24 október, 2007

Fréttir og spjall

Álagið í vinnunni er eitthvað að segja til sín. Ekki manneklu álag.. heldur álag vegna reynsluleysis. Ég er að fara í gegnum svo margt í fyrsta skiptið. Vera hópstjóri með 5 ára stráka, reyna átta mig á Hjallastefnunni, vera kjarnastjóri og sjá til þess að allt sé á réttum stað og vera að stjórna öðru starfsfólki. Og ég er í vinnunni 9 tíma á dag.

En það er allt að koma.. eins og sagt er.. þetta tekur tíma og orku.. en það er í fína lagi.

Hallur var að fá atvinnutilboð í leikskólanum mínum. Þannig að við munum búa saman og vinna saman.. rosalegt.

Annars er ég að spila tölvuleik á fullu. Glímuleikinn. Snilldar tímaþjófur. Mæli með honum.

Fór um helgina með R-inu og keypti mér græjur. Keypti mér Ipod og Go+Play græjur. Er núna að hlusta á Sufjan Stevens í góðum gæðum. Er afskaplega sáttur og var innan budget þegar ég keypti græjurnar.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli