Ég er með 11 stráka á aldrinum 4 til 5 ára í mínum hóp (stóri hópur). Átti bara að vera með 10 en það bættist einn við í þessari viku og hann verður bara í mánuð. En þetta hefur auðvitað áhrif á starf mitt. Borðið sem við sitjum á er ætlað fyrir 8 krakka. En nú erum við 12. Ég hafði verulegar áhyggjur af þessu en málshátturinn "þröngt mega sáttir sitja" fær alveg nýja merkingu á mínu borði. Við sitjum 12 við borðið... ok.. ég sit nú frekar illa en ég get átt samskipti við drengina. Ég kalla tímann fyrir matmáls tímana púslið vegna þess að ég þarf að púsla öllum stólunum og plássunum saman.
En þetta gengur og drengirnir virðast ekki vera of pirraðir á þessari nálægð.
Annars er hópurinn minn alveg frábær. 11 mismunandi persónur og þetta eru ótrúlegir karakterar. Sumir hógværir, sumir frekir, sumir með endalaus trúðslæti, sumir tala skýrt, og kunnáttan er mismunandi á milli drengjanna og það sést best á teikningunum þeirra.
En ég verð að játa að mér þykir ofsalega vænt um þá alla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli