21 október, 2005

Kynferðisleg misnoktun

Reiði
vegna kynferðislegrar misnotkunar


Hvað telst hæfileg refsing fyrir kynferðislega misnotkun? Í gær var dæmt í máli og hinn ákærði var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og brotaþolanum var dæmt bætur upp á 1,2 miljón.

Ég með mína sjúklega* huga fór og leitaði upp dóminn. Mæli ekki með lesningu hans. Smáatriði og viðbjóður kemur fram í honum.

Er það rangt af mér að fyllast reiði yfir þessu? Að vilja sækja skóflu og felgujárn? Berja úr gerandanum heilann og dysja hann? Er það rangt? Ég væri helst til í að taka mér góðan tíma í að misþyrma honum. En það er rangt! Það rétta í stöðunni væri bara að lóga honum. Engar þjáningar. Bara legustaður fyrir einstakling sem hefur brotið það mikið gagnvart öðrum að hann er búin að fyrirgera rétti sínum til að lifa.

Er það ekki bara það rétta í stöðunni? Væri það bara ekki svar samfélagsins við svona hegðun?

*sjúklega þýðir í þessu tilviki að leita eftir því að lesa um svona hluti, þrátt fyrir að ég viti að þunglyndi og depurð fylgi í kjölfarið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli