17 október, 2005

Strætó breytingar

Strætó breytingar
(já tveir póstar á sama degi)


Glöggir menn tóku eftir að strætó kerfið breyttist um helgina. Ekki miklar breytingar en svona smá hlutir.

Ég var pirraður yfir nýja kerfinu en ákvað að tuða ekki um það hérna á rafrausinu né í daglega lífinu. Ákvað að tala um þetta með yfirvegun og á jákvæðum nótum. Reyna að sjá góðu hlutina í kringum þetta kerfi.

En ég ákvað líka að nota pirringinn minn í að koma með ábendingar til strætó. Sendi samtals þrjú bréf á strætó með 5 breytingartillögum. Allar nema ein voru í þessum breytingum sem gengu í gegn um helgina. Núna get ég náði 15 á ártúni. Kortið af 25 hefur tekið breytingum og orðið betra o.fl. Það eina sem ég benti á sem ég sé ekki að hafi breyst er merkingar á Ártúni og Hlemmi. En það snertir mig voðalega lítið þar sem ég þekki svæðið.

En er mjög sáttur við breytingarnar.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli