
Kynin eru svo ólík að það er eiginlega fáránlegt að hugsa um það. Upplifun mín sem kennara er gjörólík. Það er erfitt og krefjandi að vera strákakennari en maður uppsker mikla gleði oft á tíðum. Það er hvorki erfitt né krefjandi að vera stúlkukennari, enn sem komið er, en það þarf oft að grafa og ýta við þessum stúlkum til þess að finna gleðina. Það er mjög auðvelt að vera á einhverju dóli hjá stúlkum. Hjá strákum þá uppskerðu helvíti ef þú slakar eitthvað á. Aldurinn kemur eflaust að miklu leyti í þetta... en samt. En ég nýt þess að vera á stúlknakjarnann og mun þegar fram í sækir vekja stúlkurnar upp af doðanum og fá þær í lið með mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli