13 október, 2005

Rafraus

Að rafrausast


Ég rafrausa (blogga) nokkuð oft. Ég byrjaði á þessu aðallega til að lýsa yfir reiði og nöldri en það stóð ekki lengi yfir. Síðan hefur þetta þróast í svona daglegar pælingar oft pælingar sem ég hef aldrei getað sagt neinum frá.

Nærbuxnaævintýri, eyrnamergur, hor, skítur o.s.frv.

Þessar sögur eru allar um mig Ég er eina sögupersónan í þeim. Ég vil auðvitað ekki særa neinn með því að skrifa um þá. En stundum eru bara hlutir sem eru að gerast og gerjast í mér sem tengjast öðrum persónum. Núverandi og fyrrverandi kærustum, vinir og félagar, fjölskyldan og fleira.

Ég hef skrifað um þá en þá hefur það oftast verið jákvætt eða það hafi verið minnst á þá á hliðarlínunni.

Þannig að þegar hugsanir mínar snúast aðallega um annað fólk þá skrifa ég lítið á þessu rafrausi.

Þannig hefur það verið síðastliðna daga og verður eitthvað áfram, býst ég við.

En annars hef ég litið að segja. Er sáttari í vinnunni eftir að ég er búin að segja upp. Hugsa stundum um Jungle speed.. ekki langt í jólatörnina... kynlíf er oft í huga mér... hugsanir um framtíðina fljóta inn og út... fjármál... ofbeldi gangvart ýmsu... spunaspil eru alltaf í topp fimm í huga mér...

En það er ekkert fast sem ég get rætt um.. nema að tala um að tala um eitthvað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli