19 júní, 2008

Vallarheiði

Nú er Vallarheiðin að sýna sig. Leyfir manni að vera úti í sólinni og golunni. Núna sér maður fólk grilla á götugrillunum og börn leika sér úti á bolnum í frekar barnvænu samfélagi.

Gamla herstöðin er komin aftur í notkun. Ekki öll herstöðin en nokkuð stór hluti. Þrátt fyrir kubbslegar byggingar og þeirri staðreynd að þessi byggð er á heiði þá er þetta nokkuð fallegt svæði.






Á þessari mynd sést blokkin sem ég bý í (hmm.. "bý í" ekki hljómar það nú vel.. og lítur en verr út). Ef þið horfið vel þá er hægt að sjá glitta í Keili á bakvið.








Hérna er aftur mynd sem var tekinn fyrir aftan leikskólann, ef maður rýnir vel þá sér maður innigarðinn.

17 júní, 2008

Framtíðin

Nei sko.. annar pósturinn í Júní mánuði..

Ég mun byrja í námi í haust. Þegar ég sagði einum vinum mínum frá þessu þá fékk hann áfall og spurði mig margar spurningar sem fjölluðu um það hvort ég væri nokkuð með réttu ráði. Væri nýbúinn í skóla og ætlaði svo að fara aftur. En þetta er nám sem er með vinnu og þegar hann komst að því þá andaði hann rólega. En málið er að ég hef eytt síðustu tveimur árum í að hugsa hvað ég vil gera og hvernig ég vil vera og þetta er hluti af því. Þetta nám er næsti vegvísirinn á mínu lífi.

MPM nám í Háskóla Íslands. Rándýrt nám en lítur spennandi út. Ég verð enn að vinna í leikskólanum með þessu námi og mun skjótast í bæinn á fimmtudögum þegar skólinn er. Ég veit ekkert hvort að mér takist vel að skipuleggja mig og minn tíma en ég mun eflaust gera mitt besta.

12 júní, 2008

Stelpur og Strákar

Þessi mynd var tekin um miðjan maí í útskriftarferðinni sem skólabörnin á Velli fóru í. Þarna sjást allir drengirnir mínir og síðan er hún samkennari minn sem kenndi stúlkunum. Rosalegur vetur er að baki og þessi útskriftarferð var æðisleg. En nú er svo komið að ég er búinn að breyta all svakalega til. Ég er farinn að kenna litlum stúlkum. Aldurinn er tveggja að verða þriggja, jú allar hættar með bleyju en tíminn hjá okkur fer í að leita að "dódódíl" sem leynist víða. Já í stað þess að vera sveittur í slagsmálum við 10 sex ára gutta þá fer ég í hvíld og fer í mesta lagi í göngutúr í kringum skólann eða næsta nágrenni hans.

Kynin eru svo ólík að það er eiginlega fáránlegt að hugsa um það. Upplifun mín sem kennara er gjörólík. Það er erfitt og krefjandi að vera strákakennari en maður uppsker mikla gleði oft á tíðum. Það er hvorki erfitt né krefjandi að vera stúlkukennari, enn sem komið er, en það þarf oft að grafa og ýta við þessum stúlkum til þess að finna gleðina. Það er mjög auðvelt að vera á einhverju dóli hjá stúlkum. Hjá strákum þá uppskerðu helvíti ef þú slakar eitthvað á. Aldurinn kemur eflaust að miklu leyti í þetta... en samt. En ég nýt þess að vera á stúlknakjarnann og mun þegar fram í sækir vekja stúlkurnar upp af doðanum og fá þær í lið með mér.