04 október, 2005

Draumur

Draumur um typpastærðir

Já þessi póstur er um draum.

Sem mig dreymdi aðfararnótt mánudagsins. Ég vaknaði þreyttur eftir drauminn.

En ég man hann ekki allan. Ég var á dansnámskeiði í kramhúsinu og það var miklu stærra heldur en það er í raunveruleikanum. Ég fór síðan í sánu. Þetta var risastór sána og það var þó nokkuð mikið af fólki. Ég var nakinn en var ekkert að spá í því hvort að annað fólk væri nakið.

Ég settist niður á eina lausa staðnum og við hliðin á mér sat durgur. Svona harley davidson týpa, með húðflúr og mikið skegg. Mikill durgur. Hann var líka með tröllatyppi.

Hann lítur á mig og spyr mig hvort að ég spá í typpastærðum á öðrum. Ég og hann förum að spjalla um typpastærðir í nokkra stund, hvort maður upplifi typpið sitt sem stórt eða lítið, hvort að það sé stórt, hvaða áhrif það hefur á kynlífið o.s.frv. Í draumnum þá fannst mér þetta soldið skrýtið að tveir naktir karlmenn væru að ræða um typpastærðir. Mér leið eins og algjörum kjána.

Mjög súr draumur mar...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli