Þetta var alger fantasíu helgi hjá mér (nema kannski sunnudagskvöldið). Það sem ég gerði þessa helgi var: 1.Kláraði bókina "eye of the world" eftir Robert Jordan, sem er fyrsta bókin í "wheel of time" seríunni. 2. Horfði á lord of the rings: Fellowship of the rings - extended version. 3. Fór á Harry Potter og Leyniklefinn.
Ég gæti farið út í hvað var skemmtilegt og hvað var leiðinlegt við þessa afþreyingu. En ég ætla ekki að gera það. Mér langar að tala um afhverju ég hef gaman af fantasíum. Þannig að ég ætla að gera það.
Ævintýri, mér hefur alltaf langað að lenda í ævintýrum. Uppgvöta að það sé falin fjarsjóður einhver staðar, eða finna fjarsjóðskort. Ég elskaði The Goonies (og geri það ennþá) út af þeirri hugmynd að það sé ennþá hægt að lenda í svona fantasíu ævintýrum. Ég hef aldrei verið jafnhrifin af Science Fiction eða vísindaskáldsögum. Þær hafa aldrei náð jafn miklum tökum á mér og fantasíur. Afhverju? Ég held að það sé vegna þess að ég er ekki mikill tæknimaður. Ég hef eiginlega ekkert voðalega gaman af tækjum og tólum.
Síðan hef ég alltaf reynt að sjá hvort ég get verið einhver af þessum persónum sem er verið að fjalla um í bókunum, myndunum. Ég t.d sé mig sem Harry Potter, Flint í Dragonlance Chronicles, Boromír og gimli (aðalega vegna þess að fíla dverga í botn) í Lord of the rings, Perrin í Eye of the world (þótt að sagan sjálf hafi verið frekar SLÖPP). Ég fíla þessar hetjur sem eru samt engar hetjur... flækjast inní málin og finna hjá sér dug til þess að berjast á móti ranglætinu. Síðan var/er ég að ýminda mér að ég væri sú persóna, lifði mig inní ýmsar aðstæður sem þær lentu í. En þessi helgi var tileinkuð algerlega Fantasíum eins og ég sagði. Verst að ég spilaði ekki neitt á sunnudaginn... ef ég hefði gert það þá hefði þetta verið fullkomið.... mmmmm.....
En ég mæli með að fólk horfi á LOTR:FOTR extended version (skemmtileg skammstöfun) lesið Harry Potter... og þeir sem hafa ekki gert það... shame on you!... og sjá myndina Harry Potter og leyniklefinn. Það má alveg lifa vel og ánægður ef maður mundi sleppa að lesa Wheel of time. En kannski batnar sagan.. hver veit.
Ég hef líka verið að sökkva mér inní teiknimyndasögur upp á síðkastliðin ár. Þær heilla mig rosalega. En ég veit eiginlega ekki alvega afhverju þær gera það... kannski ég skrifa um það seinna!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli