27 október, 2005

Gmail og fleira

Vefpóstur


Ég er að spöglera.. ég er á leiðinni út og missi þá póstfangið mitt sem ég er með núna. Hef verið að velta því fram og til baka hvaða netfang ég á að vera með.

Ég gæti notað msn netfangið xivar_77@hotmail.com. En það er bara ekki nógu skemmtilegt netfang og hotmail er bara ekki nógu skemmtilegur.

En þá datt ég inná gmail. Ég náði mér í netfangið 2oo5774509@gmail.com. En það eru tvo o en ekki núll í 2oo. Held að það gæti verið óskiljanlegt fyrir marga. Síðan hef ég verið a hugsa um að hafa bara O í staðin fyrir núll. en held að það sé sama vandamál þar. Var að spá í JIA2005774509@gmail.com en það er langt og soldið ruglandi.

þá má ekki hafa sivar en sivarinn er laust, gaurinn er upptekið, líka thedude. jensivar er upptekið en ekki jensivaralbertsson. Vantar eitthvað gmail netfang sem ég gæti þolað að hafa í langan tíma og væri auðvelt fyrir alla að muna.

Einhverjar hugmyndir?

26 október, 2005

Fréttir

Fréttir af hinu daglega amstri


1. Vann fyrsta leikinn minn í diplomacy. Þetta var nú ekki sannur leikur heldur fjögurra manna variation. Ég vann á því að vera heiðarlegur og svíkja ekki neinn. En þegar einhver sveik mig þá var hann étin (tveir reyndu að svíkja mig). Það virtist vera að engin af keppinautum mínum hafi talað saman.
2. Talaði við hjúkrunarfræðing um eyrnamerginn, hann sagði að ég ætti að ekki að hafa neinar áhyggjur, ef ég gæti náð þessu sjálfur úr eyrunum þá ætti ég bara að gera það. Sagði jafnframt að fara varlega.
3. Ég held að Iron Kingdom campaignið mitt sé eitt það besta sem ég hef stjórnað. Moral dilemmas, óvinir sem eru ekki svartir og vondir við fyrstu sín, cool karakterar og aðstæður. Hef samt áhyggjur af kvöldinu. Gæti farið illa.
4. Það dó karakter hjá mér á laugardaginn og hann var lífgaður við. Það hefur ekki gerst í háa herrans tíð.
5. Hef örlitlar áhyggjur af póstinum mínum þar sem ég skrifaði um kynferðislega misnotkun. Ég er á báðum áttum en þeir sem svara mér eru með sterkar skoðanir á þessu. Það er að segja dauðarefsingum. Veit stundum ekki hvað ég á að hugsa. Hef ekki myndað mér skoðun. Var einu sinni á því að lífið væri heilagt. Sú skoðun hefur breyst.
6. Hlakka til að fara til Tékklands. Vona að Raggi skelli sér með. Held að við gætum verið ágætis herbergisfélagar.
7. Jungle Speed. Verður maður ekki fara skella því í gang?

24 október, 2005

Eyrnamergur

Hreinsun á eyrum
annar eyrnamergpistill

Fyrir nokkru þá skrifaði ég um eyrnamerg. Eftir að hafa fengið mjög áhugaverð og skemmtileg viðbrögð frá ýmsum þá ákvað ég að prófa þessi ráð sem fólk gaf mér. Ég hætti að nota eyrnapinna.

Ég hef ekki fundið fyrir neinum óþægindum ennþá en í fyrradag (á laugardaginn) þá fór ég í sturtu og fann fyrir hellu í eyrum. Ég blés út og hellan losnaði en kom stuttu seinna aftur. Ég blés aftur út og áhrifin voru þau sömu.

Ég fór úr sturtunni og fann fyrri þessari hellu enn. Síðan gerðist það að ég blés heyrði hljóðhimnuna poppa (á maður ekki að segja það), en hellan var ennþá til staðar. Þá var ég orðin pirraður og skrapp inná klósett og náði mér í eitt stykki eyrnapinna. Ég stakk honum inn og heyrði að hann fór strax í eitthvað. Ég dró hann út og hann var með mikinn skít á sér.

Ég gerði þetta nokkrum sinnum og einhvern veginn þá dró ég út þessa risahlussu. Þá meina ég RISA-hlussu. Miklu stærri en ég hafði séð áður. Meira að segja svo stór að ég tók mynd af henni! (vinur minn sagði að ég ætti ekki að setja hana inná vefsíðuna mína).

Hellan fór og hef ekki fundið fyrir henni síðan. En ég trúi ekki að þetta eigi að vera eðlilegt. Að það komi heilt fjall af eyrnamerg úr eyrunum mínum og að eyrnamergurinn loki fyrir heyrn.

Það getur ekki verið eðlilegt. En síðan er spurning hvað er hægt að gera. Hvort að maður eigi að taka aftur upp eyrnapinnann eða kíkja til læknis til þess að athuga hvort að þetta sé í lagi?

21 október, 2005

Kynferðisleg misnoktun

Reiði
vegna kynferðislegrar misnotkunar


Hvað telst hæfileg refsing fyrir kynferðislega misnotkun? Í gær var dæmt í máli og hinn ákærði var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og brotaþolanum var dæmt bætur upp á 1,2 miljón.

Ég með mína sjúklega* huga fór og leitaði upp dóminn. Mæli ekki með lesningu hans. Smáatriði og viðbjóður kemur fram í honum.

Er það rangt af mér að fyllast reiði yfir þessu? Að vilja sækja skóflu og felgujárn? Berja úr gerandanum heilann og dysja hann? Er það rangt? Ég væri helst til í að taka mér góðan tíma í að misþyrma honum. En það er rangt! Það rétta í stöðunni væri bara að lóga honum. Engar þjáningar. Bara legustaður fyrir einstakling sem hefur brotið það mikið gagnvart öðrum að hann er búin að fyrirgera rétti sínum til að lifa.

Er það ekki bara það rétta í stöðunni? Væri það bara ekki svar samfélagsins við svona hegðun?

*sjúklega þýðir í þessu tilviki að leita eftir því að lesa um svona hluti, þrátt fyrir að ég viti að þunglyndi og depurð fylgi í kjölfarið.

20 október, 2005

Spilerí

Iron Kingdom

Ég var að stjórna í gær...

og skemmti mér vel..

ætlaði að skrifa pistil um það hvar ég fengi hugmyndirnar mínar fyrir ævintrýinn.. en fékk enga hugmynd hvar ég ætti að byrja..

þannig að í staðin fyrir að lesa eitthvað raus í mér þá skuluð þið kíkja á ákveðin link... ef þið eruð yfir 18 ára og þolið ýmislegt. Þetta er svona webcomic, sem að mínu áliti er mjög skemmtilegt.. en það er ekki allra... mæli með að lesa frá byrjun. Ef ykkur finnst þetta ógeðslegt.. þá er það mjög skiljanlegt.. en ég varaði ykkur við.

17 október, 2005

Strætó breytingar

Strætó breytingar
(já tveir póstar á sama degi)


Glöggir menn tóku eftir að strætó kerfið breyttist um helgina. Ekki miklar breytingar en svona smá hlutir.

Ég var pirraður yfir nýja kerfinu en ákvað að tuða ekki um það hérna á rafrausinu né í daglega lífinu. Ákvað að tala um þetta með yfirvegun og á jákvæðum nótum. Reyna að sjá góðu hlutina í kringum þetta kerfi.

En ég ákvað líka að nota pirringinn minn í að koma með ábendingar til strætó. Sendi samtals þrjú bréf á strætó með 5 breytingartillögum. Allar nema ein voru í þessum breytingum sem gengu í gegn um helgina. Núna get ég náði 15 á ártúni. Kortið af 25 hefur tekið breytingum og orðið betra o.fl. Það eina sem ég benti á sem ég sé ekki að hafi breyst er merkingar á Ártúni og Hlemmi. En það snertir mig voðalega lítið þar sem ég þekki svæðið.

En er mjög sáttur við breytingarnar.


Trúin

Hugrenningar varðandi trú

Þegar ég var yngri og minni þá trúði ég á guð. Ég spáði mikið í hann, ég las biblíuna og var trúaður. Ætli Vatnaskógur hafi ekki gert þetta sterkara í mér. Alltaf þegar maður kom þangað þá var maður umkringdur flottu, fullorðnu fólki sem trúði og talaði um það.

Ég fermdist vegna trúarinnar. Ég fór í gegnum þessi leiðindi með þá hugmynd að ef ég gerði þetta þá væri ég að segja við Guð að ég tryði á hann. Væri að minna Guð á mig. Ég fór í vatnaskóg að mig minnir 5 sinnum. Í síðasta skiptið þá var trúin og guð með mun sterkari návist þarna og fólk var að tala um KSS. Ég ákvað að mæta á þá fundi og mætti nokkrum sinnum og fannst gaman. Það var gott að finna fólk sem hugsaði það sama og ég.

En gallin var að fundirnir voru síðan fluttir á laugardaga... sem voru spunaspilsdagar. Þannig að ég þurfti að velja. Sem ég og gerði.

Eftir að ég hætti að venja komur mínar til Vatnaskógs þá minnkaði þessi tilfinning og það blandað hinum hefðbundnu efasemdarhyggju varð til þess að ég hætti að trúa á Guð og fór að trúa á guð. Nú fór ég að trúa því að Biblían væri bara bók, jafnvel leiðarvísir, en guð væri einhver yfirnátturuleg vera sem væri allt og ekkert. Væri góð. Að við værum í einhverskonar prófunum... Ég skráði mig þá fljótlega úr Þjóðkirkjunni og sagðist vera fyrir utan trúfélaga.

En í dag þá hefur þetta breyst. Áður fyrr gat ég farið í kirkju án þess að blikna, hlustað á ræður prestanna og jafnvel hafa gaman af. En núna verð ég bara pirraður. Verð pirraður af þessum kjánalætum, þessum yfirlætistóni sem prestar nota.

Nú er svo komið að ég get ekki kallað mig sjálfan trúaðan. Mínar hugsanir eru á þær leið að það er tvennt í þessu með guð. Önnur er sú að guð eða Guð hefur aldrei verið til. Að þetta sé hugarburður mannkyns til þess að ná stjórn á lýðnum. Búa til eitthvað kerfi til að koma í veg fyrir óöryggi og hræðslu. Búa til kerfi til þess að mót hegðun mannkyns á rétta braut.

Hin hugsunin er sú að ef það er guð/Guð þá er hann ekki vera sem við ættum að dýrka og dá. Samkvæmt skoðunum margra þá gaf guð okkur frjálsa hugsun og síðan eigum við að velja rétt. Fyrir mér er það eins og að rétt barni hníf og vona að það skeri ekki neinn. Auðvitað er það fáránleg hugsun að guð/Guð hugsi um okkur eins og börnin sín. Maður stjórnar börnunum sínum lætur þau ekki komast upp með allt. Fyrir mitt leyti þá er guð/Guð vísindamaður og við erum hvítu mýsnar. Honum er skít sama hvort við lifum eða deyjum, er bara að horfa á okkur hlaupa fram og til baka.

"If there is a god then he does not deserve to be worshipped" (sagt eftir minni) Jonathan Safran Foer úr bókinni Everything is Illuminated.

13 október, 2005

Rafraus

Að rafrausast


Ég rafrausa (blogga) nokkuð oft. Ég byrjaði á þessu aðallega til að lýsa yfir reiði og nöldri en það stóð ekki lengi yfir. Síðan hefur þetta þróast í svona daglegar pælingar oft pælingar sem ég hef aldrei getað sagt neinum frá.

Nærbuxnaævintýri, eyrnamergur, hor, skítur o.s.frv.

Þessar sögur eru allar um mig Ég er eina sögupersónan í þeim. Ég vil auðvitað ekki særa neinn með því að skrifa um þá. En stundum eru bara hlutir sem eru að gerast og gerjast í mér sem tengjast öðrum persónum. Núverandi og fyrrverandi kærustum, vinir og félagar, fjölskyldan og fleira.

Ég hef skrifað um þá en þá hefur það oftast verið jákvætt eða það hafi verið minnst á þá á hliðarlínunni.

Þannig að þegar hugsanir mínar snúast aðallega um annað fólk þá skrifa ég lítið á þessu rafrausi.

Þannig hefur það verið síðastliðna daga og verður eitthvað áfram, býst ég við.

En annars hef ég litið að segja. Er sáttari í vinnunni eftir að ég er búin að segja upp. Hugsa stundum um Jungle speed.. ekki langt í jólatörnina... kynlíf er oft í huga mér... hugsanir um framtíðina fljóta inn og út... fjármál... ofbeldi gangvart ýmsu... spunaspil eru alltaf í topp fimm í huga mér...

En það er ekkert fast sem ég get rætt um.. nema að tala um að tala um eitthvað.

11 október, 2005

Jóakim aðalönd


Ég keypti mér bók um daginn (ótrúlegt en satt). Bókin hét The life of times of Scrooge McDuck eftir Don Rosa. Snilldar rit þar sem hann Don tekur sögu Jóakims Aðalandar og segir hana frá barnæsku til elli.

Þessar sögur voru gefnar út af íslensku samsteypunni þegar ég var yngri. Fannst þetta alltaf bestu sögurnar og finnst frábært að hafa heildarritið um hann Jóakim undir höndunum.

Síðan er alveg stórkostleg að lesa um þennan höfund Don Rosa og hvernig hann vinnur sögurnar sínar.

Mæli með þessari bók, hiklaust!


07 október, 2005

Heilsan

Heilsan


Einu sinni sagði við mig vinkonan mín "þú ert alltaf veikur". Ég er reyndi eitthvað malda í móin eins og ég er vanur en eftir á að hyggja þá held ég að það sé rétt hjá henni.

Ég fæ rosalega oft hálsbólgu og ef ég fæ kvef þá leiðir það oftast til hálsbólgu og vægs hita. Ef ég sef lítið þá fæ ég kverkmeiðsli og blóðnasir.

Þetta er að gera mér lífið leitt. Ég er að velta því fyrir hvað maður þarf að gera til þess að halda heilsunni í lagi. Ég tek C-vítamín og lýsi nokkuð reglulega en það virðist ekki vera nóg.

Er einhver þarna úti með önnur húsráð sem ég gæti fylgt?

p.s það eru komnar nýjar myndir á myndasíðuna.

04 október, 2005

Draumur

Draumur um typpastærðir

Já þessi póstur er um draum.

Sem mig dreymdi aðfararnótt mánudagsins. Ég vaknaði þreyttur eftir drauminn.

En ég man hann ekki allan. Ég var á dansnámskeiði í kramhúsinu og það var miklu stærra heldur en það er í raunveruleikanum. Ég fór síðan í sánu. Þetta var risastór sána og það var þó nokkuð mikið af fólki. Ég var nakinn en var ekkert að spá í því hvort að annað fólk væri nakið.

Ég settist niður á eina lausa staðnum og við hliðin á mér sat durgur. Svona harley davidson týpa, með húðflúr og mikið skegg. Mikill durgur. Hann var líka með tröllatyppi.

Hann lítur á mig og spyr mig hvort að ég spá í typpastærðum á öðrum. Ég og hann förum að spjalla um typpastærðir í nokkra stund, hvort maður upplifi typpið sitt sem stórt eða lítið, hvort að það sé stórt, hvaða áhrif það hefur á kynlífið o.s.frv. Í draumnum þá fannst mér þetta soldið skrýtið að tveir naktir karlmenn væru að ræða um typpastærðir. Mér leið eins og algjörum kjána.

Mjög súr draumur mar...