29 nóvember, 2002

Micheal Connely

Kannist þið við hann? Þetta er rithöfundur sem skrifaði söguna "Blood Work". Hafið þið séð bíómynda? Akkúrat, Clint Eastwood og spiff. Ég hef nú ekki ennþá séð myndina en bókin var bara nokkuð góð. Eftir að ég las hana þá keypti ég mér 2 aðrar bækur eftir hann "Angels Flight" og "a Darkness more then Night". Ég byrjaði á fyrrnefndu bókinni á mánudaginn og kláraði hana á aðfaranótt miðvikudags. Byrjaði svo á síðarnefnu bókinn á miðvikudaginn og kláraði hana á aðfaranótt fimmtudag. Þær gripu mig heljargreipum.

Micheal Connely er einn af þessum "page turner" rithöfundum, býr til bækur sem maður getur helst ekki látið frá sér. Maður verður bara að lesa þær. Blood Work var mjög spennandi en samt grunaði mig allan tíman hver lausnin var, afhverju morðingin var að myrða, samt gat ég ekki látið hana frá mér.

Þessar 3 sögur fjalla allar um löggur. Þessar löggur eru vel reyndar, um fertugt og hafa séð margt. Rithöfundurinn er stundum ekkert að skafa að því í lýsingum sínum hve ógeðslegt starf lögreglumanna getur orðið. Bækurnar byggjast rosalega mikið á lögreglu aðgerðum. Í bókunum er lýst þegar sögurpersónurnar tala við vitni að glæpum, farið yfir krufningaskýrslur, viðtal við fingrafarasérfræðinga o.s.frv. Þegar maður kíkir á heimasíðuna hans þá sér maður að hann er velreyndur í lögreglustörfum, var blaðamaður sem sérfhæfði sig í glæpum. Þannig að ég býst við því að hann hafi lesið ófáar lögregluskýrslur.

Ég mæli með bókunum hans, þær eru spennandi, með lifandi persónum og það er oft skemmtileg flétta í þeim. En ég verð að játa að ég var soldið pirraður þegar ég kláraði "Angels Flight" mér fannst hvernig rithöfundurinn leysti máli vera klént og ekki í anda bókarinnar. Síðan var hún með þennan bandaríska stíl að drepa vonda kallin í endan. En "A darkness more then night" hefur alls ekki þessa galla. Mæli með þeim hiklaust! Þið getið fengið þær lánaðar hjá mér.

28 nóvember, 2002

Þessi póstur er framhald síðan í gær

Verstu glæpir sem einstaklingur getur framið er morð að yfirlögðu ráði. Að útrýma einhverjum, taka annars manns líf og þurka það út. Það hefur mér alltaf fundist versti glæpur sem er hægt að fremja. Afhverju? Nú vegna þess að ef við gefum okkur það að þegar við deyjum þá ekkert annað líf til. Að þegar við deyjum þá erum við bara ormafæða. Engin sál, engin guð osfrv. Bara þetta líf sem við sjáum hérna. það þýðir að þetta er okkar eina tækifæri, þetta líf. Þegar við erum horfin, þá erum við bara horfin. Að enda líf einhvers annars væri þá versta sem hægt væri að gera. Hann ætti ekkert annað tækifæri til þess að lifa.

Jú ég hef heyrt öll rökin. "lífð getur verið helvíti" " sumt líf er bara ekki þess virði að lifa því" osfvr. En málið er það að þeir einstaklingar sem eru lifandi hafa tækifæri til þess að skapa sér líf sem er þess virði að lifa. Ég býst að flestir hafi heyrt setninguna "það sem drepur þig gerir þig aðeins sterkari" og oft hef ég verið sammála henni. Vegna þess að öll áföll sem drepur okkur ekki gefa okkur tækifæri á því að sigrast á þeim.

þess vegna er ég líka algerlega á móti dauðarefsingum. Í stað þess að fara rífa mig um þær ætla ég bara að benda á orð fannars þann 03 nóvember síðastliðin.

En stundum efast ég. Stundum held ég að menn sem eru búnir að fremja misnoktun á barni hafa fyrnt þeim titli sem við öll höfum "manneskjur". Þessir menn eru ekki lengur manneskjur. Stundum segi ég að þeir séu skepnur sem ætti að fara með bak við skúr og lóga (tek mér það bessaleyfir að vitna í Urk). Að menn sem neyða, tæla, plata, börn til þess að hafa kynferðislegar athafnir eru bara réttdræpir, viðbjóðslegir og ef það væri dauðarefsing þá ætti hún ekkert að vera mannúðleg vegna þess að þeir eru ekki lengur menn. það ætti að pynta þá til dauða, flá þá lifandi, kviksetja þá osfv. það vaknar stundum í mér reiði og mér finnst hún vera réttmæt, að ef ég mundi gera eitthvað við svona skepnur þá væri það bara RÉTTLÆTI og ekkert annað, að heimurinn væri betri og fallegri ef þessar skepnur mundu ekki lengur vera á með vor. Síðan þegar ég les um að einstaklingar segja að barnið hafi tælt sig (þegar það er 5 ára), að hann hafi ekki vitað aldurinn á stúlkuni þegar hann reið henni í bílnum sínum (og stelpan var 12 ára), að einstaklingurinn hafi sloppið vegna þessa að orð 3 manneskja væri ekki nóg til þess að sakfella einstaklingin.... stundum þegar ég les þetta þá langar mig að öskra, öskra þangað til að lungum mín springa, öskra á þann heim sem lætur þetta viðgangast, á það fólk sem horfir framhjá þessu, á einstaklinga sem gera þetta, á guð sem gerir slíkt.

Stundum langar mig til þess.

Munið "it is always the quiet ones"

27 nóvember, 2002

þessi póstur mun fjalla um misnotkun, nauðganir og annað þvílíkt.

Hafið þið fylgst með fréttum síðastliðna daga? Nú ef svo er þá hljótið þið að hafa tekið eftir þessum málum. Fyrst var það að maður var dæmdur í 15 (hmm) mánaða fangelsi fyrir að misnota 3 stelpur, en hann þarf 12 af þessum 15 eru skilorðsbundnir. Síðan var sjúkraflutningamaður dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir að kynferðislega áreitni sem hann gerði á sjúkling sem var í sjúkrabíl sem hann var að vinna í. Og þriðja málið var þegar einstaklingur var dæmdur í 6 mánað fangelsi fyrir að hafa átt samræði við 12 ára stúlku.

Fyrst ætla ég að hrópa HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA! Þrjú mál sem eru öll um kynferðisleg mál og kallarnir voru dæmdir sekir! Það gerist sjaldan get ég sagt ykkur. MJÖG sjaldan. En í þetta skiptið voru þeir allir dæmdir sekir! Húrra, Húrra, Húrra!!!!

Berum þessi 3 mál saman. Eitt fjallar um kynferðislega misnotkun á börnum þar sem hin dæmdi var með kynferðislega athafnir gagnvart hálfsystri, stelpu sem var 5 ára og svo átta ára stelpu. Þessar athafnir voru aðalega á þann hátt að hann þuklaði þær og síðan hafði hann einu sinni samfarir við eina stúlkuna. Hann var 15-18 ára þegar þetta gerðist. Sjúkraflutningamaðurinn sleikti brjóst konunnar og þuklaði á henni kynfærinn. Hún var með meðvitund en leit út fyrir að vera meðvitundarlaus. Það fundust Dna sýni á brjóstum konunnar. Þriðja málið var að maðurinn sem var 20 ára hitti stelpuna í gegnum Irkið og hitti síðan stúlkuna og hafði við hana samfarir tvisvar. hann var ákærður fyrir nauðgun en var sýknaður af henni. Hann sagði að hann hélt að hún væri 17 ára.

Það eina sem ég sé að þessu er það að aðillinn sem gerði mest fær minnsta dóminn. En það er sagt að ástæðan fyrir því að hann fái svo vægan dóm er vegna þess að hann var ungur þegar hann gerði þetta.

Þegar ég byrjaði á þessum pósti ætlaði ég að skrifa reiðipóst um fáranleika dómskerfisins sem dæmir minnstu refsingu fyrir hræðilegasta glæpin... en nú... ég er ekki viss... skrifa meira seinna... þegar ég er búin að hugsa....

26 nóvember, 2002

Aha! Ég er að fara á tónleika í desember! Ligg ligga lái!

Ekki eina tónleika heldur tvenna! Fyrst fer ég á Nick cave og svo skelli ég mér á Sigur Rós, fremsta bekk... veit nú ekki hvort það sé sú besta staðsetning sem til er... en það verður samt á fremsta bekk!

Mig Hlakkar svo til! Mig Hlakkar svo til!

Annars er ég bara að verða veikur og það er búið að vera brjálað að gera! ARRRRGGGHHHHH......

En ég er samt að fara á tónleika!

25 nóvember, 2002

Þetta var alger fantasíu helgi hjá mér (nema kannski sunnudagskvöldið). Það sem ég gerði þessa helgi var: 1.Kláraði bókina "eye of the world" eftir Robert Jordan, sem er fyrsta bókin í "wheel of time" seríunni. 2. Horfði á lord of the rings: Fellowship of the rings - extended version. 3. Fór á Harry Potter og Leyniklefinn.

Ég gæti farið út í hvað var skemmtilegt og hvað var leiðinlegt við þessa afþreyingu. En ég ætla ekki að gera það. Mér langar að tala um afhverju ég hef gaman af fantasíum. Þannig að ég ætla að gera það.

Ævintýri, mér hefur alltaf langað að lenda í ævintýrum. Uppgvöta að það sé falin fjarsjóður einhver staðar, eða finna fjarsjóðskort. Ég elskaði The Goonies (og geri það ennþá) út af þeirri hugmynd að það sé ennþá hægt að lenda í svona fantasíu ævintýrum. Ég hef aldrei verið jafnhrifin af Science Fiction eða vísindaskáldsögum. Þær hafa aldrei náð jafn miklum tökum á mér og fantasíur. Afhverju? Ég held að það sé vegna þess að ég er ekki mikill tæknimaður. Ég hef eiginlega ekkert voðalega gaman af tækjum og tólum.

Síðan hef ég alltaf reynt að sjá hvort ég get verið einhver af þessum persónum sem er verið að fjalla um í bókunum, myndunum. Ég t.d sé mig sem Harry Potter, Flint í Dragonlance Chronicles, Boromír og gimli (aðalega vegna þess að fíla dverga í botn) í Lord of the rings, Perrin í Eye of the world (þótt að sagan sjálf hafi verið frekar SLÖPP). Ég fíla þessar hetjur sem eru samt engar hetjur... flækjast inní málin og finna hjá sér dug til þess að berjast á móti ranglætinu. Síðan var/er ég að ýminda mér að ég væri sú persóna, lifði mig inní ýmsar aðstæður sem þær lentu í. En þessi helgi var tileinkuð algerlega Fantasíum eins og ég sagði. Verst að ég spilaði ekki neitt á sunnudaginn... ef ég hefði gert það þá hefði þetta verið fullkomið.... mmmmm.....

En ég mæli með að fólk horfi á LOTR:FOTR extended version (skemmtileg skammstöfun) lesið Harry Potter... og þeir sem hafa ekki gert það... shame on you!... og sjá myndina Harry Potter og leyniklefinn. Það má alveg lifa vel og ánægður ef maður mundi sleppa að lesa Wheel of time. En kannski batnar sagan.. hver veit.

Ég hef líka verið að sökkva mér inní teiknimyndasögur upp á síðkastliðin ár. Þær heilla mig rosalega. En ég veit eiginlega ekki alvega afhverju þær gera það... kannski ég skrifa um það seinna!

22 nóvember, 2002

Jæja það er að koma helgi og ég er búin í vinnunni. Þetta var laaaanngggguuurrrr dagur í vinnunni. Og ég er að fara vinna í kvöld... búhúhú....

En það kemur dagur eftir kvöldið og þá verður vonandi gaman. ég elska veðrið eins og það var í dag (það má þó bæta því við að ég var stutt úti í dag). Millt, engin rigning, og lítill vindur. Samt of kalt til þess að sólin stingi mann í augun og bara gott veður! Þetta hefði verið góður dagur ef það hefði ekki verið svo langdreginn vinnudagur.

En svona í tilefni dagsins þá ætla ég að segja frá því hvað á að vera hér á þessari síðu.

ALLT SEM MÉR DETTUR Í HUG!

Ef mér dettur einhvern tíman í hug að setja ljóð hérna þá geri ég það, ef mig langar að segja ykkur frá hægðunum mínum þá geri ég það.

En það verður sjaldan skrifað hérna um helgar. Þá er ég ekki nettengdur! Ef einhver á gefins tölvu þá er hægt að gefa mér hana!

Heyri í ykkur á mánudaginn!
Það sem fer alveg gríðarlega í taugarnar á mér er fólk sem nödrar og röflar. Það er svo leiðinlegt!!!!

Sko... ef þetta fólk röflar út í eitt án þess að koma með rökstuðning fyrir máli sínu og eina sem það gerir er að rífa niður, en auðvitað ættu allir að stefna að því að byggja upp andlegan móral í kringum sig. Endalaust þarf þetta fólk að tala og tala um neikvæða hluti. Síðan þegar það maður kemur gangrýnið og uppbyggjandi orð á móti þessu fólki þá fær maður bara derring og vesen. Það fer í vörn og segir "þetta eru bara mínar tilfiiningar" eða "þetta er bara svona og maður getur ekkert gert í því".

Og síðan finnst mér að það ætti að taka fólk og hýða það opinberlega sem getur ekki tekið gagnrýni um stafsetninguna sína. Það fólk er fáranlegt. Sko það eru ákveðnar reglur í stafsetningu sem eru frekar einfallt að fara eftir en þegar einhver brýtur þessar reglur og maður bendir á það þá fær maður bara múður.

já niður með fólk sem Röflar og Nöldrar. Rekum þau úr þessu landi!

21 nóvember, 2002

Það sagði einn við mig að BNA hefði gefið okkur val!

BULL OG VITLEYSA... við eigum ekkert val... hvaða val eigum við? Við eigum val á milli þess að drekka kók eða pepsí, mcdonalds eða dominos, levi´s eða wranglers osfvr... er þetta val sem skiptir máli? Neibbbbbbb... en þetta vill BNA velja...

Horfum á sjónvarp, borðum alveg eins mat, klæðumst eins fötum, gleymum hver við erum.. og þá er heimurinn fullkominn! ARRRRRGGGHHHHHHHH

(það má benda á það að það sem sivar segir þarf ekki endilega að vera skoðanir höfunds eða það sem rétt er!)
Meira um BNA

Já afhverju er ég komin með leið á þessu landi? Vegna þess að menning þess tröllríður öllu sem er í kringum okkur. Skyndibitafæði, gosdrykkir, bíómyndir osfrv. Það er eins og að þeir vilji að allir verði eins og þeir.

Og tala nú ekki um Íraks málið. Gvöð minn góður! Það fer svo í pirrurnar á mér að það nær engri átt. Afhverju meiga þeir ráðast á annað land? Afhverju? Vegna þess að þeim líkar ekki við þá? Vegna þess að Írak er ólíkt BNA? 'eg er ekkert að vernda saddam eða segja að hann sé frábær maður. Maður er búin að heyra miklar ljótar sögur um mannin... en hvaða koma þessar sögur? Frá BNA... allt sem er dregið upp í dagsljósið er svart og ljótt um Írak og Saddam. Þetta er áróðursstríð þar sem BNA er að draga upp ljóta mynd að Saddam upp.

Nú er vopnaeftirlistmenn að koma til Íraks og allt virðist vera ganga vel... en nei... auðvitað þarf BNA að leita aftir stuðning Bretlands til þess að gera áras.... þótt að það er tákn á lofti sem segja að allt sé að ganga vel. URRR:........

Ég vona að ef BNA ræðst á Írak að þeir TAPI stórt og skríði heim til sín með skottið á milli lappana!
Jæja ég er komin á veraldarvefinn. Átti í smá erfið leikum með að fá vefsíðuna í gang en eftir ég tók þetta ömulega útlit þá sagði hann já!

Verið velkomin til mín. Þessi vefur verður hérna svo ég geti röflað um allt og ekkert. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að skrifa hérna en það verður eitthvað misgáfulegt. Sumt verður ekki fyrir viðkvæmar sálir og þá mun ég gefa viðvörun í byrjun á póstinum. En ég hugsa að þetta verður svona almennt eðlis.

Njótið vel.

20 nóvember, 2002

Jæja

Loksins er hann komin aftur! Já... ég ákvað að byrja að skrifa aftur!

Ég ætla að byrja að röfla um BNA! Nú því að það hefur verið svo mikið í fjölmiðlunum upp á síðkastið að mig langar að tala um hana! Ég verð að játa það að þegar ég fór til Chicago um daginn þá fékk ég smá menningarsjokk! Já mér fannst bandaríkjamenn ekki eins heimskir eins og þeir virðast alltaf vera. Usss... ekki segja neinum. En síðan þegar ég kom heim og er búin að melta þessa menningu þeirra í smá stund þá varð ég ennþá staðfastur í trúnni minni að BNAsé sprottin af hinum ILLA! Já að Satan á hlutdeild í BNA! Mitt impression af bandaríkjamönnum er sú að þeir eru einstaklingshyggjumenn og vilja frelsi handa sjálfum sér.

En það er allt eins í BNA! Allt eins... það er allt í verslunarkeðjum hjá þeim og þeir sem þekkja markaðinn, framboð og eftirspurn og allt það kjaftæði, vita það að keðjumyndun mun aukast á næstu árum.... vegna hagræðingar. Maður sparar pening með því að hafa hlutina stærri. Og það þýðir ódýrari vörur og þjónusta. Sem gerir það að verkun að fólk mun í auknum mæli kaupa af verslunarkeðjun og borða hjá matsölukeðjun!

Sem gerir það að verkun að allir virðast ganga í sömu fötunum og borða sama matinn. Og maturinn mun bragðast alltaf eins. þeir eru að þurka út mismuninn á öllu. Mat, fötum, bíómyndum, bílum, húsum osfrv. Þeir eru kommunistar! Og allt er þetta gert í nafni freslis!

Ég vona að ég muni upplifa hrun Bandaríkjana!