31 maí, 2005

Rwanda

Um hugrenningar dagsins

Ég er búin að vera voða þreyttur síðastliðnu daga. Þetta rauða eðal ginseng er ekkert að virka. Sef samt ágætlega. Hvar fær maður gluggatjöld?

Er enn að lesa um Rwanda. Er að lesa bókina "we wish to inform you that tomorrow we will be killed with our families". Veit eiginlega ekki hvað ég ætti að segja meira. Það hafa verið sláandi lýsingar í henni. Átakanlegar. En höfundurinn er ekki að einbeita sér að ógeðslegheitunum. Fjallar eiginlega bara um hina lifandi. Hvað þeir eru að gera.

Maður veit eiginlega ekki hvernig er hægt að takast á við þetta. Hvort það sé hægt að gera eitthvað. Er búin að vera spila battlefield, horfa á CSI og smallville, glápa á Dawn of the dead og bara vera tilgangslaus.

27 maí, 2005

Hræðilegur lestur

Sögur af heiminum


Ég er að lesa um Rwanda (Rúanda) þessa dagana. Kláraði skáldsögu sem fjallaði um þennan tíma og er núna að lesa frásögn um þessa atburði.

Þetta er ólýsanlegur atburður 800.000 mans létust á tveimur mánuðum, þ.e.a.s 6 að meðaltali á mínútu. En þessar tölur segja ekki um þenna fjölda manns sem flúði, þann fjölda mans sem lifði af, aflimað og afskræmt eftir sveðjuhögg, fjölda nauðgana sem átti stað. Þessar tölur segja líka lítið um afskiptaleysi vesturvaldana. Þessi tala segir mest lítið.. hún segir samt nóg.

800 þúsund mans drepnir. Sveðjur og handsprengjur voru víst vopn dagsins þarna. Þetta þýðir að þetta var ekki fámenn elíta sem stundaði þetta. Heldur tóku stór hluti þjóðarinnar þátt í þessu. Það hefur líka sýnt fram á að vinir snérust á móti hvor öðrum, læknar drápu sjúklinga, kennarar nemendur. Venjulegt fólk tók þátt í þessu. Fólk eins og ég og þú.

Og við stóðum og horfðum á. Sem betur fer verð ég reiður og sorgmæddur. Mig langar að lemja einhvern háttsettan stjórnarmann sem fyrirskipaði að ekkert yrði gert. Mig langar að öskra og gráta. Sem betur fer.. því annars væri ég búin að gefast upp.

Kannski er það besta leiðin. Allir eiga þetta í sér að verða fjöldamorðingjar og geta horft á svona hluti án þess að gera eitthvað.. eða taka þátt í þessu. Kannski er best að gefast upp á mannkyninu. Bara sleppa því að hugsa um þetta og lifa áfram. yppa síðan öxlum þegar ég heyri fréttir um pyntingar, nauðganir, stríð, þjóðarmorð o.s.frv. Mundi manni bara ekki líða betur?

26 maí, 2005

Grátur

Ég grét í gær


Ég brotnaði saman í gær og grét. Þetta byrjaði með tárum og fór svo í hefðbundin ekka, með fáránlegum hljóðum og miklu hori. Stóð yfir í svona 20 mínútur.

Ég var ekki að gráta vegna depurð eða söknuð. Eða af því að ég er þunglyndur.

Ég grét vegna bókarinnar sem ég var að lesa.

Ótrúlegt að byrja að lesa eitthvað sem maður veit að muni enda illa og maður mun líða illa eftir á. En ég grét yfir síðustu 30-40 blaðsíðunum. Gat ekki hætt að lesa og var með ekka á meðan. Held að það hafi verið gott að losa mig við þessar tilfinningar.

25 maí, 2005

Metnaðarleysi stjórnenda

Að spila Roleplay

Ég eyði miklum tíma í hlutverkaspilun. Að spila þau, hugsa um þau, undirbúa fyrir þau o.fl. Ég upplifði í gær að ég væri að eyða þeim tíma tileinskins. Mætti snemma á staðin. En þurfti að bíða í tvo tíma eftir því að við byrjuðum.

Þrátt fyrir að spilastundin sjálf var ágæt þá komst ég aldrei í fíling vegna þess að að ég var svo pirraður yfir þessum tíma sem fór í bið. Eyddi síðan kvöldinu í að reyna að spila. Er búin að upplifa þetta þó nokkrum sinnum upp á síðkastið. Maður mætir og þó nokkur tími fer í að hanga, bíða eftir einhverju. Stundum er þetta sveiflukennt hvað þetta fer í taugarnar á mér. En upp á síðkastið hefur þetta tekið virkilega á taugarnar. Finnst þetta vera metnaðarleysi.

23 maí, 2005

Smölun fyrir Ágúst Ólaf

Ágúst Ólafur kosin varaformaður

Ég er skráður í samfylkinguna en tek ekkert þátt í starfssemi hennar og kaus hana ekki í síðustu kosningu. Hef lítinn áhuga á starfsemi hennar og mjög litla trúa á henni.

En góðkunningi minn hafði samband við mig og spurði hvort að ég væri til í að gera soldið fyrir hann. Hann sagði að Ágúst Ólafur væri að bjóða sig fram sem varaformaður og hvort ég væri til í að mæta á kjörstað og kjósa hann. Hann sagði að þetta væri vænn drengur og ætti það skilið að vera kosin. Ég sagðist vera til í það og þá fór hann að tala um það að hann gæti skráð mig í samfylkinguna og það eina sem ég þurfti að gera væri að mæta. Ég sagði honum að ég væri þegar skráður í hana og mundi mæta.

Gerði það og kaus svo Ágúst.

En síðan er ég að lesa í fjölmiðlum að Lúðvík er að tala um að heilmikið af ungmennum hafi mætt á svæðið til þess að taka þátt í kosningunum á varaformanninum og Ágúst segir að hann viti ekki neitt um neina smölun.

Auðvitað var smölun í gangi, er það ekki alltaf svoleiðis í svona "frjálsum kosningum"? En óþarfi að neita því. Segja bara "Stuðningsmenn voru mér hliðhollir og sýndu það í verki með því að mæta á kjörstað. Auðvitað hefur maður samband við fólk til þess að hvetja það til að sýna stuðning í verki o.s.frv.". Ekki fara í flimtingum með svona hluti. Það er bara bull og vitleysa. Ég verð hálfpirraður við svoleiðis hegðun. Finnst eins og einhver hafi notað mig.

Bætti við KGB í linkana. Drengur sem ég fílaði mjög vel í framhaldsskóla... held að ég hafi aldrei talað við hann en fannst hann frábær úr fjarlægð. Rafraussíðan hans er líka með skemmtilega pistla.

20 maí, 2005

28 ára

Ég á afmæli í dag ég á afmæli í dag


Jamm ég er víst orðin 28 ára í dag. Finnst það ekkert voðalega merkilegt en þetta er víst dagurinn minn og Óla Bergs og Hrefnu í vinnunni og eflaust helling af öðru fólki.

Blóm eru afþökkuð.. held ég

Annars veit ég ekkert hvað ég ætla að gera í tilefni dagsins.. einhverjar hugmyndir?

Að setja myndir inná vefinn

Um breytingar


Eins og þið sjáið þá hef ég sett mynd af mér hér til hliðar. Ekki beint frábærar myndir og mætti athuga með stærðina á þeim. En þar sem ég var að gera þetta á vinnutíma þá er kannski skiljanlegt að ég var ekki að vanda mig (líka að gera þetta í paint :P )

Þegar ég byrjaði að skrifa hérna á netinu þá ætlaði ég að láta þetta vera vefsvæði þar sem ég nöldra. Ég hafði satt að segja lítið að nöldra yfir þannig að ég breytti því í blaður. Ætlaði að hafa þetta undir nafnleynd en það hefur ekki gengið sem skildi. Gef alveg nægar upplýsingar hérna til að fólk geti googlað og grafið upp nafn, heimilisfang, kennitölu, störf, sjálfboðastörf o.s.frv.

Þannig að ég er komið með mynd á netið. Er líka komin með stafræna myndavél og ætla að reyna að koma mér upp myndabanka á netinu, ef ég nenni..

en já hérna sést myndir af mér eins og ég var og eins og ég er í dag. Myndarsmiðir eru Azrael og Gzur.

18 maí, 2005

Hvernig ég dey

Tók próf

You scored as Disease. Your death will be by disease. Maybe a foreign bug or you don't brush your teeth.

Bomb

67%

Disease

67%

Natural Causes

60%

Suicide

60%

Posion

60%

Gunshot

47%

Eaten

47%

Disappear

40%

Accident

33%

Suffocated

20%

Stabbed

20%

Cut Throat

13%

Drowning

7%

How Will You Die??
created with QuizFarm.com


Ég dey víst úr sjúkdómum. Eða verður sprengdur í tætlur.

Við deyjum víst öll.

að hata

Tilfinningar


Ég var einu sinni að skutla stelpu, sem hafði verið að vinna með mér í L-12 búðinni á laugaveginum, heim. Ég lendi fyrir aftan einhvern sleða og missti út úr mér "djöfull.. hata ég þessa sleða" og síaðan fattaði ég hvað ég hafði sagt og sagði.. "nee. maður ætti ekki að segja svona. Ekki hata". Hún leit á mig og sagði "af hverju ekki segja að hata?". Hún var frá landi í Suður-Ameríku. Henni fannst frekar skrýtið hvað íslendingar hikuðu við að segja orð eins og "hata".

Við íslendingar erum hógvær í orðum. Það er sjaldan sem eru sögð miklar hatursræður opinberlega. Ég held að það sé öðruvísi en í öðrum löndum (mínir fordómar). Ég held að þetta sé bæði jákvætt og neikvætt. Gefur okkur það þegar við segjum þessi orð þá erum við að meina þau, líka er hatur svo endanlegt orð, orð sem er sagt í reiði eða í geðshræringu, ekkert sniðugt að vera segja þau oft.

Ég veit ekkert af hverju ég er að tala um þetta... langaði bara til þess. Og veit ekkert hvernig ég á að enda þetta.

Og síðan eru þessar pælingar bara hrein og beinir fordómar.. ætti ekkert að vera publisha þetta.

13 maí, 2005

Gunnar Örlygsson

Gunnar Örlygsson

Ég kaus frjálslynda flokkinn í síðustu kosningum. Aðallega vegna þess að ég vildi ekki kjósa neinn annan flokk. Stjórnarflokkarnir voru ekki í myndinni, samfylkingin er búin að vera skíta upp á bak, Vinstri grænir.. fíla þá ekki. Þá var xf fyrir valinu. Skásti flokkurinn.

Núna er kæri Gunnar gengin úr flokknum. Maðurinn sem sat í fangelsi á meðan hann var á þingi. Maðurinn sem skrifaði hatursorð gagnvart stjórnarliðum á umræðuvef flokksins.

Meira fíflið og þetta er auðvitað táknrænt fyrir galla lýðræðis á Íslandi. Hann er enn þingmaður þrátt fyrir að hann komst á þing sem aukamaður fyrir flokkinn. Núna er hann þingmaður sjálfstæðisflokksins.

Ég er löngu búin að missa allan áhuga á pólítk en þetta gerir mig reiðan.

Hvað gerist ef Gunnar eignast barn og fer í fæðingarorlof... verður varaþingmaðurinn sjálfstæðismaður?

Hvar eru geðsjúklingarnir með sniper rifflana þegar maður þarf á þeim að halda?

11 maí, 2005

Hárið farið

Miklar breytingar

Sumarið þar sem ég varð 17 ára þá ákvað ég að breytinga var þörf á mínu lífi. Eftir það sumar fór ég að kíkja á böll og reyndi að fara á djammið með félögunum mínum. Ég safnaði síðu hári og keypti mér leðurjakka. Fór til útlanda í fyrsta skiptið.

Rembaðist eins og rjúpa við staur. Gekk í leiklistarfélagið, fór að versla mér mín eigin föt. Reyndi að finna mér minn eigin stíl. Síðan ári seinna þá var ég komin með myndarlegt hár. Tókst að næla mér í kvenmann og fór stuttu eftir það að drekka. Fór að skrifa ljóð í stórum stíl. Reyndi að vera glaður, faðmaði fólk og fór að gefa af mér. Fór að finna til mikillar depurðar.. eða réttara væri sagt að ég var að uppgötva að ég væri dapur og vildi gera eitthvað í því. Talaði um sjálfsmorð og hugsað mikið um það.

Breytingin var mikil (að ég held). En auðvitað jafnaði maður sig. Ég og stelpan hættum saman. Gekk til sálfræðings (3 tíma) sem sagði að ég væri "meiri bjáninn". Fór að líta betur í kringum mig, hélt áfram í leiklist, hárið síkkaði, drakk hóflega og hvatti fólk eins og Bibba til að drekka. Reyndi auðvitað ekkert við stelpur heldur horfði á þær í fjarlægð og varð oft ástfanginn. Síðan þegar ég uppgötvaði að ég væri að fara útskrifast úr skólanum þá hætti ég og fór að vinna. Fékk mér vinnu í leikskóla. Vildi breyta til, vinna með fólki. Komst að ýmsu í sambandi við sjálfan mig.

O.s.frv.

Ég er ekki að segja að ég hafi breytt sjálfum mér heldur að ég tók þennan unglingaþroskann seint. Fann mig seinna en búist var við.

En núna var komin tími á aðra breytingu. Ég er búin að hugsa um þetta í langan tíma og hef minnst á það oftar en einu sinni. En það er mjög erfitt að breyta svona hlutum. Sérstaklega þar sem þetta var stór hluti af þessari 17 ára breytingu. Ég er búin að vera með sítt hár síðan þá. Þetta var hækjan mín. Stór hluti af breyttri sjálfsmynd. En núna.. er það farið... komin breyttur Sivar á svæðið.

09 maí, 2005

Eineltið

Dagar víns og rósa

Þegar ég uppgötvaði það almennilega hvað hafði gert í grunnskólanum þá varð ég reiður. Maður áttar sig ekkert á því hvað er að gerast. Maður heldur að engin bjóði manni í partíið vegna þess að maður er svo leiðinlegur og ljótur, maður heldur að maður sé laminn vegna þess að maður eigi það skilið, þessi uppnefni eru nú bara eðlileg vegna þess að ég sjálfur er nörd.

Síðan verður manni einhvern vegin það ljóst að þetta á ekkert að vera svona. Maður verður reiður og byrjar að hata fólkið sem sagði ljóta hluti við mann, lamdi mann og útskúfaði mig. Þessi reiði kraumar undir og brýst út á skrýtnum stöðum.

En síðan kennir tíminn manni margt og maður uppgötvar að sumt af þessu fólk leið nú frekar illa. Alltaf minnistætt þegar ég hitti Gunnar Karl (aðal níðingurinn) niðrí bæ eitt kvöld og hann var frekar illa farin eftir eiturlyfjaneyslu. Maður gat ekki verið reiður út í hann. Gat eiginlega bara vorkennt honum.

Síðan fer maður í háskólann og les ýmsa kenningar og fræði um einelti (bullying) og les rannsóknir sem segja að gerendur geta verið hverjir sem er. En þolendur hafa ýmislegt sameiginlegt. Aðallega lága sjálfsmynd og þeir svara ekki fyrir sig. Var maður svoleiðis? Já það er alveg öruggt. Fyrst var maður bara feimin og skrýtin, síðan þegar leið á þá var maður komin í svo mikla skel að þótt að fólk reyndi að hafa samskipti þá gaf maður ekkert á móti.

Síðan uppgötvar maður að reiðin er farin. Smá eftirsjá stendur eftir og heilmikil reynsla. Reynsla sem maður mundi vilja sleppa við stundum.. en reynsla samt sem áður. Betri maður.. neibb... reynslunni ríkari.. jafn mikið og næsti maður..

Hluti af mér..

06 maí, 2005

Missir

Missti ég af einhverju?

Ég hef verið að hugsa þessa dagana um líf mitt í Foldaskóla. Ég var 100% nörd. Hlustaði á kvikmyndatónlist, las mikið af bókum, hafði ekkert fyrir lærdómnum, spilaði hlutverkaspil, var lítill og bólugrafinn, talaði bara um mín áhugamál (hlutverkaspil og bækur).

Gaf mér ekki á tal við fólk, reyndi ekki að taka þátt í chit chatti. Þagði frekar. Sagði frá ef ég sá fólk svindla á prófi, Gat spjallað við kennarana og spurði oft kennarann að einhverju sem tengdist ekkert náminu sem ég var að læra (kennarasleikja).

Á þremur og hálfu ári í gagnfræðiskóla þá var mér boðið í eitt partí. Þetta var afmælipartí hjá H-eitthvað (vinkona stelpunnar sem varð tennisstjarna, rosa sæt stelpa). Ég reyndi að dansa eitthvað og reyndi að falla inní hópinn. Gekk frekar illa og mér leið illa allt kvöldið. Hugsa að það hafi sést.

Oft þegar ég kynnist fólk og það fer að tala um barnaskólann og segir Partíunum og djamminu og hvað þetta allt var skemmtilegt, þá þagna ég og fæ hnút í magann.

Maður hefur bara eitt líf og þessi hluti lífsins er mér glataður. Get aldrei upplifað þá stemmingu sem þetta fólk hefur upplifað. Hópstemmingu bekks og skemmtuninni sem fylgir því að fólk fer í partí hjá hvor öðrum.

Missti af því. Stundum fæ ég eftirsjá og fyllist öfund. Stundum verð ég reiður. Aðallega þá út í sjálfan mig að hafa ekki rifið mig út úr þessu á sínum tíma. En aðallega fyllist ég eftirsjá.

Ég væri auðvitað allt annar maður ef ég hefði ekki verið nörd, ekki flutt í annað hverfi, ekki skipt um skóla, ekki lent í einelti, ekki byrjað að spila hlutverkaspil, verið með meiri metnaði í skólanum?

Spurning hvort að ég væri betri maður? En hverjum í andskotanum er ekki sama um betri mann. Væri ég hamingjusamari? Ég veit það ekki.. en ég veit það að það fólk sem upplifði þessa tíma í góðum bekk, í skemmtilegum félagsskap, með partíum, með uppáferðum og öllu því sjitti?

......það myndi ekki vilja skipta við mig.

03 maí, 2005

Morgunstund

Morgunstund gefur gull...

Á venjulegum morgni þá vakna ég um hálf átta. Horfi á klukkuna og blóta í huganum. Er búin að vera vakna á undan klukkunni í nokkrar vikur. En ég held samt áfram að liggja upp í rúmi. Síðan þegar klukkan byrjar að hringja þá ýti ég á snooze nokkrum sinnum og rís úr rekkju korter yfir átta.

Í morgun þá vaknaði ég klukkan sjö og um leið og ég opnaði augun og leit á klukkuna og ætlaði að blóta þá byrjaði hann Pablo að syngja. Ég veit nú ekki hvort að syngja sé rétta orðið en hann lét allavega heyra í sér. Gargaði á mig. Ég seinkaði klukkunni og ætlaði að reyna að ná mér í aðeins meiri svefn. En Pablo vildi nú ekki hlusta á það. Fattaði líka að það væri mjög líklega ekki mikill matur hjá kallinum, svo að ég reis úr rekkju og gaf setti meiri mat hjá honum. En þrátt fyrir það þá var hann ekkert sáttur og öskraði á mig af miklum krafti og flaug svo í kringum mig. En eftir smá stund þá hætti hann þessu.. held að hann hafi fattað að ég setti virkilega mat hjá honum.

Skreið síðan aftur upp í rúm en sofnaði ekki fyrr en klukkan fór að hringja. Þá ýtti ég á snooze og sofnaði strax eftir það. En áttaði mig síðan á því að ég þurfti að gera ýmislegt áður en ég næði strætó. Setti á mig hælsærisplástra og setti líka plástra á tærnar mínar (var að fá mér nýja skó). Fann mér síðan disk til að hlusta á, í leiðinni til vinnu (Debut eftir Björk) og greip bókina mína (The drawing of three e. stebba kóng).

Frábært veður og satt að segja þá var ég í góðu skapi. Mjög góðu skapi. Eins og það sé einhver dillema farinn af öxl minni.