21 nóvember, 2002

Meira um BNA

Já afhverju er ég komin með leið á þessu landi? Vegna þess að menning þess tröllríður öllu sem er í kringum okkur. Skyndibitafæði, gosdrykkir, bíómyndir osfrv. Það er eins og að þeir vilji að allir verði eins og þeir.

Og tala nú ekki um Íraks málið. Gvöð minn góður! Það fer svo í pirrurnar á mér að það nær engri átt. Afhverju meiga þeir ráðast á annað land? Afhverju? Vegna þess að þeim líkar ekki við þá? Vegna þess að Írak er ólíkt BNA? 'eg er ekkert að vernda saddam eða segja að hann sé frábær maður. Maður er búin að heyra miklar ljótar sögur um mannin... en hvaða koma þessar sögur? Frá BNA... allt sem er dregið upp í dagsljósið er svart og ljótt um Írak og Saddam. Þetta er áróðursstríð þar sem BNA er að draga upp ljóta mynd að Saddam upp.

Nú er vopnaeftirlistmenn að koma til Íraks og allt virðist vera ganga vel... en nei... auðvitað þarf BNA að leita aftir stuðning Bretlands til þess að gera áras.... þótt að það er tákn á lofti sem segja að allt sé að ganga vel. URRR:........

Ég vona að ef BNA ræðst á Írak að þeir TAPI stórt og skríði heim til sín með skottið á milli lappana!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli