11 október, 2007

Vallarheiði

Útsýnið úr herberginu mínu er ekki skemmtilegt. Ég sé yfir til turnsins og sé nokkur hús. En það eru aðrir staðir sem eru stórkostlega fallegir. Þegar ég gekk heim til mín í morgun þá var samleikur ljóssins, daggarinnar á jörðinni og himinsins alveg stórkostlegur. Ég vildi óska að ég hefði getað notið þess meira.

En maður fær ekki allt sem maður óskar sér. Það er bara svoleiðis. Það eru svona um 4 lítrar af hori fastur í hausnum á mér og stífla allt sem stífla getur og síðan eru hálskirtlarnir svo bólgnir að þeir eru örugglega stærri en en aðrar kúlur á líkamanum.

En mér líður nokkuð bærilega núna. Búinn að hvíla mig og hef slappað af.

Ég hef nokkrar fréttir til að segja.. en það þurfa að vera myndir með þeim fréttum og ég hef ekki aðgang að þeim myndum.. strax. Þannig að það bíður bara.

Bið að heilsa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli