaaðilarnir með tré í burtu frá staðnum. Og það var ekki fyrr en eftir að lögregla hafði fundið trén að þeir koma með þær upplýsingar um að þau voru í geymslu. Maður hefði nú haldið að það hefði verði mjög sniðugt trix að segja frá því að þeir hefðu sett tré í geymslu þegar fréttir komu um það að öll trén hafi farið á haugana. Nei best að sitja á þeim upplýsingum þangað til að löggan er búin að finna þau og ásakanir eru komnar um að þau séu seld. Þetta er magnað mál

Síðan kom Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og skeit duglega á Sturlu Böðvarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, fyrir að stefna ekki að klára hringveginn í næstu samgönguáætlun. Ég hef nú sjaldan verði hrifin og hvað þá sammála Halldóri Blöndal en hann fær nokkra stóra punkta fyrir þessa gagnrýni.

16 febrúar, 2007

Ráðleggingar

Öryggi þess sem veitir aðstoðina er nauðsynleg forsenda þess að geta veitt hjálp. Nú ef að þessi forsenda er ekki til staðar þá má alltaf leita annað en vegna aðstæðna gæti það í mörgum tilfellum verið erfitt. Því er nauðsynlengt að allir leggist á það eitt að koma þessari forsendu í lag. Það geta allir aðstoð í þessu, smáir sem stórir, og það er eiginlega bara gunguskapur að geta ekki reitt fram hjálparhönd í svona tilfellum. En þar sem gunguskapur er eðlilegur hluti okkar lífs þá verður að vera hægt að gera ráð fyrir því. Best er þá að hafa samband við aðstoðarviðskiptaráðherra Svíþjóðar eða jafnvel leita lengur eins og til dæmis til Sigurðar Jónassonar sem á heima á Kaplaskjólsvegi 31, hann hefur alltaf þótt góður að veita ráð í svona tilfellum og aðstæðum. En auðvitað verður einstaklingur sem leitar eftir aðstoð að vera tilbúin að borga uppsett verð eða verða fyrir þeirri bón sem einstaklingurinn sem veitir aðstoðina biður um. Hvort verðið sé gefið upp fyrir eða eftir aðstoðina er val hvers og eins og oftast hefur það reynst betra að bíða með að heyra verðið þangað til eftir aðstoð, en auðvitað er það persónubundið. Verðið getur reynst flókið og erfitt og það fer eftir því vilja þess sem hefur veitt aðstoðina. Hvort sem hann vill að það sé sótt lótusblómið á toppi Kilimanjaro eða 500 krónur í reiðufé er hans val.

Vonandi megi þessi ráð verða öllum þeim sem lesa til aðstoðar.

13 febrúar, 2007

Kynfræðsla

Ég hef verði að rannsaka kynfræðslu í langan tíma. Reyna að átta mig á því hvernig staða hennar er á Íslandi.

Eftir ágæta skoðun og heimildaleit þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það er ekkert verði að gera í kynfræðslu. Ekkert spáð í henni.

Jú það voru gefnar út tvær bækur í fyrra sem satt að segja var margt líkt með þeim í efnistökum.

En er kynfræðsla vandamál? Hvers vegna ætti samfélagið að fjárfesta í kynfræðslu? Er kynhegðun unglinga á Íslandi vandamál? Það er ekkert einfalt svar í því, og mörg svör eru á þá leið að við erum að sjúkdómsvæða þunganir unglingsstúlkna.. sem er ekki víst hvort að sé rétt. Er ekki vandamálið frekar í samfélaginu heldur hjá einstökum stúlkum sem verða þungaðar?

Eftir langa daufa mánuði er ég loksins að komast aftur í gír.. jú bara 1. gír og þetta fer allt hægt af stað.. en svona er ég víst bara.

09 febrúar, 2007

Peningar

Kreditkortið farið. Yfirdrátturinn farin. Sparnaður hafin.

Jæja eftir að hafa farið aðeins yfir fjármálin mín þá er ég búin að taka nokkrar stórar ákvarðanir.

1. Ekkert verður fengið að láni. Ef ég á ekki pening fyrir því, þá kaupi ég það ekki.
2. 10% af launum, til að byrja með, verður sett í sparnað. Alveg sama hvernig ástandið er.
3. Eltist ekki við útsölur eða tilboð, nema ef það sé eitthvað sem ég hafði ákveðið að kaupa.
4. Fjárhagsbókhald verður haldið.
5. Ég mun fara í gegnum bókasafnið mitt þegar ég kemst í það og fer yfir það.

Já svona er ástandið í dag.

06 febrúar, 2007

Hún á afmæli

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún kæró, hún á afmæli í dag

Frá Myndunun mínum


Til hamingju

30 janúar, 2007

Bíó og útrás

Fór loksins á Children of Men í bíó í gær. Lenti auðvitað í lang minnsta salnum í Háskólabíó en fékk afslátt vegna Moggans. Ferlegt að hafa ekki séð hana í sal 1 með geggjuðu hljóðkerfi.

En svona er lífið.

Ert ÞÚ búin að sjá hana?

Annars hef ég lítið að segja.

Jú ég fór í nexus um daginn og var að skoða ritin þar þegar ég heyrði samtal stelpu og stráks. Þar sem hann var útskýra fyrir henni hvað sagan 300, eftir Frank Miller, fjallaði um. Sagði frá því að sagan byggðist á sönnum atburðum og að það væri verið að gera bíómynd eftir þessari sögu, fannst það sjálfum fáránlegt að segja að þeir séu að gera bíómynd eftir sögunni þar sem hún byggðist á raunverulegum atburðum. Stelpan hváði og ískraði og var rosa hissa hvað strákurinn vissi mikið og hann játaði því.

Á meðan var ég að horfa á japanskar manga teiknimyndasögur og það sauð á mér. Merkikerti sem hafði ekki hundsvit á því sem hann var að segja og var að troða þeirri vitleysu í einhverja stelpu og sagði að hann væri gáfaður drengur. Mig langaði svo að segja "fyrirgefðu, ég komst ekki hjá því að heyra hvað þið voruð að tala um og ég verð að leiðrétta nokkur atriði hjá þér. Sko, hann Frank Miller skrifaði þessa sögu upp úr þjóðsögunni um Spartverja. Ég held að það sé vitað að Spartverjar vörðust persa her í skarði og það hafi verið frekar ójafnt hlutfalla á milli Spörtu og Persíu en Sparta hafi farið með sigur að hólmi. En það er ekki vitað með sanni meira en það. Það sem Frank gerði var að skapa skáldsagnarpersónur í kringum þessa atburði og láði þeim nöfn og persónuleika og fyllti síðan söguna af miklu testósterón sem er nú fangamerki hans í flestum sögum. Bíómyndin er byggð á þeirri sögu, þessari skáldsögu sem byggð er á sönnum atburðum. Síðan má bæta því við að mér þykir leitt að hafa kúkað í garðinn hjá þér en ég get bara ekki staðið hjá og hlustað einhverja vitleysu."

En það gerði ég ekki. Ég beit í tunguna mína og lofaði sjálfum mér að blogga um þetta.

22 janúar, 2007

Children of men

Í myndinni Children of Men er 6 mínútna atriði sem er tekið með einu löngu skoti. Ólýsanlegt

Helgin

Mexíkönsk kjúklingasúpa, rútuferð, magadans, súludans, Rúv, Bogi Ágústsson, Piknikk, Rauðvín Thorvaldsen, Lambakjöt, bjór, Svefn, letilíf, bónus, flakkari, Heroes (2-3), ýsa í pastaskelju baði, heroes 4-7, Children of men (GEGGJUÐ MYND, ef þú ert ekki búin að sjá hana, shame on you), Svefn, letilíf, Heroes 9-10, hangs, skönnun, spjall, hreindýraborgari, Catan, CSI 1-2, svefn.

Fín helgi.

En ég er ekki að grínast.. Children of Men... búin að sjá hana tvisvar og er alvarlega að hugsa um að fara og sjá hana í bíó.. gallinn er að hún er bara sýnd í VIP sal á þeim tíma sem ég get séð hana... buhuhuh... Held að Ester hafi ekki verið eins dolfallin fyrir henni, en sjit, hún kippir undan mér fótunum.

18 janúar, 2007

Fréttir og eirðarleysi

En ein merkilega fréttin kom í gær. Í henni kom hagfræðingur frá Kaupþing og fjallaði um það að það hefði komið smá kæling í efnahagslífinu vegna þess að útlendingar hafa komið í þjónustu- og byggingavinnu. Þeir hafi gert það að verkum að laun í þeim geira hafa staðið í stað eða jafnvel lækkað á meðan annars staðar var launaskrið.

Fannst þetta frekar merkilegt að það væri jákvætt að vegna þess að ákveðin flokkur manna væri að halda aftur af launum í tveimur geirum í atvinnulífinu á meðan allir aðrir væru að fara fram úr þeim. Ætli það verði ekki eftir nokkur ár að útlendingum verði kennt um hversu lág laun eru í þjónustu- og byggingariðnaðinum.

Af hverju er þetta ekki grein niður í kjölinn, athugað hvers vegna þetta mikla launaskrið er í gangi og hvaða áhrif það hefur á íslenskt samfélag yfir heildina. Og hvað þarf að gera þannig að allir verði jafnir en ekki að einhverjir hópar verða skyldir eftir vegna þess að því var ekki reddað yfir allt Ísland heldur var bara einhver fámennur hópur sem tók á sig kjaraskerðingu vegna einhvers sem allt samfélagið tekur þátt í.

En já, ég er búin að vera skipuleggja mig nokkuð mikið. Hef verði að fara í gegnum herbergið mitt og skipuleggja það mun betur en það var. Nú er ég að hugsa um hvað ég eigi að gera við bókasafnið mitt, finnst það of stórt og verð einhvern vegin að grisja það og bæta. Það sama með allt mitt dót sem ég á. Er búin að vera henda og taka til. Er að lesa bók sem hefur verið að beina mér á rétta leið. Hún hefur svona aðeins ýtt við mér, ekkert sérstaklega skemmtileg bók og alltof bandarísk á köflum en eins og ég sagði, hefur ýtt við mér. Núna eru fjármálin til skoðunar og las nefnilega bók um það sem útskýrði fyrir mér ýmislegt sem ég var í vandræðum með og ætla að fara aðeins í það sem hún var að tala um.

Er með hugann fullan af hugmyndum og hitt og þetta og get varla róað hugann á mér. Er að skrifa nokkuð í ritgerðinni en það fer hægt aftur af stað. Er einhver annar þarna úti sem er að skrifa um kynfræðslu og getur jumpstartað mér?

17 janúar, 2007

3 dagur án verkjalyfs

Þann 15. janúar síðastliðin þá rann upp einn af merkisdögunum á þessu ári. Þetta var fyrsti dagurinn þar sem ég tók ekki verkjalyf. Skammtarnir höfðu að vísu farið minnkandi og hafði bara tekið um helgina 4oo mg af íbúfen við morgunverðarborðið.

Ég er búin að vera eta verkjalyf síðan á Þorláksmessu, frá 23. desember til 14. janúar. Mismundandi hvað skammtarnir voru stórir en þegar þeir voru stærstir þá var ég að taka 2 parkódín 500 mg og eina 400 mg íbúfen, 3svar á dag. Kom meira segja einu sinni fyrir mig að ég fékk svona lyfjamók (lyfjavímu), var ekki alveg að fíla það.

Ástæðan fyrir öllu þessu töfluáti var herra endajaxl. Ég var víst með einhverjar snúnar rætur á endajöxlunum í neðri gómnum. Báðir endajaxlarnir voru með vandræði þegar þeir voru rifnir út, kom upp sársauki og þetta var lengi að gróa.

En nú horfi allt á betri veg og ég sé næstu daga í jákvæðu og lyfjalausu ljósi.

14 janúar, 2007

Græðgi

Það er búið að fjalla mikið um evru, matarskatt, hátt verðlag og margt af sama brunni síðastliðna daga.

Í útvarpsfréttum í dag (14-01-07) klukkan sex var viðtal við Bjarna Ármannsson, forstjóra Glitnis, þar sem hann segir að allt tal um evru sé óraunverulegt. Nokkrum fréttum síðar var viðtal við dósent þar sem hann segir að upptaka evru mundi auka samkeppni og lækka matarverð.

Þið sjáið hvernig umræðan er.

Það var samt ein mikilvæg frétt sem kom í gær á Stöð 2 (13-01-07). Það var talað við formann Landssambands bakarameistara og hann sagði frá því að skýringuna á háu verði á brauði væri launakostnaður og sú staðreynd að íslenskir neytendur væru tilbúnir að greiða uppsett verð. Fréttamaðurinn endaði á því að spyrja hvort íslenskir neytendur væri fólk sem væri að láta hafa sig af fífli.

En ef þið hugsið um þessa frétt um brauðið þá ættuð þið að átta ykkur á því að þarna er stór sannleikur. Ef neytendur eru tilbúnir að greiða hátt verð þá mun launakostnaður hækka, það er að segja fólkið sem er að baka brauðið græðir meira. Einfaldur, fallegur sannleikur.

Nú er verið að fara lækka matarskattinn. En ef fólk er tilbúið að greiða hátt verð fyrir matvöru, mun þá verðið eitthvað haldast lágt í lengri tíma? Verður ekki eitthvað annað að koma til heldur en lækkun á skatti?

Einstaklingurinn vill græða á sinni vinnu, hann vill fá vel borgað fyrir hana, hann vill lifa hátt á sinni vinnu. Allir vilja þetta svo alls staðar eru hækkun á launakostnaði með tilheyrandi hækkun á verðinu. Græðgi kallast þetta. En hver á að hætta? Er það möguleiki að hætta þessari þróun? Einstaklingurinn sem hættir þessu, hann mun bara tapa á þessu þar sem allt hækkar í verði nema laun hans.

Ég er ekki með neina lausn. Ég veit ekki einu sinni hvort að þetta sé rétt greint hjá mér... hvað haldið þið?

13 janúar, 2007

Í vinnunni

Ég brotnaði næstum niður áðan. Fann kökk myndast í hálsinum og fann að tárkirtlarnir fóru að undirbúa sig undir starfsemi. Auðvitað kyngdi ég kekkinum og neyddi mig til að finna það að ég væri karlmaður (í þeim skilningi að karlmenn gráta ekki og grafa alla hluti djúpt niður í sálartetrinu). Það væri svolítið fáránlegt að vera vinna og bresta síðan í grát þegar maður er umkringdur vinnufélögum. Ef ég hefði verið einn eða jafnvel heima hjá mér þá hefði ég örugglega leyft mér að sleppa tilfinningunum lausum. Ég vissi af þessu, var búin að sjá þessa tilfinningaflækja sem ég myndi lenda í en bjóst við því þar sem ég sá þetta í gær að ég myndi ekki finna fyrir einhverjum tilfinningasveiflum. Ég veit að það er önnur hindrun framundan, en þar sem kerfið sem ég vinn í hrundi þá bíður það til seinni tíma (morgun eða í kvöld).

Annars er ég komin með góða aðstöðu til að vinna heima hjá mér. Komið með skrifborð sem er í minni hæð, búin að hækka fartölvuna mína svo skjárinn henti mér, komið með gott lyklaborð og ágæta mús (sem ég rændi reyndar af Guðmundi fyrir nokkrum árum). Og vonandi fæ ég leyfi til þess að vinna heima hjá mér fljótlega.

09 janúar, 2007

Hugmynd af Sögu

Ég var í baði áðan, sat þar í Dove-freyðibaði, með Pepsi max lime og las teiknimyndasöguna Whiteout eftir Grec Rucka, teiknuð af Seve Leieber. Bókin var mjög góð og hef ég ákveðið að fjárfesta í þessari bók, teikningarnar voru góðar og sagan áhugaverð og eitthvað fyrir minn smekk.

Þegar ég kláraði hana og lét hana frá mér þá kviknaði hugmynd af teiknimyndasögu. Hef stundum velt mér upp úr þessu formi, hvort að ég gæti skrifað sögu sem mundi skila sér á því formi og sú saga fæddist rétt áðan.

Þegar ég hitti HL þá ætla ég að spyrja hann hvort hann gæti teiknað fyrir mig og hvernig ætti ég að skrifa söguna.

05 janúar, 2007

Breytingar

Það var ýmislegt sem ég breytti á síðastliðnu ári, breytti í fari mínu. Ég keypti mér jakkaföt og bindi og lærði að binda bindishnút og hef náð ágætri færni í því að binda svoleiðis hnúta. Á síðasta ári þá keypti ég 4 bindi og fékk eitt gefins.

Ég fór að nota rakakrem fyrir húð. Byrjaði á að bera á allan skrokkinn en eftir að ein svitaholan stíflaðist vegna kremsins þá hætti ég að bera á líkamann og lét nægja að bera á andlit, hef ekki hætt því enn.

Hugsaði um hvernig fötum mér líkaði að vera í og keypti bara þau. Hætti að reyna þykjast vera peysukall eða sportsokkakall. Þá hafa flauelsbuxur verið í uppáhaldi og keypti mér margar skyrtur af ýmsum litum.

Ég missti mörg kíló í mars og þau hafa haldist í burtu, ótrúlegt en satt. Bjóst við því að þau mundu kíkja í heimsókn um jólin en ég hugsa að endajaxlinn hafi haldið þeim frá.

Skrifaði 5 kafla í vísindaskáldsögu og finnst ennþá eins og ég eigi eftir að bæta við. Sagan er svolítið rúnk en mér finnst hugmyndin góð og þeir sem hafa lesið hafa annaðhvort þagað um hana eða sagt að hugmyndin sé fín (ég geri mér grein fyrir að það er þarna ýmislegt ósagt en það bíður bara betri tíma).

02 janúar, 2007

2006-2007

Þetta ár byrjar ekki vel. Eftir 4 tíma fer ég til sérfræðings í munn- og kjálkaskurðlækningum og ég býst fastlega við því að hann rífi úr mér eina tönn. En það er ekki allt þar sem ég hef verið að taka sýklalyf vegna tannarinnar og þau eru að hafa mjög slæm áhrif á meltinguna mína (sem var ekki sérstaklega góð fyrir). En síðan en ekki síst þá hef ég verið að þjást vegna bakleiðinda síðustu tvo daga. Er með eitthvað tak í vinstri öxl, nánar tiltekið undir og í kringum vinstra herðablaðið. Á erfitt með að líta til vinstri og það eru vissar hreyfingar sem valda mér miklum óþægindum.

Síðan má ekki gleyma því að ég var að taka game of thrones í gær og það var verið að taka mig í kennslustund um hvernig á að tapa af byrjenda í spilinu, af honum Gústa. Ekki sáttur við það.

En 2006 var ár öfga, mjög mikilla öfga. Á því ári lærði ég það að örsmáir hlutir geta snúið lífi manns á hvolf. Það má segja að lítil baktería hafi kennt mér talsvert um mig sjálfan, forgangsröðun lífs míns og margt fleira. En á þessu ári kynntist ég Ester og það er enn blússandi hamingja þar í gangi.

Á síðasta ári lærði ég líka talsvert á skattmann og mun ég ráðleggja öllum hér með að kynnast honum ekki náið. Ég vann á 6 vinnustöðum á síðasta ári.

En á þessu ári eru eftirtaldir hlutir að fara að gerast. Ég verð 30 ára gamall, ég mun útskrifast úr Háskóla Íslands með B.a gráðu í uppeldis- og menntunarfræði.

Já.. þar er það upptalið í sambandi við áætlanir ársins.