Ég er að lesa um Rwanda (Rúanda) þessa dagana. Kláraði skáldsögu sem fjallaði um þennan tíma og er núna að lesa frásögn um þessa atburði.
Þetta er ólýsanlegur atburður 800.000 mans létust á tveimur mánuðum, þ.e.a.s 6 að meðaltali á mínútu. En þessar tölur segja ekki um þenna fjölda manns sem flúði, þann fjölda mans sem lifði af, aflimað og afskræmt eftir sveðjuhögg, fjölda nauðgana sem átti stað. Þessar tölur segja líka lítið um afskiptaleysi vesturvaldana. Þessi tala segir mest lítið.. hún segir samt nóg.
800 þúsund mans drepnir. Sveðjur og handsprengjur voru víst vopn dagsins þarna. Þetta þýðir að þetta var ekki fámenn elíta sem stundaði þetta. Heldur tóku stór hluti þjóðarinnar þátt í þessu. Það hefur líka sýnt fram á að vinir snérust á móti hvor öðrum, læknar drápu sjúklinga, kennarar nemendur. Venjulegt fólk tók þátt í þessu. Fólk eins og ég og þú.
Og við stóðum og horfðum á. Sem betur fer verð ég reiður og sorgmæddur. Mig langar að lemja einhvern háttsettan stjórnarmann sem fyrirskipaði að ekkert yrði gert. Mig langar að öskra og gráta. Sem betur fer.. því annars væri ég búin að gefast upp.
Kannski er það besta leiðin. Allir eiga þetta í sér að verða fjöldamorðingjar og geta horft á svona hluti án þess að gera eitthvað.. eða taka þátt í þessu. Kannski er best að gefast upp á mannkyninu. Bara sleppa því að hugsa um þetta og lifa áfram. yppa síðan öxlum þegar ég heyri fréttir um pyntingar, nauðganir, stríð, þjóðarmorð o.s.frv. Mundi manni bara ekki líða betur?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli