12 júní, 2008

Stelpur og Strákar

Þessi mynd var tekin um miðjan maí í útskriftarferðinni sem skólabörnin á Velli fóru í. Þarna sjást allir drengirnir mínir og síðan er hún samkennari minn sem kenndi stúlkunum. Rosalegur vetur er að baki og þessi útskriftarferð var æðisleg. En nú er svo komið að ég er búinn að breyta all svakalega til. Ég er farinn að kenna litlum stúlkum. Aldurinn er tveggja að verða þriggja, jú allar hættar með bleyju en tíminn hjá okkur fer í að leita að "dódódíl" sem leynist víða. Já í stað þess að vera sveittur í slagsmálum við 10 sex ára gutta þá fer ég í hvíld og fer í mesta lagi í göngutúr í kringum skólann eða næsta nágrenni hans.

Kynin eru svo ólík að það er eiginlega fáránlegt að hugsa um það. Upplifun mín sem kennara er gjörólík. Það er erfitt og krefjandi að vera strákakennari en maður uppsker mikla gleði oft á tíðum. Það er hvorki erfitt né krefjandi að vera stúlkukennari, enn sem komið er, en það þarf oft að grafa og ýta við þessum stúlkum til þess að finna gleðina. Það er mjög auðvelt að vera á einhverju dóli hjá stúlkum. Hjá strákum þá uppskerðu helvíti ef þú slakar eitthvað á. Aldurinn kemur eflaust að miklu leyti í þetta... en samt. En ég nýt þess að vera á stúlknakjarnann og mun þegar fram í sækir vekja stúlkurnar upp af doðanum og fá þær í lið með mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli